Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2020 15:30 Leikmenn Olimpija Ljubljana hafa ekki æft síðustu níu daga. VÍSIR/GETTY Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. Allir leikmenn slóvenska liðsins hafa verið í sóttkví frá og með mánudeginum 10. ágúst, eftir að tveir leikmenn og sjúkraþjálfari greindust með smit. Í kjölfarið var upphafi keppnistímabilsins í Slóveníu frestað og ljóst að liðið mun ekki spila í slóvensku úrvalsdeildinni fyrr en í 2. umferð, eftir leikinn við Víking. Forráðamenn Olimpija vilja ólmir að liðið geti byrjað að æfa og hafa farið fram á það við heilbrigðisyfirvöld en án árangurs. Þeir kölluðu alla leikmenn liðsins í smitpróf í gær, á kostnað félagsins, í von um að geta sýnt fram á að þeir væru allir lausir við smit. Einn leikmaður greindist hins vegar smitaður. Í yfirlýsingu Olimpija segir að hinn smitaði leikmaður hafi aðeins verið einn dag með liðsfélögum sínum en verið í sóttkví síðan eins og aðrir (Olimpija hefur verið að fá til sín fjölda nýrra leikmanna fyrir nýja keppnistímabilið). Því telur félagið rök fyrir því að leikmenn geti hafið æfingar að nýju, að minnsta kosti einir og sér eða í minni hópum, og kallar eftir viðbrögðum frá yfirvöldum. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa Olimpija er ekki reiknað með öðru en að leikurinn við Víking fari fram 27. ágúst eins og áætlað var. Fari leikurinn ekki fram vegna smitvandræða slóvenska liðsins,verður Víkingum úrskurðaður 3-0 sigur samkvæmt reglum UEFA. Evrópudeild UEFA Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Tengdar fréttir Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Sjá meira
Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. Allir leikmenn slóvenska liðsins hafa verið í sóttkví frá og með mánudeginum 10. ágúst, eftir að tveir leikmenn og sjúkraþjálfari greindust með smit. Í kjölfarið var upphafi keppnistímabilsins í Slóveníu frestað og ljóst að liðið mun ekki spila í slóvensku úrvalsdeildinni fyrr en í 2. umferð, eftir leikinn við Víking. Forráðamenn Olimpija vilja ólmir að liðið geti byrjað að æfa og hafa farið fram á það við heilbrigðisyfirvöld en án árangurs. Þeir kölluðu alla leikmenn liðsins í smitpróf í gær, á kostnað félagsins, í von um að geta sýnt fram á að þeir væru allir lausir við smit. Einn leikmaður greindist hins vegar smitaður. Í yfirlýsingu Olimpija segir að hinn smitaði leikmaður hafi aðeins verið einn dag með liðsfélögum sínum en verið í sóttkví síðan eins og aðrir (Olimpija hefur verið að fá til sín fjölda nýrra leikmanna fyrir nýja keppnistímabilið). Því telur félagið rök fyrir því að leikmenn geti hafið æfingar að nýju, að minnsta kosti einir og sér eða í minni hópum, og kallar eftir viðbrögðum frá yfirvöldum. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa Olimpija er ekki reiknað með öðru en að leikurinn við Víking fari fram 27. ágúst eins og áætlað var. Fari leikurinn ekki fram vegna smitvandræða slóvenska liðsins,verður Víkingum úrskurðaður 3-0 sigur samkvæmt reglum UEFA.
Evrópudeild UEFA Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Tengdar fréttir Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Sjá meira
Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30
Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15
Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05