Segir hámarkshraða verða að vera í samræmi við aðstæður á vegum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 11:07 Björn Kristjánsson, sérfræðingur hjá FÍB. Vísir Til stendur að koma upp meðalhraðamyndavélakerfi hér á landi en tilraunaverkefni með slíkt hefur verið í gangi á Grindavíkurvegi þar sem slíkar myndavélar hafa verið settar upp. Sérfræðingur hjá FÍB segir slíkar hraðamyndavélar hafa reynst vel erlendis og líklegt sé að þær verði settar upp við vegkafla þar sem aðeins ein leið er inn og ein leið út, líkt og jarðgöng. „Meðalhraðamyndavélin virkar þannig að hún tekur mynd af þér þegar þú ferð inn á ákveðið svæði og svo þegar þú ferð út af svæðinu aftur kannski þremur kílómetrum síðar þá tekur hún aftur mynd af þér og hún reiknar meðalhraða þinn á þessum ákveðna vegkafla og getur þá reiknað út hvort þú hafir ekið of hratt eða ekki,“ segir Björn Kristjánsson, sérfræðingur hjá FÍB. „Þær virka eiginlega betur yfir lengri tíma heldur en punkthraðamyndavélarnar þar sem bara ein mynd er tekin af þér á ákveðnum tíma og síðan geta menn, ef þeir eru þannig gíraðir, gefið bara aftur í. Þær hafa reynst mjög vel erlendis og svæðið í kring um þessar vélar þó mælingarsvæðið sé kannski þrír kílómetrar þá hefur það skilað árangri jafnvel þrjá kílómetra umfram mælingarsvæðið.“ Forvarnagildið eykst ef ferðamenn vita að hér sé virkt eftirlit Hann segir sniðugt að fólk viti hvar myndavélarnar séu. „Þetta á auðvitað ekki að vera einhver veiðiferð að nappa fólk við að keyra of hratt. Þegar er hægt að sýna fram á að það sé verið að mæla fólk yfir ákveðnar lengdir finnst mér alveg eðlilegt að fólk sé meðvitað um það, það sé verið að fylgjast með því. Meðalhraðamyndavélar hafa verið settar upp á Grindavíkurvegi, sú fyrri við afleggjarann að Bláa lóninu og sú síðari nær Grindavík. Aðspurður hvers vegna vélarnar hafi ekki verið settar upp hinum megin við Bláa lónið, þar sem er mun meiri umferð, segir Björn það geta verið vegna þess að sá vegkafli sé ekki eins hættulegur, búið sé að breikka hann. Meðalhraðamyndavélum hefur verið komið upp á Grindavíkurvegi.Vísir/Vilhelm „Virkni vélanna og forvarnagildið hefði mögulega aukist mun meira hefðum við sýnt ferðamönnum fram á það virka eftirlit á Íslandi bara rétt eftir að þeir komu til landsins. Þá sé einnig gríðarlega mikilvægt að hámarkshraði sé í takt við það hvernig götur liggi og öryggi gatna. Heimild hafi verið veitt fyrir því nýlega í umferðarlögum að hækka hámarkshraða upp í 110 km/klst. „Það kæmi mér ekki á óvart þótt þeir myndu gefa leyfi á það í komandi framtíð, að minnsta kosti á Reykjanesbrautinni, að hækka hámarkshraðann.“ „Versta sem við gerum að búa til þær aðstæður að fólk hætti að virða umferðarlögin“ Þá komi einnig til greina að setja hámarkshraða yfir sumartímann og breyta honum svo yfir vetrartímann þegar aðstæður eru verri á vegum. „Við erum með breytilegar aðstæður og það þarf ekki allt að vera svona föstum skorðum yfir alla mánuði ársins,“ segir Björn. Þetta hafi reynst vel í öðrum löndum. „Ég hef að minnsta kosti séð þetta á Finnlandi og hvort að Svíþjóð sé líka með þetta á sumum stöðum.“ Heldurðu að fleiri meðalhraðamyndavélar verði settar upp hér á landi? „Alveg tvímælalaust. Ég held það verði eins og við jarðgöng og þar sem fólk er að taka nokkra kílómetra og það er bara ein leið inn og ein leið út að þar verði þessu stillt svona í hófi frekar eins og í Hvalfjarðagöngunum þar sem þú sérð suma menn, það er bar tiplað í bremsunni í nokkra tugi metra og svo er allt aftur farið af stað,“ segir Björn. Þá þurfi hámarkshraði á vegum að vera í raunhæfu jafnvægi við aðstæður á hverjum vegi fyrir sig. „Við þurfum líka að fá útskýringar af hverju er verið að draga hraðann hérna svona mikið niður. Það hefur brunnið við að hámarkshraði hefur verið settur bara af einhverjum ástæðum sem hefur verið þrýstingur, pólitískum ástæðum eða að eitthvað hefur komið upp á, íbúar gera einhverjar kröfur og þá er hámarkshraðinn tekinn niður þannig að fólk hættir að virða hann. Það er það versta sem við gerum að gera þær aðstæður að við hættum að virða umferðarlögin.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Björn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Til stendur að koma upp meðalhraðamyndavélakerfi hér á landi en tilraunaverkefni með slíkt hefur verið í gangi á Grindavíkurvegi þar sem slíkar myndavélar hafa verið settar upp. Sérfræðingur hjá FÍB segir slíkar hraðamyndavélar hafa reynst vel erlendis og líklegt sé að þær verði settar upp við vegkafla þar sem aðeins ein leið er inn og ein leið út, líkt og jarðgöng. „Meðalhraðamyndavélin virkar þannig að hún tekur mynd af þér þegar þú ferð inn á ákveðið svæði og svo þegar þú ferð út af svæðinu aftur kannski þremur kílómetrum síðar þá tekur hún aftur mynd af þér og hún reiknar meðalhraða þinn á þessum ákveðna vegkafla og getur þá reiknað út hvort þú hafir ekið of hratt eða ekki,“ segir Björn Kristjánsson, sérfræðingur hjá FÍB. „Þær virka eiginlega betur yfir lengri tíma heldur en punkthraðamyndavélarnar þar sem bara ein mynd er tekin af þér á ákveðnum tíma og síðan geta menn, ef þeir eru þannig gíraðir, gefið bara aftur í. Þær hafa reynst mjög vel erlendis og svæðið í kring um þessar vélar þó mælingarsvæðið sé kannski þrír kílómetrar þá hefur það skilað árangri jafnvel þrjá kílómetra umfram mælingarsvæðið.“ Forvarnagildið eykst ef ferðamenn vita að hér sé virkt eftirlit Hann segir sniðugt að fólk viti hvar myndavélarnar séu. „Þetta á auðvitað ekki að vera einhver veiðiferð að nappa fólk við að keyra of hratt. Þegar er hægt að sýna fram á að það sé verið að mæla fólk yfir ákveðnar lengdir finnst mér alveg eðlilegt að fólk sé meðvitað um það, það sé verið að fylgjast með því. Meðalhraðamyndavélar hafa verið settar upp á Grindavíkurvegi, sú fyrri við afleggjarann að Bláa lóninu og sú síðari nær Grindavík. Aðspurður hvers vegna vélarnar hafi ekki verið settar upp hinum megin við Bláa lónið, þar sem er mun meiri umferð, segir Björn það geta verið vegna þess að sá vegkafli sé ekki eins hættulegur, búið sé að breikka hann. Meðalhraðamyndavélum hefur verið komið upp á Grindavíkurvegi.Vísir/Vilhelm „Virkni vélanna og forvarnagildið hefði mögulega aukist mun meira hefðum við sýnt ferðamönnum fram á það virka eftirlit á Íslandi bara rétt eftir að þeir komu til landsins. Þá sé einnig gríðarlega mikilvægt að hámarkshraði sé í takt við það hvernig götur liggi og öryggi gatna. Heimild hafi verið veitt fyrir því nýlega í umferðarlögum að hækka hámarkshraða upp í 110 km/klst. „Það kæmi mér ekki á óvart þótt þeir myndu gefa leyfi á það í komandi framtíð, að minnsta kosti á Reykjanesbrautinni, að hækka hámarkshraðann.“ „Versta sem við gerum að búa til þær aðstæður að fólk hætti að virða umferðarlögin“ Þá komi einnig til greina að setja hámarkshraða yfir sumartímann og breyta honum svo yfir vetrartímann þegar aðstæður eru verri á vegum. „Við erum með breytilegar aðstæður og það þarf ekki allt að vera svona föstum skorðum yfir alla mánuði ársins,“ segir Björn. Þetta hafi reynst vel í öðrum löndum. „Ég hef að minnsta kosti séð þetta á Finnlandi og hvort að Svíþjóð sé líka með þetta á sumum stöðum.“ Heldurðu að fleiri meðalhraðamyndavélar verði settar upp hér á landi? „Alveg tvímælalaust. Ég held það verði eins og við jarðgöng og þar sem fólk er að taka nokkra kílómetra og það er bara ein leið inn og ein leið út að þar verði þessu stillt svona í hófi frekar eins og í Hvalfjarðagöngunum þar sem þú sérð suma menn, það er bar tiplað í bremsunni í nokkra tugi metra og svo er allt aftur farið af stað,“ segir Björn. Þá þurfi hámarkshraði á vegum að vera í raunhæfu jafnvægi við aðstæður á hverjum vegi fyrir sig. „Við þurfum líka að fá útskýringar af hverju er verið að draga hraðann hérna svona mikið niður. Það hefur brunnið við að hámarkshraði hefur verið settur bara af einhverjum ástæðum sem hefur verið þrýstingur, pólitískum ástæðum eða að eitthvað hefur komið upp á, íbúar gera einhverjar kröfur og þá er hámarkshraðinn tekinn niður þannig að fólk hættir að virða hann. Það er það versta sem við gerum að gera þær aðstæður að við hættum að virða umferðarlögin.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Björn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira