Tvær í algjörum sérflokki á listanum yfir tekjuhæstu íþróttakonurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 10:30 Naomi Osaka og Serena Williams voru tekjuhæstu íþróttakonur heimsins á síðasta ári. Getty/Tim Clayton Tennisíþróttin á níu efstu sætin á lista Forbes yfir launahæstu íþróttkonur heims á síðasta ári. Naomi Osaka og Serena Williams eru reyndar í algjörum sérflokki á listanum og voru báðar með næstum því þrisvar sinnum hærri tekjur en sú sem skipar þriðja sætið á listanum. Naomi Osaka var launahæsta íþróttakona heims með 37,4 milljónir Bandaríkjadala í tekjur eða meira en fimm milljarða íslenskra króna. The world's nine highest-earning sportswomen over the past year are all tennis players.Full story: https://t.co/atgc4e89CQ pic.twitter.com/g13ZF76c48— BBC Sport (@BBCSport) August 19, 2020 Serena Williams kemur ekki langt á eftir henni með 36 milljónir Bandaríkjadala í tekjur eða um 4,8 milljarða íslenskra króna. Hér er um að ræða allar tekjur íþróttakvennanna frá júní 2019 til júní 2020 það er bæði launagreiðslur og tekjur í gegnum auglýsingar og styrktaraðila. Serena Williams var í efsta sætinu á síðasta ári en missti nú efsta sætið til Naomi Osaka sem hækkaði sig um eitt sæti. Þetta var mjög gott ár fyrir bæði Osaka og Williams en þær voru báðar yfir metinu yfir hæsta tekjuáríþróttakonu. Rússneska tenniskonan Maria Sharapova átti metið áður síðan að hún aflaði 29,7 milljónir Bandaríkjadala árið 2015. Forbes Highest-Paid Female Athletes 2022 list is here and it features @naomiosaka at the top. @serenawilliams ranks second while Ashleigh Barty @ashbarty is third. Reports @RiaDas3 https://t.co/W9yZkwFVVD— SheThePeople (@SheThePeople) August 19, 2020 Það er aftur á móti langt niður í þriðja sætið sem skipar ástralska tenniskonan Ashleigh Barty. Ashleigh Barty er efst á heimslistanum en hún var með 13,1 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á síðasta ári eða 1,77 milljarða króna. Eina íþróttkonan á topp tíu listanum sem er ekki í tennis er bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan sem var með 4,6 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á síðasta ári eða 624 milljónir króna. Það voru þó ekki launin sem voru skila henni tíunda sæti listans því hún fékk 4,2 milljónir dollara frá styrktaraðilum sínum. Íþróttakonur með mestar tekjur frá júní 2019 til júní 2020: 1. Naomi Osaka, tennis 37,4 milljónir dollara 2. Serena Williams, tennis 36 milljónir dollara 3. Ashleigh Barty, tennis 13,1 milljónir dollara 4. Simona Halep Tennis, tennis 10,9 milljónir dollara 5. Bianca Andreescu, tennis 8,9 milljónir dollara 6. Garbine Muguruza, tennis 6,6 milljónir dollara 7. Elina Svitolina, tennis 6,4 milljónir dollara 8. Sofia Kenin, tennis 5,8 milljónir dollara 9. Angelique Kerber, tennis 5,3 milljónir dollara 10. Alex Morgan, knattspyrna 4,6 milljónir dollara Tennis Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Tennisíþróttin á níu efstu sætin á lista Forbes yfir launahæstu íþróttkonur heims á síðasta ári. Naomi Osaka og Serena Williams eru reyndar í algjörum sérflokki á listanum og voru báðar með næstum því þrisvar sinnum hærri tekjur en sú sem skipar þriðja sætið á listanum. Naomi Osaka var launahæsta íþróttakona heims með 37,4 milljónir Bandaríkjadala í tekjur eða meira en fimm milljarða íslenskra króna. The world's nine highest-earning sportswomen over the past year are all tennis players.Full story: https://t.co/atgc4e89CQ pic.twitter.com/g13ZF76c48— BBC Sport (@BBCSport) August 19, 2020 Serena Williams kemur ekki langt á eftir henni með 36 milljónir Bandaríkjadala í tekjur eða um 4,8 milljarða íslenskra króna. Hér er um að ræða allar tekjur íþróttakvennanna frá júní 2019 til júní 2020 það er bæði launagreiðslur og tekjur í gegnum auglýsingar og styrktaraðila. Serena Williams var í efsta sætinu á síðasta ári en missti nú efsta sætið til Naomi Osaka sem hækkaði sig um eitt sæti. Þetta var mjög gott ár fyrir bæði Osaka og Williams en þær voru báðar yfir metinu yfir hæsta tekjuáríþróttakonu. Rússneska tenniskonan Maria Sharapova átti metið áður síðan að hún aflaði 29,7 milljónir Bandaríkjadala árið 2015. Forbes Highest-Paid Female Athletes 2022 list is here and it features @naomiosaka at the top. @serenawilliams ranks second while Ashleigh Barty @ashbarty is third. Reports @RiaDas3 https://t.co/W9yZkwFVVD— SheThePeople (@SheThePeople) August 19, 2020 Það er aftur á móti langt niður í þriðja sætið sem skipar ástralska tenniskonan Ashleigh Barty. Ashleigh Barty er efst á heimslistanum en hún var með 13,1 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á síðasta ári eða 1,77 milljarða króna. Eina íþróttkonan á topp tíu listanum sem er ekki í tennis er bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan sem var með 4,6 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á síðasta ári eða 624 milljónir króna. Það voru þó ekki launin sem voru skila henni tíunda sæti listans því hún fékk 4,2 milljónir dollara frá styrktaraðilum sínum. Íþróttakonur með mestar tekjur frá júní 2019 til júní 2020: 1. Naomi Osaka, tennis 37,4 milljónir dollara 2. Serena Williams, tennis 36 milljónir dollara 3. Ashleigh Barty, tennis 13,1 milljónir dollara 4. Simona Halep Tennis, tennis 10,9 milljónir dollara 5. Bianca Andreescu, tennis 8,9 milljónir dollara 6. Garbine Muguruza, tennis 6,6 milljónir dollara 7. Elina Svitolina, tennis 6,4 milljónir dollara 8. Sofia Kenin, tennis 5,8 milljónir dollara 9. Angelique Kerber, tennis 5,3 milljónir dollara 10. Alex Morgan, knattspyrna 4,6 milljónir dollara
Íþróttakonur með mestar tekjur frá júní 2019 til júní 2020: 1. Naomi Osaka, tennis 37,4 milljónir dollara 2. Serena Williams, tennis 36 milljónir dollara 3. Ashleigh Barty, tennis 13,1 milljónir dollara 4. Simona Halep Tennis, tennis 10,9 milljónir dollara 5. Bianca Andreescu, tennis 8,9 milljónir dollara 6. Garbine Muguruza, tennis 6,6 milljónir dollara 7. Elina Svitolina, tennis 6,4 milljónir dollara 8. Sofia Kenin, tennis 5,8 milljónir dollara 9. Angelique Kerber, tennis 5,3 milljónir dollara 10. Alex Morgan, knattspyrna 4,6 milljónir dollara
Tennis Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira