Neyðarástand í Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 09:04 Slökkviliðsmenn leita skjóls í bílum sínum vegna gróðurelds í gær. AP/Kent Porter Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla gróðurelda. Mikil hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Bandaríkjanna og hefur sú bylgja og gróðureldarnir leitt til mikils rafmagnsleysis í Kaliforníu. Einhverjir eldanna hafa kviknað vegna eldinga og stöðugur vindur hefur gert slökkvistarf erfitt. Yfirlýsing Newsom felur meðal annars í sér að hann hefur aðgang að meiri peningum og þjóðvarðliði Kaliforníu til að sporn gegn ástandinu í ríkinu. Ríkisstjórinn sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að öllum leiðum yrði beitt til að verja íbúa Kaliforníu í þessum öfgafullu aðstæðum. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín á undanfarinni viku. Hitinn hefur reynst slökkviliðsmönnum verulega erfiður ogf er ekkert útlit fyrir að kólna muni á næstu dögum, samkvæmt frétt LA Times. Vegna hitabylgjunnar hefur rafmagnsnotkun aukist til muna og hefur þurft að slökkva á rafmagni víða í ríkinu. Í gær var útlit fyrir að allt að tvær milljónir heimila og fyrirtækja yrðu án rafmagns í minnst klukkustund. Eftir neyðarkall frá yfirvöldum drógu íbúar þó verulega úr rafmagnsnotkun og reyndist ekki nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða. That's a wrap. You did it, California consumers. No rotating power outages expected tonight. #ItWorked Thank you for keeping the #electricity flowing. https://t.co/AkPvZaE6Ah Another #FlexAlert in place tomorrow 3-10. #KeepConservingCA— California ISO (@California_ISO) August 19, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla gróðurelda. Mikil hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Bandaríkjanna og hefur sú bylgja og gróðureldarnir leitt til mikils rafmagnsleysis í Kaliforníu. Einhverjir eldanna hafa kviknað vegna eldinga og stöðugur vindur hefur gert slökkvistarf erfitt. Yfirlýsing Newsom felur meðal annars í sér að hann hefur aðgang að meiri peningum og þjóðvarðliði Kaliforníu til að sporn gegn ástandinu í ríkinu. Ríkisstjórinn sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að öllum leiðum yrði beitt til að verja íbúa Kaliforníu í þessum öfgafullu aðstæðum. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín á undanfarinni viku. Hitinn hefur reynst slökkviliðsmönnum verulega erfiður ogf er ekkert útlit fyrir að kólna muni á næstu dögum, samkvæmt frétt LA Times. Vegna hitabylgjunnar hefur rafmagnsnotkun aukist til muna og hefur þurft að slökkva á rafmagni víða í ríkinu. Í gær var útlit fyrir að allt að tvær milljónir heimila og fyrirtækja yrðu án rafmagns í minnst klukkustund. Eftir neyðarkall frá yfirvöldum drógu íbúar þó verulega úr rafmagnsnotkun og reyndist ekki nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða. That's a wrap. You did it, California consumers. No rotating power outages expected tonight. #ItWorked Thank you for keeping the #electricity flowing. https://t.co/AkPvZaE6Ah Another #FlexAlert in place tomorrow 3-10. #KeepConservingCA— California ISO (@California_ISO) August 19, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15