Íslenski boltinn

Pepsi Max stúkan: Máni vildi skipta stjórninni út fyrir Silfurskeiðina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Máni Pétursson var í Pepsi Max stúkunni á mánudagskvöldið.
Máni Pétursson var í Pepsi Max stúkunni á mánudagskvöldið. vísir/skjáskot

Þorkell Máni Pétursson segir að Silfurskeiðin hefði átt að fá þau tíu sæti sem Stjarnan fékk á áhorfendapöllunum í Krikanum á mánudagskvöldið.

Pepsi Max stúkan var á dagskrá á mánudagskvöldið þar sem var rætt um síðustu leiki í boltanum og einnig farið yfir nokkur umræðuefni í lok þáttarins.

Eitt þeirra voru þær sóttvarnarreglur sem nú eru í gildi en Máni segir að hann væri til í að fara sjá fólk á völlunum, til þess að hjálpa félögunum fjárhagslega.

„Við verðum að vera ánægð með eitthvað. Ég held að það væri mjög auðvelt að hleypa fólki á völlinn. Það munar rosalega miklu fyrir félögin um þessar tekjur,“ sagði Máni.

„Þó að þú seldir ekki nema 200 miða á fimm þúsund kall miðann, fyrir útvalda eða fólk sem á nóg af peningum. Þetta gæti gengið vel fyrir okkur í Garðabænum.“

Hvert lið má senda tíu manns á völlinn en yfirleitt eru það leikmenn utan hóps sem og stjórnarmenn. Máni tók undir orð Guðmundar Benediktssonar að selja þessa tíu miða.

„Auðvitað. Í staðinn fyrir að vera með eitthvað elítufólk upp í stúku. Þetta er góð hugmynd. Auðvitað hefðu menn átt að gera það í Garðabænum að sleppa stjórninni.“

„Það heyrist heldur ekkert í henni nema þegar þeir öskra á dómarann og auðvitað átti Silfurskeiðin að taka þau tíu sæti sem þar voru í boði í Krikanum,“ sagði Máni að lokum.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Sóttvarnarreglur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×