Íslenski boltinn

KR-ingar fengu bréf um að þeir væru á leið í sótt­kví

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik KR og Celtic í gær.
Úr leik KR og Celtic í gær. vísir/getty

Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, staðfesti í samtali við Fótbolti.net í gærkvöldi að við komuna til landsins í gær hafi þeir fengið bréf um að þeir væru á leið í sóttkví.

KR steinlá fyrir Celtic á útivelli í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og var í kapphlaupi við tímann að komast heim fyrir miðnætti.

KR-ingar lentu eftir miðnætti í nótt og því eru það aðrar reglur sem gilda um heimasóttkví og tvær skimanir. KR-liðið fór í fyrri skimunina við heimkomuna í nótt.

Jónas veit ekki hvernig framhaldið verður; hvort að félagið muni fá undanþágu frá reglunum um sóttkví en umræða hefur verið um landslið og félagslið í Evrópukeppnum fái undanþágu frá þessum reglum.

KR á að mæta Val á laugardaginn og því verður eðlilega að fresta þeim leik ef liðið verður í sóttkví næstu fimm til sex daganna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×