Baunuðu á Bloomberg Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2020 08:23 Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. AP/John Locher Sex forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Nevada í gærkvöldi. Kvöldið einkenndist af því að allir fóru gegn auðjöfrinum Mike Bloomberg í baráttu það hver etur kappi við Bernie Sanders um tilnefningu Demókrataflokksins. Auðjöfurinn hefur varið hundruð milljónum dala í sjónvarpsauglýsingar sem hafa skilað honum góðum tölum í könnunum að undanförnu. Hann þykir þó ekki hafa staðið sig vel í kappræðunum í gærkvöldi en þær voru hans fyrstu í kosningabaráttunni. Allir hinir frambjóðendurnir gagnrýndu Bloomberg varðandi viðhorf hans til þeldökkra og kvenna. Honum var líkt við Donald Trump og sakaður um að reyna að kaupa tilnefningu Demókrataflokksins. Bloomberg var þó ekki eini frambjóðandinn sem sætti árásum en hann virtist sá eini sem mætti ekki í kappræðurnar til þess að skjóta á aðra frambjóðendur og gagnrýna þá. Í kappræðunum voru þau Amy Klobuchar, Bernie Sanders, Elizabeth Warre, Joe Biden, Mike Bloomberg og Pete Buttigieg. Buttigieg og Klobuchar deildu mikið sín á milli um reynslu borgarstjórans og þá staðreynd að hún vissi ekki hvað forseti Mexíkó héti. Buttigieg deildi við Sanders um fyrirferðarmiklar áherslur Sanders og það að hann neiti að opinbera sjúkraskýrslur sínar eftir hjartaáfall sem hann fékk í fyrra. Þá gagnrýndi Warren Buttigieg og Klobuchar fyrir áætlanir þeirra varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. Bloomberg sjálfur hélt því fram að Bernie Sanders myndi ekki sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Bandaríkjamenn myndu aldrei kjósa sósíalista. Bernie Sanders þykir hafa komið vel út úr kappræðunum og þá aðallega vegna þess að hinir frambjóðendurnir vörðu mestum tíma í að gagnrýna Bloomberg. Sanders virðist hvorki hafa hagnast né tapað á kappræðunum, sem er líklegast gott fyrir hann. Politico segir stöðuna í forvali Demókrataflokksins í dag á þá leið að í rauninni sé bara pláss fyrir tvo frambjóðendur. Bernie Sanders og andstæðing hans. Nú séu hinir frambjóðendurnir að berjast um hver andstæðingur hans verði. Buttigieg lýsti yfir áhyggjum af stöðunni í forvalinu þar sem útlit er fyrir að valið muni standa á milli tveggja aðila sem þykja umdeildir. „Sko, við ættum ekki að þurfa að velja á milli eins frambjóðenda sem vill brenna Demókrataflokkinn til grunna og annars sem vill kaupa tilnefninguna,“ sagði Pete Buttigieg. „Veljum einhvern sem er raunverulegur Demókrati.“ Íbúar Nevada mun greiða atkvæði í forvali Demókrataflokksins á laugardaginn og laugardaginn 29. fer atkvæðagreiðsla fram í Suðu-Karólínu. Þann 3. mars verða atkvæði greidd víða um landið á degi sem kallast „ofur-þriðjudagur“. Samantekt Washington Post Samantekt Politico Sérfræðingar NBC fara yfir kappræðurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Sex forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Nevada í gærkvöldi. Kvöldið einkenndist af því að allir fóru gegn auðjöfrinum Mike Bloomberg í baráttu það hver etur kappi við Bernie Sanders um tilnefningu Demókrataflokksins. Auðjöfurinn hefur varið hundruð milljónum dala í sjónvarpsauglýsingar sem hafa skilað honum góðum tölum í könnunum að undanförnu. Hann þykir þó ekki hafa staðið sig vel í kappræðunum í gærkvöldi en þær voru hans fyrstu í kosningabaráttunni. Allir hinir frambjóðendurnir gagnrýndu Bloomberg varðandi viðhorf hans til þeldökkra og kvenna. Honum var líkt við Donald Trump og sakaður um að reyna að kaupa tilnefningu Demókrataflokksins. Bloomberg var þó ekki eini frambjóðandinn sem sætti árásum en hann virtist sá eini sem mætti ekki í kappræðurnar til þess að skjóta á aðra frambjóðendur og gagnrýna þá. Í kappræðunum voru þau Amy Klobuchar, Bernie Sanders, Elizabeth Warre, Joe Biden, Mike Bloomberg og Pete Buttigieg. Buttigieg og Klobuchar deildu mikið sín á milli um reynslu borgarstjórans og þá staðreynd að hún vissi ekki hvað forseti Mexíkó héti. Buttigieg deildi við Sanders um fyrirferðarmiklar áherslur Sanders og það að hann neiti að opinbera sjúkraskýrslur sínar eftir hjartaáfall sem hann fékk í fyrra. Þá gagnrýndi Warren Buttigieg og Klobuchar fyrir áætlanir þeirra varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Allir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum svo að Bloomberg, á milli þess sem þau beindu þeim að hvorum öðrum. Bloomberg sjálfur hélt því fram að Bernie Sanders myndi ekki sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Bandaríkjamenn myndu aldrei kjósa sósíalista. Bernie Sanders þykir hafa komið vel út úr kappræðunum og þá aðallega vegna þess að hinir frambjóðendurnir vörðu mestum tíma í að gagnrýna Bloomberg. Sanders virðist hvorki hafa hagnast né tapað á kappræðunum, sem er líklegast gott fyrir hann. Politico segir stöðuna í forvali Demókrataflokksins í dag á þá leið að í rauninni sé bara pláss fyrir tvo frambjóðendur. Bernie Sanders og andstæðing hans. Nú séu hinir frambjóðendurnir að berjast um hver andstæðingur hans verði. Buttigieg lýsti yfir áhyggjum af stöðunni í forvalinu þar sem útlit er fyrir að valið muni standa á milli tveggja aðila sem þykja umdeildir. „Sko, við ættum ekki að þurfa að velja á milli eins frambjóðenda sem vill brenna Demókrataflokkinn til grunna og annars sem vill kaupa tilnefninguna,“ sagði Pete Buttigieg. „Veljum einhvern sem er raunverulegur Demókrati.“ Íbúar Nevada mun greiða atkvæði í forvali Demókrataflokksins á laugardaginn og laugardaginn 29. fer atkvæðagreiðsla fram í Suðu-Karólínu. Þann 3. mars verða atkvæði greidd víða um landið á degi sem kallast „ofur-þriðjudagur“. Samantekt Washington Post Samantekt Politico Sérfræðingar NBC fara yfir kappræðurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira