Segir enga fá betri afslátt á raforku en garðyrkjubændur Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2020 10:30 Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, var gestur Bítismanna í morgun. RARIK/GETTY Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir garðyrkjubændur búa við bestu kjör á rafmagni sem í boði eru og búa við mikla niðurgreiðslu frá hinu opinbera. Tryggvi Þór var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu garðyrkjubænda sem hafa kvartað yfir erfiðu rekstarumhverfi. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, mætti í Bítið í gærmorgun þar sem hann sagði garðyrkjubændur ekki ná að anna eftirspurn. Rekstrarkostnaður væri einfaldlega of hár og beina bændur þar sérstaklega sjónum að raforkuverði og flutningskostnaði rafmagns. Íslenskir garðyrkjubændur hafi ekki náð að anna eftirspurn eftir til dæmis gúrkum og tómötum. Mikil niðurgreiðsla Tryggvi Þór ræddi raforkuna og sölu og flutning hennar til garðyrkjubænda í viðtalinu. „Garðyrkjubændur eru að greiða annars vegar fyrir orkuna sem þeir kaupa á frjálsum markaði. Það er samkeppni um orkusölu. Og hins vegar eru þeir að greiða fyrir flutnings- og dreifikostnað þar sem þeir eru. Flutnings- og dreifikostnaður er misdýr í dreifikerfi RARIK eftir því hvort þú ert í dreifbýli eða þéttbýli. Sjá einnig: Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Varðandi garðyrkubændur hins vegar þá hafa stjórnvöld gert það nokkuð lengi að greiða niður langstærstan hluta af flutnings- og dreifikostnaði. Var hann lengi milli 88 og 92 prósent. Það breyttist á árinu 2018, þegar komu fleiri stórir aðilar þar inn og fjármagnið sem var til ráðstöfunar dugði ekki með sama hætti. Þannig að að á árinu 2019 fóru stjórnvöld í það og RARIK kom að því, að fara yfir þetta og breyta. Áður var niðurgreitt á orkuna og aflgjaldið, en nú er niðurgreitt á orkuna, aflgjaldið og fastagjaldið. Og staðan er þá núna sú að með garðyrkubændur að þeir greiða, hvort sem þeir eru í dreifbýli eða þéttbýli, að ríkið greiðir niður 82 prósent af fastagjaldinu, aflgjaldinu og orkugjaldinu í þéttbýli og 86 prósent í dreifbýli.“ Er einhver annar með svona mikinn afslátt? „Nei, nei,“ segir Tryggvi Þór. Hlusta má á viðtalið við Tryggva Þór í heild sinni í spilaranum að neðan. Byggðamál Garðyrkja Orkumál Tengdar fréttir Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir garðyrkjubændur búa við bestu kjör á rafmagni sem í boði eru og búa við mikla niðurgreiðslu frá hinu opinbera. Tryggvi Þór var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu garðyrkjubænda sem hafa kvartað yfir erfiðu rekstarumhverfi. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, mætti í Bítið í gærmorgun þar sem hann sagði garðyrkjubændur ekki ná að anna eftirspurn. Rekstrarkostnaður væri einfaldlega of hár og beina bændur þar sérstaklega sjónum að raforkuverði og flutningskostnaði rafmagns. Íslenskir garðyrkjubændur hafi ekki náð að anna eftirspurn eftir til dæmis gúrkum og tómötum. Mikil niðurgreiðsla Tryggvi Þór ræddi raforkuna og sölu og flutning hennar til garðyrkjubænda í viðtalinu. „Garðyrkjubændur eru að greiða annars vegar fyrir orkuna sem þeir kaupa á frjálsum markaði. Það er samkeppni um orkusölu. Og hins vegar eru þeir að greiða fyrir flutnings- og dreifikostnað þar sem þeir eru. Flutnings- og dreifikostnaður er misdýr í dreifikerfi RARIK eftir því hvort þú ert í dreifbýli eða þéttbýli. Sjá einnig: Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Varðandi garðyrkubændur hins vegar þá hafa stjórnvöld gert það nokkuð lengi að greiða niður langstærstan hluta af flutnings- og dreifikostnaði. Var hann lengi milli 88 og 92 prósent. Það breyttist á árinu 2018, þegar komu fleiri stórir aðilar þar inn og fjármagnið sem var til ráðstöfunar dugði ekki með sama hætti. Þannig að að á árinu 2019 fóru stjórnvöld í það og RARIK kom að því, að fara yfir þetta og breyta. Áður var niðurgreitt á orkuna og aflgjaldið, en nú er niðurgreitt á orkuna, aflgjaldið og fastagjaldið. Og staðan er þá núna sú að með garðyrkubændur að þeir greiða, hvort sem þeir eru í dreifbýli eða þéttbýli, að ríkið greiðir niður 82 prósent af fastagjaldinu, aflgjaldinu og orkugjaldinu í þéttbýli og 86 prósent í dreifbýli.“ Er einhver annar með svona mikinn afslátt? „Nei, nei,“ segir Tryggvi Þór. Hlusta má á viðtalið við Tryggva Þór í heild sinni í spilaranum að neðan.
Byggðamál Garðyrkja Orkumál Tengdar fréttir Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43