Bretar og Bandaríkjamenn saka Rússa um stórfelldar netárásir á Georgíu Eiður Þór Árnason skrifar 20. febrúar 2020 20:00 Höfuðstöðvar GRU í Moskvu. Getty/ZAVRAZHIN Bresk stjórnvöld saka leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) um að hafa staðið að baki stórfelldum netárásum á Georgíu í fyrra. Árásirnar eru sagðar hafa orðið til þess að yfir tvö þúsund vefsíður urðu óaðgengilegar þar í landi. Bandarísk og georgísk stjórnvöld taka undir niðurstöður Breta en rússneska utanríkisráðuneytið neitar ásökununum. Bretar fullyrða að um hafi verið að ræða „tilraun til þess að grafa undan fullveldi Georgíu.“ Breska netöryggisstofnunin (NCSC) sem hefur rannsakað árásina segist geta sagt með „nær fullri vissu“ að leyniþjónusta rússneska hersins hafi staðið að baki umræddum árásum sem hafi meðal annars haft áhrif á vefsvæði georgíska ríkissjónvarpsins og fjölmargar vefsíður á vegum stjórnvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sömuleiðis fordæmt árásirnar: „Bandaríkin kalla eftir því að Rússland stöðvi framferði sitt í Georgíu sem og annars staðar.“ „Umfang þessarar árásar er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ sagði Alan Woodward, netöryggissérfræðingur við Háskólann í Surrey, þegar árásirnar áttu sér stað á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem georgísk yfirvöld saka Rússa um að standa fyrir netárásum þar í landi en það gerðist einnig árið 2008 á meðan átök voru á milli ríkjanna. Rússar þvertóku einnig fyrir þær ásakanir. Bandaríkin Bretland Georgía Rússland Tölvuárásir Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Bresk stjórnvöld saka leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) um að hafa staðið að baki stórfelldum netárásum á Georgíu í fyrra. Árásirnar eru sagðar hafa orðið til þess að yfir tvö þúsund vefsíður urðu óaðgengilegar þar í landi. Bandarísk og georgísk stjórnvöld taka undir niðurstöður Breta en rússneska utanríkisráðuneytið neitar ásökununum. Bretar fullyrða að um hafi verið að ræða „tilraun til þess að grafa undan fullveldi Georgíu.“ Breska netöryggisstofnunin (NCSC) sem hefur rannsakað árásina segist geta sagt með „nær fullri vissu“ að leyniþjónusta rússneska hersins hafi staðið að baki umræddum árásum sem hafi meðal annars haft áhrif á vefsvæði georgíska ríkissjónvarpsins og fjölmargar vefsíður á vegum stjórnvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sömuleiðis fordæmt árásirnar: „Bandaríkin kalla eftir því að Rússland stöðvi framferði sitt í Georgíu sem og annars staðar.“ „Umfang þessarar árásar er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ sagði Alan Woodward, netöryggissérfræðingur við Háskólann í Surrey, þegar árásirnar áttu sér stað á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem georgísk yfirvöld saka Rússa um að standa fyrir netárásum þar í landi en það gerðist einnig árið 2008 á meðan átök voru á milli ríkjanna. Rússar þvertóku einnig fyrir þær ásakanir.
Bandaríkin Bretland Georgía Rússland Tölvuárásir Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira