„Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2020 07:06 Eldurinn kom upp í Vélsmiðjunni Hamar. Önnur fyrirtæki í húsinu sluppu að mestu. Vísir/Jóhann K. Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang auk þess sem slökkviliðsmenn á frívakt voru kallaðir út. Þegar fyrstu bílar mættu á vettvang stóðu eldtungur upp úr þaki hússins. Í iðnaðarhúsinu að Vesturvör 36 eru nokkur fyrirtæki. Meðal annars Sælgætisgerðin Freyja, bátasmiðjan Rafnar og Vélsmiðjan Hamar en hjá því fyrirtæki virðist eldurinn hafa komið upp. Sérsveit ríkislögreglustjóra notaði dróna á vettvangi til þess að sjá hvar hitinn og eldurinn í byggingunni var mestur.Vísir/Jóhann K. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði á vettvangi Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang og tilkynnti öryggisfyrirtæki um að eldur logaði í húsinu. Mikil eldur var í þaki hússins þegar að var komið og komu slökkviliðsmenn í veg fyrir að eldurinn mundi breiðast frekar út. Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra komu einnig á vettvang með dróna og mynduðu bygginguna úr lofti, en með sérstakri hitamyndavél var hægt að sjá hvar hitinn og eldurinn var mestur í byggingunni. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars, ræðir hér við Vernharð Guðnason, deildarstjóra aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi í nótt.Vísir/Jóhann K. Hjarta Vélsmiðjunnar Hamars brennur Vélsmiðjan Hamar, þar sem eldurinn var, hefur verið starfandi frá árslokum 1998. Kári Pálsson, eigandi fyrirtækisins var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. „Hjartað í fyrirtækinu er bara farið,“ sagði Kári og bæti við að strax í nótt hafi hafist vinna við að finna aðra starfstöð á svæðinu. Þar hafi önnur fyrirtæki verið boðin og búin til þess að hjálpa. Vélsmiðjan Hamar er með fimm stafsstöðvar og þjónustuverkstæði á Hafnarfirði, Grundartanga, Akureyri, Eskifirði og í Kópavogi en þar er stærsta starfstöðin. Að sögn Kára starfa þar um 60 manns. Hann sagði að fyrirtækið sé tryggt en mesta mildi væri þó að enginn hefði slasast. Vernharð Guðnason, deildarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Eldveggir í húsinu héldu og komu í veg fyrir frekara tjón Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem stýrði aðgerðum á vettvangi ásamt varðstjórum, segir að eldurinn hafi verið mestur í norðurhluta byggingarinnar. Tekist hafi að verja Sælgætisgerðina Freyja frá eldi og reyk en að reykur hafi borist inn í bátasmiðju Rafnar. Eldveggir hússins hafi haldið. Slökkviliðsmenn rufu gat á þak byggingarinnar til þess að komast að eldinum og á sjötta tímanum hafði allur eldur verið slökktur og vinna hafi verið hafin við að reykræsta bygginguna. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu en fulltrúar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang til rannsóknar. Slökkviliði tókst að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Veitur tóku rafmagn af svæðinu til þess að koma í veg fyrir hættu. Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang auk þess sem slökkviliðsmenn á frívakt voru kallaðir út. Þegar fyrstu bílar mættu á vettvang stóðu eldtungur upp úr þaki hússins. Í iðnaðarhúsinu að Vesturvör 36 eru nokkur fyrirtæki. Meðal annars Sælgætisgerðin Freyja, bátasmiðjan Rafnar og Vélsmiðjan Hamar en hjá því fyrirtæki virðist eldurinn hafa komið upp. Sérsveit ríkislögreglustjóra notaði dróna á vettvangi til þess að sjá hvar hitinn og eldurinn í byggingunni var mestur.Vísir/Jóhann K. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði á vettvangi Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang og tilkynnti öryggisfyrirtæki um að eldur logaði í húsinu. Mikil eldur var í þaki hússins þegar að var komið og komu slökkviliðsmenn í veg fyrir að eldurinn mundi breiðast frekar út. Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra komu einnig á vettvang með dróna og mynduðu bygginguna úr lofti, en með sérstakri hitamyndavél var hægt að sjá hvar hitinn og eldurinn var mestur í byggingunni. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars, ræðir hér við Vernharð Guðnason, deildarstjóra aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi í nótt.Vísir/Jóhann K. Hjarta Vélsmiðjunnar Hamars brennur Vélsmiðjan Hamar, þar sem eldurinn var, hefur verið starfandi frá árslokum 1998. Kári Pálsson, eigandi fyrirtækisins var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. „Hjartað í fyrirtækinu er bara farið,“ sagði Kári og bæti við að strax í nótt hafi hafist vinna við að finna aðra starfstöð á svæðinu. Þar hafi önnur fyrirtæki verið boðin og búin til þess að hjálpa. Vélsmiðjan Hamar er með fimm stafsstöðvar og þjónustuverkstæði á Hafnarfirði, Grundartanga, Akureyri, Eskifirði og í Kópavogi en þar er stærsta starfstöðin. Að sögn Kára starfa þar um 60 manns. Hann sagði að fyrirtækið sé tryggt en mesta mildi væri þó að enginn hefði slasast. Vernharð Guðnason, deildarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Eldveggir í húsinu héldu og komu í veg fyrir frekara tjón Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem stýrði aðgerðum á vettvangi ásamt varðstjórum, segir að eldurinn hafi verið mestur í norðurhluta byggingarinnar. Tekist hafi að verja Sælgætisgerðina Freyja frá eldi og reyk en að reykur hafi borist inn í bátasmiðju Rafnar. Eldveggir hússins hafi haldið. Slökkviliðsmenn rufu gat á þak byggingarinnar til þess að komast að eldinum og á sjötta tímanum hafði allur eldur verið slökktur og vinna hafi verið hafin við að reykræsta bygginguna. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu en fulltrúar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang til rannsóknar. Slökkviliði tókst að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Veitur tóku rafmagn af svæðinu til þess að koma í veg fyrir hættu.
Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37