Frambjóðendur í fjárhagskröggum Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 12:40 Mike Bloomberg, til vinstri, og Bernie Sanders, til hægri, eru þeir einu meðal stóru frambjóðendanna sem virðast eiga nóg í kosningasjóðum sínum. AP/John Locher Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins eiga flestir í töluverðum fjárhagsvandræðum. Joe Biden, Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Elizabeth Warren berjast nú í bökkum við að framboð þeirra fari ekki á hausinn fyrir „ofurþriðjudaginn“ svokallaða þann þriðja mars. Öll hafa þau gefið út neyðarkall eftir framlögum. Tveir frambjóðendur eru þó í mun betri stöðu. Það eru þeir Bernie Sanders og milljarðamæringurinn Mike Bloomberg. Í byrjun febrúar sat Sanders á 17 milljónum dala í kosningasjóðum sínum. Joe Biden átti þá 7,1 milljón, Buttigieg átti 6,6, Klobuchar átti 2,9 og Warren 2,3. Bloomberg, er nokkurs konar svindlkall. Hann er metinn á rúmlega 60 milljarða dala og hefur þegar varið gífurlegum fjármunum í framboð sitt. Á morgun fer fram forval í Nevada og svo í Suður-Karólínu laugardaginn 29. febrúar. Þann þriðja mars verða þó um þriðjungur landsfundarfulltrúa í boði þar sem forvöl fara fram í fjórtán ríkjum. Í kjölfar þess er nánast öruggt að einhverjir frambjóðendur og jafnvel flestir muni hellast úr lestinni og gefast upp. „Við erum að etja kappi við milljarðamæring sem er að henda gífurlegum fjárhæðum í sjónvarpsauglýsingar í stað þess að standa í kosningabaráttu,“ skrifaði Buttigieg í tölvupóst til stuðningsmanna sinna. „Við þurfum að safna töluverðri upphæð, um þrettán milljónum, fyrir ofurþriðjudag til að vera samkeppnishæf.“ Hann safnaði einungis 6,2 milljónum í janúar. Samkvæmt frétt Politico sitja helstu bakhjarlar Demókrataflokksins á sér þessa dagana og fylgjast með Bernie Sanders. Hann virðist sífellt líklegri til að hljóta tilnefningu flokksins en margir innanflokksmenn óttast að Sanders geti ekki sigrað Donald Trump. Því eru þeir ragir við að láta fé af hendi rakna gegn Sanders, hvort sem það yrði í gegnum auglýsingar eða beint til annarra frambjóðanda, og valda þannig deilum meðal kjósenda Demókrataflokksins og draga enn frekar úr sigurlíkum Sanders. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins eiga flestir í töluverðum fjárhagsvandræðum. Joe Biden, Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Elizabeth Warren berjast nú í bökkum við að framboð þeirra fari ekki á hausinn fyrir „ofurþriðjudaginn“ svokallaða þann þriðja mars. Öll hafa þau gefið út neyðarkall eftir framlögum. Tveir frambjóðendur eru þó í mun betri stöðu. Það eru þeir Bernie Sanders og milljarðamæringurinn Mike Bloomberg. Í byrjun febrúar sat Sanders á 17 milljónum dala í kosningasjóðum sínum. Joe Biden átti þá 7,1 milljón, Buttigieg átti 6,6, Klobuchar átti 2,9 og Warren 2,3. Bloomberg, er nokkurs konar svindlkall. Hann er metinn á rúmlega 60 milljarða dala og hefur þegar varið gífurlegum fjármunum í framboð sitt. Á morgun fer fram forval í Nevada og svo í Suður-Karólínu laugardaginn 29. febrúar. Þann þriðja mars verða þó um þriðjungur landsfundarfulltrúa í boði þar sem forvöl fara fram í fjórtán ríkjum. Í kjölfar þess er nánast öruggt að einhverjir frambjóðendur og jafnvel flestir muni hellast úr lestinni og gefast upp. „Við erum að etja kappi við milljarðamæring sem er að henda gífurlegum fjárhæðum í sjónvarpsauglýsingar í stað þess að standa í kosningabaráttu,“ skrifaði Buttigieg í tölvupóst til stuðningsmanna sinna. „Við þurfum að safna töluverðri upphæð, um þrettán milljónum, fyrir ofurþriðjudag til að vera samkeppnishæf.“ Hann safnaði einungis 6,2 milljónum í janúar. Samkvæmt frétt Politico sitja helstu bakhjarlar Demókrataflokksins á sér þessa dagana og fylgjast með Bernie Sanders. Hann virðist sífellt líklegri til að hljóta tilnefningu flokksins en margir innanflokksmenn óttast að Sanders geti ekki sigrað Donald Trump. Því eru þeir ragir við að láta fé af hendi rakna gegn Sanders, hvort sem það yrði í gegnum auglýsingar eða beint til annarra frambjóðanda, og valda þannig deilum meðal kjósenda Demókrataflokksins og draga enn frekar úr sigurlíkum Sanders.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira