Björn Ingi þarf að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 14:57 Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður. Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands.Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is, sem og útgáfurétt Pressunnar. Þá var þess krafist að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., sem tók yfir miðla Pressunnar skömmu áður en félagið fór í gjaldþrot árið 2017, á 80 milljóna skuld Björns Inga við Pressuna yrði rift. Dómurinn féllst einnig á það. Pressan ehf. rak útgáfustarfsemi á áðurnefndum vefsíðum og átti hlut í dagblaðinu DV. Björn Ingi var einn stofnenda Pressunnar ehf. og stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þar til í desember 2017. Greiðslan fyrir Eyjuna farið beint til Pressunnar Lögmenn Pressunnar ehf. lögðu áherslu á að bókhald félagsins bæri þess engin merki að félagið hefði skuldað Birni Inga 80 milljónir króna. Þá beri færslur á bankareikningum félagsins þess heldur ekki merki að Björn Ingi hefði lánað félaginu umrædda fjárhæð. Gögnin styðji því ekki fullyrðingar Björns Inga um að lánið hefði verið veitt. Björn Ingi vísaði m.a. til þess að það hefði blasað við að Pressan ehf. yrði gjaldþrota í byrjun september 2017, yrði ekkert gert. Sjálfur hefði hann í reynd fjármagnað félagið árum saman með lánum og persónulegum ábyrgðum. Hann hefði til að mynda látið mánaðarlega greiðslu fyrir umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, sem nam 1,6 milljónum króna, renna til Pressunnar ehf. sem lán um þriggja ára skeið. Hann hefði svo þann 10. júní 2017 lánað Pressunni ehf. og dótturfélögum 80 milljónir króna. Pressunni ehf. hefði borið að endurgreiða lánið 12 mánuðum síðar. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is.Vísir/Vilhelm Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að reikningsyfirlit styðji ekki að Björn Ingi hafi lánað Pressunni ehf. umrædda upphæð. Gildi þar einu hvort miðað sé við að útgreiðsla lánsins hafi strax farið fram eða hvort um einhvers konar lánalínu hafi verið að ræða, líkt og Björn Ingi byggði á. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. á skuld Pressunnar ehf. við Björn Inga yrði rift og Birni Inga gert að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. umræddar 80 milljónir króna. Dómurinn féllst einnig á kröfu þrotabúsins um að umræddum veðsetningum verði rift. Birni Inga var jafnframt gert að greiða málskostnað að upphæð 1,6 milljónir króna. Dómsmál Fjölmiðlar Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 „Mæli eindregið með því að hætta að drekka, það breytti lífi mínu“ "Nú þegar rétt um fimm mánuðir eru liðnir frá því ég setti tappann í flöskuna, er maður rétt aðeins farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.“ 4. nóvember 2019 15:00 Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands.Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is, sem og útgáfurétt Pressunnar. Þá var þess krafist að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., sem tók yfir miðla Pressunnar skömmu áður en félagið fór í gjaldþrot árið 2017, á 80 milljóna skuld Björns Inga við Pressuna yrði rift. Dómurinn féllst einnig á það. Pressan ehf. rak útgáfustarfsemi á áðurnefndum vefsíðum og átti hlut í dagblaðinu DV. Björn Ingi var einn stofnenda Pressunnar ehf. og stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þar til í desember 2017. Greiðslan fyrir Eyjuna farið beint til Pressunnar Lögmenn Pressunnar ehf. lögðu áherslu á að bókhald félagsins bæri þess engin merki að félagið hefði skuldað Birni Inga 80 milljónir króna. Þá beri færslur á bankareikningum félagsins þess heldur ekki merki að Björn Ingi hefði lánað félaginu umrædda fjárhæð. Gögnin styðji því ekki fullyrðingar Björns Inga um að lánið hefði verið veitt. Björn Ingi vísaði m.a. til þess að það hefði blasað við að Pressan ehf. yrði gjaldþrota í byrjun september 2017, yrði ekkert gert. Sjálfur hefði hann í reynd fjármagnað félagið árum saman með lánum og persónulegum ábyrgðum. Hann hefði til að mynda látið mánaðarlega greiðslu fyrir umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, sem nam 1,6 milljónum króna, renna til Pressunnar ehf. sem lán um þriggja ára skeið. Hann hefði svo þann 10. júní 2017 lánað Pressunni ehf. og dótturfélögum 80 milljónir króna. Pressunni ehf. hefði borið að endurgreiða lánið 12 mánuðum síðar. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is.Vísir/Vilhelm Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að reikningsyfirlit styðji ekki að Björn Ingi hafi lánað Pressunni ehf. umrædda upphæð. Gildi þar einu hvort miðað sé við að útgreiðsla lánsins hafi strax farið fram eða hvort um einhvers konar lánalínu hafi verið að ræða, líkt og Björn Ingi byggði á. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. á skuld Pressunnar ehf. við Björn Inga yrði rift og Birni Inga gert að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. umræddar 80 milljónir króna. Dómurinn féllst einnig á kröfu þrotabúsins um að umræddum veðsetningum verði rift. Birni Inga var jafnframt gert að greiða málskostnað að upphæð 1,6 milljónir króna.
Dómsmál Fjölmiðlar Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 „Mæli eindregið með því að hætta að drekka, það breytti lífi mínu“ "Nú þegar rétt um fimm mánuðir eru liðnir frá því ég setti tappann í flöskuna, er maður rétt aðeins farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.“ 4. nóvember 2019 15:00 Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41
„Mæli eindregið með því að hætta að drekka, það breytti lífi mínu“ "Nú þegar rétt um fimm mánuðir eru liðnir frá því ég setti tappann í flöskuna, er maður rétt aðeins farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.“ 4. nóvember 2019 15:00