Cintamani opnar von bráðar eftir gjaldþrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 17:11 Cintamani hafði nýverið opnað verslun á Laugavegi 20, þar sem Heilsuhúsið var áður til húsa. Vísir/arnar Kauptilboð í Cintamani hefur verið samþykkt og mun rekstur verslana undir merkjum félagsins því hefjast að nýju von bráðar. Cintamani var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar. Mbl greinir frá og hefur eftir Margréti Ásu Eðvarðsdóttur, sem hefur umsjón með sölu Cintamani hjá Íslandsbanka, að kauptilboð hafi verið samþykkt. Ekki er hægt að greina frá því hver kaupandi er en Margrét segir að vonast sé til að kaupin verði frágengin í næstu viku. Greint var frá því í lok janúar síðastliðnum að Cintamani hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og sett í söluferli hjá Íslandsbanka. Á meðal þess sem var auglýst til sölu, og hefur nú verið keypt, er vörulager fyrirtækisins, sem og skráð vörumerki félagsins ásamt léninu www.cintamani.is. Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, sagði í samtali við Vísi daginn sem greint var frá gjaldþrotinu að hún væri vongóð um að verslanir fyrirtækisins opnuðu aftur innan tíðar. Þá kvaðst hún vita til þess að áhugi væri á sölunni og að nokkur tilboð hefðu borist í eignirnar. Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega allt frá árinu 2016. Félagið hefur reglulega verið sett í söluferli síðan þá en tilboðum verið hafnað. Fyrirtækið lokaði nýlega verslun sinni í Bankastræti og þá hafði verið tilkynnt um lokun verslana í Smáralind og á Akureyri. Enn voru Cintamaniverslanir opnar á Laugavegi og í Kringlunni. Gjaldþrot Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn hefur trú á að Cintamani opni aftur Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, segist vongóð um að verslanir fyrirtækisins opni aftur innan tíðar. 29. janúar 2020 16:30 Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Kauptilboð í Cintamani hefur verið samþykkt og mun rekstur verslana undir merkjum félagsins því hefjast að nýju von bráðar. Cintamani var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar. Mbl greinir frá og hefur eftir Margréti Ásu Eðvarðsdóttur, sem hefur umsjón með sölu Cintamani hjá Íslandsbanka, að kauptilboð hafi verið samþykkt. Ekki er hægt að greina frá því hver kaupandi er en Margrét segir að vonast sé til að kaupin verði frágengin í næstu viku. Greint var frá því í lok janúar síðastliðnum að Cintamani hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og sett í söluferli hjá Íslandsbanka. Á meðal þess sem var auglýst til sölu, og hefur nú verið keypt, er vörulager fyrirtækisins, sem og skráð vörumerki félagsins ásamt léninu www.cintamani.is. Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, sagði í samtali við Vísi daginn sem greint var frá gjaldþrotinu að hún væri vongóð um að verslanir fyrirtækisins opnuðu aftur innan tíðar. Þá kvaðst hún vita til þess að áhugi væri á sölunni og að nokkur tilboð hefðu borist í eignirnar. Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega allt frá árinu 2016. Félagið hefur reglulega verið sett í söluferli síðan þá en tilboðum verið hafnað. Fyrirtækið lokaði nýlega verslun sinni í Bankastræti og þá hafði verið tilkynnt um lokun verslana í Smáralind og á Akureyri. Enn voru Cintamaniverslanir opnar á Laugavegi og í Kringlunni.
Gjaldþrot Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn hefur trú á að Cintamani opni aftur Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, segist vongóð um að verslanir fyrirtækisins opni aftur innan tíðar. 29. janúar 2020 16:30 Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Framkvæmdastjórinn hefur trú á að Cintamani opni aftur Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, segist vongóð um að verslanir fyrirtækisins opni aftur innan tíðar. 29. janúar 2020 16:30
Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46