Foreldraráð í Breiðholti óttast langvarandi áhrif verkfalls Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 15:56 Foreldraráð tólf leikskóla í Breiðholti undirrita yfirlýsinguna. Vísir/vilhelm Foreldraráð 12 leikskóla í Breiðholti hvetja samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til að „leita allra leiða svo komast megi að samkomulagi sem endurspeglar mikilvægi þeirra starfa er um ræðir,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu þeirra. Foreldraráðin óttast að vinnustöðvun Eflingar geti haft langvarandi áhrif á fjölskyldur „sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu.“ Verkfall sé ekki viðunandi ástand til lengdar. Yfirlýsing foreldraráðanna tónar við ummæli sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag hafa mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti því þar starfar hærra hlutfall Eflingarfólks á leikskólum en í mörgum öðrum hverfum borgarinnar. Foreldráð leikskólanna tólf segja yfirstandandi verkfall hafa haft „gríðarleg áhrif á börn og foreldra sem nýta þjónustu leikskóla.“ Það sé óviðunandi, enda leiksskólastigið mikilvægur grunnur að allri skólagöngu barnanna. „Í því samhengi er mikilvægt að nefna að börn ættu aldrei að líða fyrir deilur á atvinnumarkaðinum og því verður það ekki ítrekað nægilega mikið hve mikilvægt það er að samningaaðilar nái sáttum sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu foreldraráðanna. Sjá einnig: Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Nú er vika liðin af ótímabundnum aðgerðum Eflingar og hafa þær þegar haft „umtalsverð áhrif á fjölskyldur borgarinnar,“ að sögn foreldraráðanna. „Líklega er tímaspursmál hvenær það mun hafa varanleg áhrif á afkomu fjölskyldna sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu. Afleiðingar verkfallsins geta því haft veruleg langtímaáhrif á þennan hóp,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni áður en samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar eru hvattar til að finna lausn á verkfallinu sem fyrst.Sú fyrrnefnda sagðist í dag reiðubúin til viðræðna á ný, en samninganefndirnar hafa ekki átt í formlegum samskiptum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Formaður samninganefndar Reykjavíkur fagnaði áhuga Eflingar á frekari viðræðum og sagðist í samtali við fréttastofu búast við að ríkissáttasemjari muni boða til fundar á allra næstunni. Foreldraráðin tólf eru eftirfarandi:Foreldraráð Aspar, Foreldraráð Arnarborgar, Foreldraráð Bakkaborgar, Foreldraráð Fálkaborgar, Foreldraráð Hálsaskógar, Foreldraráð Hólaborgar, Foreldraráð Holts, Foreldraráð Hraunborgar, Foreldraráð Jöklaborgar, Foreldraráð Seljaborgar, Foreldraráð Seljakots og Foreldraráð Suðurborgar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Foreldraráð 12 leikskóla í Breiðholti hvetja samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til að „leita allra leiða svo komast megi að samkomulagi sem endurspeglar mikilvægi þeirra starfa er um ræðir,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu þeirra. Foreldraráðin óttast að vinnustöðvun Eflingar geti haft langvarandi áhrif á fjölskyldur „sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu.“ Verkfall sé ekki viðunandi ástand til lengdar. Yfirlýsing foreldraráðanna tónar við ummæli sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag hafa mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti því þar starfar hærra hlutfall Eflingarfólks á leikskólum en í mörgum öðrum hverfum borgarinnar. Foreldráð leikskólanna tólf segja yfirstandandi verkfall hafa haft „gríðarleg áhrif á börn og foreldra sem nýta þjónustu leikskóla.“ Það sé óviðunandi, enda leiksskólastigið mikilvægur grunnur að allri skólagöngu barnanna. „Í því samhengi er mikilvægt að nefna að börn ættu aldrei að líða fyrir deilur á atvinnumarkaðinum og því verður það ekki ítrekað nægilega mikið hve mikilvægt það er að samningaaðilar nái sáttum sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu foreldraráðanna. Sjá einnig: Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Nú er vika liðin af ótímabundnum aðgerðum Eflingar og hafa þær þegar haft „umtalsverð áhrif á fjölskyldur borgarinnar,“ að sögn foreldraráðanna. „Líklega er tímaspursmál hvenær það mun hafa varanleg áhrif á afkomu fjölskyldna sem skortir stuðningsnet til að gæta barnanna og starfa þar sem ómögulegt er að hafa börnin með til vinnu. Afleiðingar verkfallsins geta því haft veruleg langtímaáhrif á þennan hóp,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni áður en samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar eru hvattar til að finna lausn á verkfallinu sem fyrst.Sú fyrrnefnda sagðist í dag reiðubúin til viðræðna á ný, en samninganefndirnar hafa ekki átt í formlegum samskiptum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Formaður samninganefndar Reykjavíkur fagnaði áhuga Eflingar á frekari viðræðum og sagðist í samtali við fréttastofu búast við að ríkissáttasemjari muni boða til fundar á allra næstunni. Foreldraráðin tólf eru eftirfarandi:Foreldraráð Aspar, Foreldraráð Arnarborgar, Foreldraráð Bakkaborgar, Foreldraráð Fálkaborgar, Foreldraráð Hálsaskógar, Foreldraráð Hólaborgar, Foreldraráð Holts, Foreldraráð Hraunborgar, Foreldraráð Jöklaborgar, Foreldraráð Seljaborgar, Foreldraráð Seljakots og Foreldraráð Suðurborgar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52
Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45
Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30