Garðabær gegn sóun Guðfinnur Sigurvinsson og Jóna Sæmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 08:00 Ný stefna okkar í umhverfismálum „Garðabær gegn sóun” er nú í innleiðingu hjá forstöðumönnum en stefnan tekur til innkaupa og úrgangsmála og nær til alls reksturs á vegum bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ setti þetta sem eitt helsta stefnumál sitt í umhverfismálum í síðustu sveitarstjórnarkosningum og við hófum undirbúning strax á nýju kjörtímabili. Við ræddum fyrst við fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn og fengum þau í samstarf en allir flokkar í bæjarstjórn Garðabæjar standa að málinu. Það er okkar trú að þverpólitísk samstarf um grænu málin sé lykillinn að góðum árangri og ekki spillir fyrir að nýja stefnan rímar vel við markmið umhverfisstefnu Garðabæjar. Það var ekki auðhlaupaverk fyrir sveitarfélag að móta nýja stefnu í umhverfismálum sem byggist á sérþekkingu því sem dæmi ná Grænu skrefin, hvatakerfi í grænum rekstri á vegum Umhverfisstofnunar, eingöngu til ríkisreksturs. Okkar leið var að semja við umhverfisráðgjöf ReSource International ehf. um að taka út allan rekstur Garðabæjar m.t.t. umhverfismála og byggja stefnuna á þeirri úttekt. Ánægjulegt var að sjá í úttektinni hversu margar stofnanir í Garðabæ standa sig vel nú þegar í umhverfismálunum en um leið sjáum við að svigrúmið til að gera enn betur er til staðar. Forstöðumenn stofnana á vegum Garðabæjar skipa á næstu vikum græn teymi í hverri stofnun sem hafa það hlutverk að fylgja eftir stefnu þessari. Tveir skulu að lágmarki skipa hvert grænt teymi og vinna í samráði við yfirmenn og aðra sem málið varðar innan stofnunarinnar. Þátttöku er krafist af öllum stofnunum Garðabæjar við innleiðingu þessarar stefnu en þær stofnanir sem þegar fylgja umhverfisstefnu, til dæmis grænfánastefnunni, geta haldið áfram að fylgja þeirri stefnu, ef hún uppfyllir að lágmarki markmiðin sem „Garðabær gegn sóun” setur fram. Græn teymi hverrar stofnunar eru hvött til samráðs sín á milli og skiptast á upplýsingum um það sem vel hefur til tekist, svo sem greina frá skapandi lausnum og ræða það sem betur mætti fara. Meginmarkmið stefnunnar „Garðabær gegn sóun” eru að auka flokkun sorps, samræma hana og draga úr sorpmagni. Miklu skiptir að draga úr plastmengun í rekstri sveitarfélagsins og stofnana á vegum þess. Innleiða græna innkaupastefnu, fræða og virkja starfsfólk. Þetta verður m.a. gert með því að innleiða umhverfisskilmála í samningum við birgja og verktaka, kaupa vörur frá staðbundinni framleiðslu, kaupa umhverfisvottaðar vörur, kaupa vörur unnar úr endurunnum efnum og í litlum umbúðum. Kaupa annað en einnota plast, ef hægt er (t.d. pappaglös í stað plastglasa) og vörur sem eru ekki í plastumbúðum. Kaupa vörur sem auðvelt er að endurnota eða endurnýta og auka bæði endurnotkun og umhverfisfræðslu. Við þökkum starfsfólki Garðabæjar fyrir frábæra vinnu við verkefnið og verðum vör við aukinn áhuga bæjarbúa eftir að stefnan var kynnt með auglýsingu. Við sjáum strax að grænn rekstur er betri rekstur. Góð nýting aðfanga og skynsamleg innkaup munu til skemmri og lengri tíma hafa jákvæð áhrif á bæði umhverfið og bæjarsjóð. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Guðfinnur Sigurvinsson Jóna Sæmundsdóttir Umhverfismál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ný stefna okkar í umhverfismálum „Garðabær gegn sóun” er nú í innleiðingu hjá forstöðumönnum en stefnan tekur til innkaupa og úrgangsmála og nær til alls reksturs á vegum bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ setti þetta sem eitt helsta stefnumál sitt í umhverfismálum í síðustu sveitarstjórnarkosningum og við hófum undirbúning strax á nýju kjörtímabili. Við ræddum fyrst við fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn og fengum þau í samstarf en allir flokkar í bæjarstjórn Garðabæjar standa að málinu. Það er okkar trú að þverpólitísk samstarf um grænu málin sé lykillinn að góðum árangri og ekki spillir fyrir að nýja stefnan rímar vel við markmið umhverfisstefnu Garðabæjar. Það var ekki auðhlaupaverk fyrir sveitarfélag að móta nýja stefnu í umhverfismálum sem byggist á sérþekkingu því sem dæmi ná Grænu skrefin, hvatakerfi í grænum rekstri á vegum Umhverfisstofnunar, eingöngu til ríkisreksturs. Okkar leið var að semja við umhverfisráðgjöf ReSource International ehf. um að taka út allan rekstur Garðabæjar m.t.t. umhverfismála og byggja stefnuna á þeirri úttekt. Ánægjulegt var að sjá í úttektinni hversu margar stofnanir í Garðabæ standa sig vel nú þegar í umhverfismálunum en um leið sjáum við að svigrúmið til að gera enn betur er til staðar. Forstöðumenn stofnana á vegum Garðabæjar skipa á næstu vikum græn teymi í hverri stofnun sem hafa það hlutverk að fylgja eftir stefnu þessari. Tveir skulu að lágmarki skipa hvert grænt teymi og vinna í samráði við yfirmenn og aðra sem málið varðar innan stofnunarinnar. Þátttöku er krafist af öllum stofnunum Garðabæjar við innleiðingu þessarar stefnu en þær stofnanir sem þegar fylgja umhverfisstefnu, til dæmis grænfánastefnunni, geta haldið áfram að fylgja þeirri stefnu, ef hún uppfyllir að lágmarki markmiðin sem „Garðabær gegn sóun” setur fram. Græn teymi hverrar stofnunar eru hvött til samráðs sín á milli og skiptast á upplýsingum um það sem vel hefur til tekist, svo sem greina frá skapandi lausnum og ræða það sem betur mætti fara. Meginmarkmið stefnunnar „Garðabær gegn sóun” eru að auka flokkun sorps, samræma hana og draga úr sorpmagni. Miklu skiptir að draga úr plastmengun í rekstri sveitarfélagsins og stofnana á vegum þess. Innleiða græna innkaupastefnu, fræða og virkja starfsfólk. Þetta verður m.a. gert með því að innleiða umhverfisskilmála í samningum við birgja og verktaka, kaupa vörur frá staðbundinni framleiðslu, kaupa umhverfisvottaðar vörur, kaupa vörur unnar úr endurunnum efnum og í litlum umbúðum. Kaupa annað en einnota plast, ef hægt er (t.d. pappaglös í stað plastglasa) og vörur sem eru ekki í plastumbúðum. Kaupa vörur sem auðvelt er að endurnota eða endurnýta og auka bæði endurnotkun og umhverfisfræðslu. Við þökkum starfsfólki Garðabæjar fyrir frábæra vinnu við verkefnið og verðum vör við aukinn áhuga bæjarbúa eftir að stefnan var kynnt með auglýsingu. Við sjáum strax að grænn rekstur er betri rekstur. Góð nýting aðfanga og skynsamleg innkaup munu til skemmri og lengri tíma hafa jákvæð áhrif á bæði umhverfið og bæjarsjóð. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd Garðabæjar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar