Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 10:23 Frá H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife í morgun. Vísir/Lóa Pind Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um sérstakar ráðstafanir en landlæknir hvetur Íslendinga á Tenerife til að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife vegna kórónuveirusmits sem greindist þar í gær. Ítalskur læknir sem greindist með veiruna hafði dvalið á hótelinu í um viku, samkvæmt fréttum spænskra fjölmiðla. Fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst á Ítalíu síðustu daga. Mælst er til þess að íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt fjögur héruð á Norður-Ítalíu viðhafi sóttkví í tvær vikur, samkvæmt tilmælum frá sóttvarnalækni. Enginn faraldur geisar á Tenerife Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í samtali við Vísi að ekkert hafi verið ákveðið varðandi ráðstafanir hér á Íslandi vegna sóttkvíarinnar á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. Embættið reyni nú að fá skýrari mynd af stöðunni og þá sé lítið vitað um tilfellið sem greindist á Tenerife. Engin ástæða sé til að ætla að veiran sé í mikilli útbreiðslu þar. Hlutirnir geti þó breyst mjög hratt, líkt og komið hafi í ljós undanfarna daga. Kjartan Hreinn segir að skilaboð embættisins til Íslendinga á Tenerife séu fyrst og fremst að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda á staðnum. Þá sé það skynsamlegt fyrir þetta fólk að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Borgaraþjónustan hafði ekki fengið neinar slíkar tilkynningar þegar Vísir hafði samband við hana nú í morgun. Frá hótelinu í morgun.Vísir/lóa pind Gefin verður út tilkynning frá landlæknisembættinu síðar í dag með leiðbeiningum fyrir farþega sem ferðast hafa til og frá Tenerife. Þá mun embættið setja sig í samband við ferðaskrifstofur sem hafa verið að ferja fólk til Tenerife til að fá upplýsingar um þá sem þar dvelja. „En eins og staðan er núna þá geisar ekki faraldur Covid19 á Tenerife, alls ekki. En þessi sviðsmynd sem blasir við er að breytast mjög hratt,“ segir Kjartan Hreinn. Fylgjast vel með framvindunni Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA, segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið í samskiptum við farþegana sem dvelja á hótelinu á Costa Adeje. Hann segir að framhaldið sé í höndum spænskra heilbrigðisyfirvalda. „Við tökum ekki fyrir hendurnar á þeim og fylgjumst vel með framvindunni þar ytra.“ Þráinn kveðst ekki vita hvort að fleiri Íslendingar en þessir sjö dvelji á hótelinu sem um ræðir. Hann segir Vita vera með vél áætlaða til og frá Tenerife á morgun. „Það eru öll flug á áætlun. Það eru náttúrulega hundruð véla sem fljúga til og frá vellinum þarna úti.“ Tvær flugvélar frá Tenerife, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld, eru á áætlun til Keflavíkur í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um sérstakar ráðstafanir en landlæknir hvetur Íslendinga á Tenerife til að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife vegna kórónuveirusmits sem greindist þar í gær. Ítalskur læknir sem greindist með veiruna hafði dvalið á hótelinu í um viku, samkvæmt fréttum spænskra fjölmiðla. Fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst á Ítalíu síðustu daga. Mælst er til þess að íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt fjögur héruð á Norður-Ítalíu viðhafi sóttkví í tvær vikur, samkvæmt tilmælum frá sóttvarnalækni. Enginn faraldur geisar á Tenerife Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í samtali við Vísi að ekkert hafi verið ákveðið varðandi ráðstafanir hér á Íslandi vegna sóttkvíarinnar á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. Embættið reyni nú að fá skýrari mynd af stöðunni og þá sé lítið vitað um tilfellið sem greindist á Tenerife. Engin ástæða sé til að ætla að veiran sé í mikilli útbreiðslu þar. Hlutirnir geti þó breyst mjög hratt, líkt og komið hafi í ljós undanfarna daga. Kjartan Hreinn segir að skilaboð embættisins til Íslendinga á Tenerife séu fyrst og fremst að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda á staðnum. Þá sé það skynsamlegt fyrir þetta fólk að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Borgaraþjónustan hafði ekki fengið neinar slíkar tilkynningar þegar Vísir hafði samband við hana nú í morgun. Frá hótelinu í morgun.Vísir/lóa pind Gefin verður út tilkynning frá landlæknisembættinu síðar í dag með leiðbeiningum fyrir farþega sem ferðast hafa til og frá Tenerife. Þá mun embættið setja sig í samband við ferðaskrifstofur sem hafa verið að ferja fólk til Tenerife til að fá upplýsingar um þá sem þar dvelja. „En eins og staðan er núna þá geisar ekki faraldur Covid19 á Tenerife, alls ekki. En þessi sviðsmynd sem blasir við er að breytast mjög hratt,“ segir Kjartan Hreinn. Fylgjast vel með framvindunni Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA, segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið í samskiptum við farþegana sem dvelja á hótelinu á Costa Adeje. Hann segir að framhaldið sé í höndum spænskra heilbrigðisyfirvalda. „Við tökum ekki fyrir hendurnar á þeim og fylgjumst vel með framvindunni þar ytra.“ Þráinn kveðst ekki vita hvort að fleiri Íslendingar en þessir sjö dvelji á hótelinu sem um ræðir. Hann segir Vita vera með vél áætlaða til og frá Tenerife á morgun. „Það eru öll flug á áætlun. Það eru náttúrulega hundruð véla sem fljúga til og frá vellinum þarna úti.“ Tvær flugvélar frá Tenerife, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld, eru á áætlun til Keflavíkur í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14