Gengu í það heilaga á Bókasafni Kópavogs: „Okkur líður vel í kringum bækur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2020 11:30 Einstök athöfn í Kópavoginum. „Við trúum augljóslega ekki á guð en okkur langaði að gifta okkur á stað sem er skemmtilegur,“ segir Ragnheiður Ásta Karlsdóttir sem gekk að eiga Viktor Alex Brynjarsson á Bókasafni Kópavogs á laugardaginn. Helga Einarsdóttir athafnastjóri hjá Siðmennt gaf brúðhjónin saman en hún er einnig starfsmaður bókasafnsins. „Okkur datt þessi staðsetning í hug og með tímanum urðum við alltaf meira og meira skotin í þessari hugmynd. Við prófuðum að senda þeim tölvupóst og þeim leist rosalega vel á þetta. Af öllum stöðunum sem okkar datt í hug var þetta svona besta hugmyndin. Okkur líður vel í kringum bækur, erum bæði úr Kópavoginum og ég var rosalega mikið á bókasafninu þegar ég var lítil. Þetta var líka bara aðeins öðruvísi.“ Ragnheiður er heldur betur sátt við þessa ákvörðun þeirra hjóna. „Þetta var betra en við gátum ímyndað okkur og var bara allt sem við vildum og meira. Við sjáum ekki eftir þessari ákvörðun í eitt augnablik og þetta var það besta sem við gátum gert.“ Óboðinn gestur grét Hjónin létu pússa sig saman á 1. hæð bókasafnsins og voru 130 gestir mættir í athöfnina. „Það voru svona 110 á okkar vegum og síðan voru þarna bara venjulegir gestir bókasafnsins. Þegar við gengum út eftir athöfnina kom strax til okkar fólk og var að segja að þetta hefði verið svo fallegt og flott athöfn. Ein stelpa sagðist hafa verið upp á svölum að hlusta og hafi farið að gráta. Hún sagði að þetta hafi verið fyrsta brúðkaupið sem hún hafi verið viðstödd í og henni hafi ekki einu sinni verið boðið.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem óskað hefur verið eftir því að fá að gifta sig á bókasafninu en brúðhjónin eru bæði tölvunarfræðingar og voru mikið á safninu þegar þau voru yngri. Kópavogur Tímamót Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
„Við trúum augljóslega ekki á guð en okkur langaði að gifta okkur á stað sem er skemmtilegur,“ segir Ragnheiður Ásta Karlsdóttir sem gekk að eiga Viktor Alex Brynjarsson á Bókasafni Kópavogs á laugardaginn. Helga Einarsdóttir athafnastjóri hjá Siðmennt gaf brúðhjónin saman en hún er einnig starfsmaður bókasafnsins. „Okkur datt þessi staðsetning í hug og með tímanum urðum við alltaf meira og meira skotin í þessari hugmynd. Við prófuðum að senda þeim tölvupóst og þeim leist rosalega vel á þetta. Af öllum stöðunum sem okkar datt í hug var þetta svona besta hugmyndin. Okkur líður vel í kringum bækur, erum bæði úr Kópavoginum og ég var rosalega mikið á bókasafninu þegar ég var lítil. Þetta var líka bara aðeins öðruvísi.“ Ragnheiður er heldur betur sátt við þessa ákvörðun þeirra hjóna. „Þetta var betra en við gátum ímyndað okkur og var bara allt sem við vildum og meira. Við sjáum ekki eftir þessari ákvörðun í eitt augnablik og þetta var það besta sem við gátum gert.“ Óboðinn gestur grét Hjónin létu pússa sig saman á 1. hæð bókasafnsins og voru 130 gestir mættir í athöfnina. „Það voru svona 110 á okkar vegum og síðan voru þarna bara venjulegir gestir bókasafnsins. Þegar við gengum út eftir athöfnina kom strax til okkar fólk og var að segja að þetta hefði verið svo fallegt og flott athöfn. Ein stelpa sagðist hafa verið upp á svölum að hlusta og hafi farið að gráta. Hún sagði að þetta hafi verið fyrsta brúðkaupið sem hún hafi verið viðstödd í og henni hafi ekki einu sinni verið boðið.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem óskað hefur verið eftir því að fá að gifta sig á bókasafninu en brúðhjónin eru bæði tölvunarfræðingar og voru mikið á safninu þegar þau voru yngri.
Kópavogur Tímamót Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira