Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2020 11:45 Anna Sigrún Baldursdóttir fyrir utan hótelið umrædda. Anna Sigrún/Lóa Pind Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir traustvekjandi að fylgjast með aðgerðum heilbrigðisyfirvalda á Tenerife vegna gruns um kórónaveiru-smit á eyjunni. Greint hefur verið frá því að ítalskur læknir sem var á Tenerife sé smitaður af Covid-19 sjúkdómnum og hafi verið á hóteli á Tenerife sem Íslendingar eru fastagestir á. Um er að ræða hótelið H10 Costa Adeje Palace-hótelið en þar eru sjö Íslendingar sagðir í sóttkví. Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, er stödd á Tenerife ásamt maka sínum. Í morgun fór hún út að hlaupa og villtist af leið. Hún endaði hjá hótelinu umrædda sem er í sóttkví og tók þar nokkrar myndir. Þar mátti sjá lögreglubíla og rútur sem höfðu umkringt hótelinnganginn. Fjölmiðlar eru áberandi á svæðinu. Greinilegt sé að viðbúnaður er mikill vegna smitsins. Frá aðgerðum lögreglu við hótelið.Vísir/Lóa Pind „Ég sá þarna fólk í hótelgarðinum sem reyndi að fara úr honum,“ segir Anna en gestirnir komust hvergi vegna lögreglumanna. „Þetta er eins og að horfa upp á hernaðarviðbragð að fylgjast með þessu,“ segir Anna. Hún bar þessi viðbrögð undir yfirmann smitvarna á Landspítalanum sem tjáði henni að viðbrögð yfirvalda á Tenerife væru mjög afgerandi og kórrétt. Anna segist í kjölfarið hafa farið út í búð og keypt handspritt og aðrar vörur til að forðast líkur á smiti. Á viku eftir á Tene Hún á viku eftir af dvöl sinni á Tenerife en segist ekki hafa hugað alvarlega að snemmbúinni heimför, þó það hafi flogið í gegnum huga hennar í morgun. „Við sjáum hvernig málin þróast,“ segir Anna í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta vera traustvekjandi aðgerðir. Ég myndi auðvitað ekki vilja vera í hópi þeirra sem eru í sóttkví á hótelinu. En viðbrögðin eru mjög afgerandi. Það er eina leiðin til að hemja þetta,“ segir Anna. Hún tekur fram að mikill sandstormur hafi verið á sunnudag og því fólk meira á ferðinni í gær en vanalega. „Það er kannski aðeins áhyggjuefni,“ segir Anna. Grunur um smitið kom upp seint í gærkvöldi en Anna segir að brugðist hafi verið við fljótt og örugglega. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir traustvekjandi að fylgjast með aðgerðum heilbrigðisyfirvalda á Tenerife vegna gruns um kórónaveiru-smit á eyjunni. Greint hefur verið frá því að ítalskur læknir sem var á Tenerife sé smitaður af Covid-19 sjúkdómnum og hafi verið á hóteli á Tenerife sem Íslendingar eru fastagestir á. Um er að ræða hótelið H10 Costa Adeje Palace-hótelið en þar eru sjö Íslendingar sagðir í sóttkví. Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, er stödd á Tenerife ásamt maka sínum. Í morgun fór hún út að hlaupa og villtist af leið. Hún endaði hjá hótelinu umrædda sem er í sóttkví og tók þar nokkrar myndir. Þar mátti sjá lögreglubíla og rútur sem höfðu umkringt hótelinnganginn. Fjölmiðlar eru áberandi á svæðinu. Greinilegt sé að viðbúnaður er mikill vegna smitsins. Frá aðgerðum lögreglu við hótelið.Vísir/Lóa Pind „Ég sá þarna fólk í hótelgarðinum sem reyndi að fara úr honum,“ segir Anna en gestirnir komust hvergi vegna lögreglumanna. „Þetta er eins og að horfa upp á hernaðarviðbragð að fylgjast með þessu,“ segir Anna. Hún bar þessi viðbrögð undir yfirmann smitvarna á Landspítalanum sem tjáði henni að viðbrögð yfirvalda á Tenerife væru mjög afgerandi og kórrétt. Anna segist í kjölfarið hafa farið út í búð og keypt handspritt og aðrar vörur til að forðast líkur á smiti. Á viku eftir á Tene Hún á viku eftir af dvöl sinni á Tenerife en segist ekki hafa hugað alvarlega að snemmbúinni heimför, þó það hafi flogið í gegnum huga hennar í morgun. „Við sjáum hvernig málin þróast,“ segir Anna í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta vera traustvekjandi aðgerðir. Ég myndi auðvitað ekki vilja vera í hópi þeirra sem eru í sóttkví á hótelinu. En viðbrögðin eru mjög afgerandi. Það er eina leiðin til að hemja þetta,“ segir Anna. Hún tekur fram að mikill sandstormur hafi verið á sunnudag og því fólk meira á ferðinni í gær en vanalega. „Það er kannski aðeins áhyggjuefni,“ segir Anna. Grunur um smitið kom upp seint í gærkvöldi en Anna segir að brugðist hafi verið við fljótt og örugglega.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira