Henry Birgir Gunnarsson og félagar í Seinni bylgjunni fóru yfir skondin atvik í 19. umferð Olís deildar karla og kvenna. Þar ber helst að nefna mjög skondin víti og þá fóru stuðningsmenn ÍBV einfaldlega á kostum, þó svo að ÍBV hafi ekki verið að spila.
Þá gleymdu Haukar hvernig á að taka miðju og ÍR ákvað að gefa Val mark á silfurfati.
Allt þetta og meira til má sjá í spilaranum hér að neðan.