Innlent

Kennari á Egilsstöðum í sóttkví

Samúel Karl Ólason skrifar
Heilsugæslustöðin á Egilsstöðum.
Heilsugæslustöðin á Egilsstöðum. Vísir/Vilhelm

Búið er að skipa kennara í Egilsstaðaskóla í heimasóttkví eftir að hann kom til landsins úr skíðaferð á Ítalíu. Var það gert í varúðarskyni og í takt við ráðleggingar Landlæknis sem gefnar voru út í dag vegna Covid-19 sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Í ráðleggingum landlæknis vegna ferðalaga til Norður-Ítalíu og Tenerife er fólki ráðlagt að halda sig heima í 14 daga þegar þau koma aftur til landsins, hafi það dvalið í Lombardíu, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte. Þá er einstaklingum sem dvalið hafa á Costa Adeje Palace hótelinu á Tenerife undanfarnar tvær vikur, þar sem kórónuveiran hefur greinst, einnig ráðlagt að vera í sóttkví í 14 daga við heimkomu.

Skólastjóri skólans sendi bréf á foreldra barna sem sækja skólann og sagði kennarann vera frískan og að Covid-19 hefði ekki greinst á skíðasvæðinu sem hann dvaldi á.

Minnst tvær fjölskyldur hafa áður verið settar í sóttkví hér á landi. Enginn hefur þó reynst smitaður af veirunni. Þá eru sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×