Tenerife ekkert öðruvísi en aðrir staðir þar sem einstaka smit hafa greinst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 12:15 Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Ekki þykir ástæða til þess að uppfæra viðbragð vegna kórónuveirunnar hér á landi eða auka við ferðaviðvaranir enn sem komið er. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari ráðstafana þótt kórónuveiran hafi greinst á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife þar sem sjö Íslendingar eru nú í sóttkví. Alls hafa fjórir greinst með veiruna á hótelinu, ítalskur læknir og kona hans auk tveggja annarra Ítala sem voru á ferðalagi með hjónunum. „Þetta er enn þá einangrað við Ítala sem voru að koma frá Ítalíu og þetta er ekkert farið að dreifast, virðist vera allavega enn sem komið er á Tenerife. Þetta er svo sem búið að vera að poppa upp í öðrum löndum líka og við höfum ekki breytt neinu út af því og Tenerife er ekkert öðruvísi heldur en hin 30 löndin þar sem hafa komið upp einstaka tilfelli,“ segir Rögnvaldur en bætir við að skiljanlega sé áhuginn meiri hér heima vegna þess hversu mikið Íslendingar ferðast til Tenerife. „En gagnvart öllu þá miðast okkar viðbrögð við það sem staðreyndirnar bjóða upp á hverju sinni og þetta er staðan,“ segir Rögnvaldur. Íslendingarnir sem eru í sóttkví á Costa Adeje Palace-hótelinu eru þar í fríi á vegum ferðaskrifstofunnar Vida. Um 800 gestir og 200 starfsmenn hótelsins eru nú í a.m.k. tveggja vikna sóttkví á hótelinu. Íslendingar á Tenerife hafa lýst miklum viðbúnaði við hótelið en lögregla hefur staðið vörð um það og meinað öllum inn- og útgöngu. Alls hafa níu tilfelli kórónuveiru greinst á Spáni. Seint í gærkvöldi greindist fyrsta tilfelli veirunnar í höfuðborginni Madríd. Öll ný smit kórónuveirunnar í Evrópu undanfarna daga er hægt að rekja til Ítalíu. Í gær var greint frá því að kórónuveiran væri komin til Austurríkis, Króatíu og Sviss. Sóttvarnalæknir varar við ástæðulausum ferðalögum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu vegna kórónuveirunnar en engar ferðaviðvaranir eru í gildi á Tenerife. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ekki þykir ástæða til þess að uppfæra viðbragð vegna kórónuveirunnar hér á landi eða auka við ferðaviðvaranir enn sem komið er. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari ráðstafana þótt kórónuveiran hafi greinst á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife þar sem sjö Íslendingar eru nú í sóttkví. Alls hafa fjórir greinst með veiruna á hótelinu, ítalskur læknir og kona hans auk tveggja annarra Ítala sem voru á ferðalagi með hjónunum. „Þetta er enn þá einangrað við Ítala sem voru að koma frá Ítalíu og þetta er ekkert farið að dreifast, virðist vera allavega enn sem komið er á Tenerife. Þetta er svo sem búið að vera að poppa upp í öðrum löndum líka og við höfum ekki breytt neinu út af því og Tenerife er ekkert öðruvísi heldur en hin 30 löndin þar sem hafa komið upp einstaka tilfelli,“ segir Rögnvaldur en bætir við að skiljanlega sé áhuginn meiri hér heima vegna þess hversu mikið Íslendingar ferðast til Tenerife. „En gagnvart öllu þá miðast okkar viðbrögð við það sem staðreyndirnar bjóða upp á hverju sinni og þetta er staðan,“ segir Rögnvaldur. Íslendingarnir sem eru í sóttkví á Costa Adeje Palace-hótelinu eru þar í fríi á vegum ferðaskrifstofunnar Vida. Um 800 gestir og 200 starfsmenn hótelsins eru nú í a.m.k. tveggja vikna sóttkví á hótelinu. Íslendingar á Tenerife hafa lýst miklum viðbúnaði við hótelið en lögregla hefur staðið vörð um það og meinað öllum inn- og útgöngu. Alls hafa níu tilfelli kórónuveiru greinst á Spáni. Seint í gærkvöldi greindist fyrsta tilfelli veirunnar í höfuðborginni Madríd. Öll ný smit kórónuveirunnar í Evrópu undanfarna daga er hægt að rekja til Ítalíu. Í gær var greint frá því að kórónuveiran væri komin til Austurríkis, Króatíu og Sviss. Sóttvarnalæknir varar við ástæðulausum ferðalögum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu vegna kórónuveirunnar en engar ferðaviðvaranir eru í gildi á Tenerife.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30