Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 13:18 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. Vísir/Sigurjón Sáttasemjari hefur boðað samninganefndir borgarinnar og Eflingar á fund klukkan hálf þrjú í dag. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að markmið fundarins sé að fá úr því skorið hvort borginni sé alvara með það sem hann kallar „kastljóstilboð borgarstjóra.“ Síðast var fundað í deilunni fyrir viku en sá fundur reyndist árangurslaus. Í upphafi vikunnar sendi Efling frá sér yfirlýsingu um að orðræða borgarstjóra í Kastljósviðtali eftir samningafundinn gæfi til kynna að borgin væri tilbúin að koma betur til móts við kröfur Eflingar. Það væri á þeim forsendum sem Efling væri til í að setjast að samningaborðinu. Viðar var spurður hvaða væntingar hann hefði til fundarins. „Við förum inn á þennan fund með mjög skýrt markmið og það er að fá úr því skorið hvort það sé að marka opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi þar sem því var gefið undir fótinn og hreinlega fullyrt að verið væri að gera í raun og veru ágætis tilboð til okkar félagsmanna og til reyndar þá mun stærri hóps en okkur var kynnt á síðasta samningafundi. Þetta er aðalmarkmið fundarins að fá úr því skorið hvort alvara sé og meining sé á bakvið þetta sem við köllum nú hér „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“. Það er að segja að þetta tilboð ætti að ná til svo að segja alls þess hóps sem er undir í viðræðunum eða hvort það eigi bara að vera til örfárra handvalinna starfsheita eins og var kynnt fyrir okkur á samningafundinum. Ég tel að trúverðugleiki Reykjavíkurborgar í þessum samningaviðræðum hreinlega geti staðið og fallið með því hvernig hún mun svara okkur á þessum samningafundi í dag. Aðspurður hvort borgin hefði tekið starfsfólk á leikskólum út fyrir sviga segir Viðar. „Tilboðið sem okkur var kynnt í herberginu tók til tveggja starfsheita á leikskólum og tveggja starfsheita á öðrum sviðum, samanlagt einungis brot af þeim hópi sem við erum hér að semja fyrir. Yfirlýsingar borgarstjóra og yfirlýsingar borgarinnar sjálfrar á heimasíðu hennar gefa allt annað til kynna, að þarna sé um að ræða tilboð sem eigi að ná að minnsta kosti til allra leikskólastarfsmanna ef ekki hreinlega í einhverri mynd til alls hópsins og það er þetta sem þarf að skýrast hér í dag. Trúverðugleiki borgarinnar er í húfi.“ Efling býður til samstöðu- og baráttufundar í dag en fundurinn hófst klukkan eitt og fer fram í Iðnó. „Við hlökkum gríðarlega til að hittast enn og aftur með okkar fólki í Iðnó og styrkja raðirnar og samstöðuna. Það er mikill andi og samstaða og góður meðbyr að fara svo á samningafund af slíkum fundi“. Viðar var spurður hvernig hljóðið væri í félagsfólki Eflingar og væntingar til samningaviðræðna segir Viðar. „Ég kem aftur að þessu með yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi að auðvitað er fólk mjög áfram um að sjá árangur í þessum viðræðum og ég held að yfirlýsingar borgarinnar gefi væntingar um það að við gætum hér verið að ná jafnvel tímamóta augnabliki í þessum viðræðum. Það er bara mjög mikil spenna og eftirvænting að sjá hvort svo sé. Að sama skapi held ég að fari það svo að svo sé ekki og að í dag fáum við að heyra að þetta tilboð hafi nú verið með alls konar smáu letri hingað og þangað þá auðvitað mun fólk verða mjög tilbúið að hlaupa aftur í sinn baráttugír eins og verið hefur. Fólk er mjög tilbúið að halda aðgerðum áfram og mikill hugur er í fólki að innheimta fyrirheit borgarinnar um það að gera leiðréttingu á kjörum kvennastétta eins og borgarstjórnarmeirihlutinn lofaði sjálfur árið 2018.“Efling fékk Maskínu til að gera skoðunarkönnun um verkfallsaðgerðir Eflingar og stuðning við þær. Niðurstöðurnar má sjá að neðan. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Sáttasemjari hefur boðað samninganefndir borgarinnar og Eflingar á fund klukkan hálf þrjú í dag. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að markmið fundarins sé að fá úr því skorið hvort borginni sé alvara með það sem hann kallar „kastljóstilboð borgarstjóra.“ Síðast var fundað í deilunni fyrir viku en sá fundur reyndist árangurslaus. Í upphafi vikunnar sendi Efling frá sér yfirlýsingu um að orðræða borgarstjóra í Kastljósviðtali eftir samningafundinn gæfi til kynna að borgin væri tilbúin að koma betur til móts við kröfur Eflingar. Það væri á þeim forsendum sem Efling væri til í að setjast að samningaborðinu. Viðar var spurður hvaða væntingar hann hefði til fundarins. „Við förum inn á þennan fund með mjög skýrt markmið og það er að fá úr því skorið hvort það sé að marka opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi þar sem því var gefið undir fótinn og hreinlega fullyrt að verið væri að gera í raun og veru ágætis tilboð til okkar félagsmanna og til reyndar þá mun stærri hóps en okkur var kynnt á síðasta samningafundi. Þetta er aðalmarkmið fundarins að fá úr því skorið hvort alvara sé og meining sé á bakvið þetta sem við köllum nú hér „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“. Það er að segja að þetta tilboð ætti að ná til svo að segja alls þess hóps sem er undir í viðræðunum eða hvort það eigi bara að vera til örfárra handvalinna starfsheita eins og var kynnt fyrir okkur á samningafundinum. Ég tel að trúverðugleiki Reykjavíkurborgar í þessum samningaviðræðum hreinlega geti staðið og fallið með því hvernig hún mun svara okkur á þessum samningafundi í dag. Aðspurður hvort borgin hefði tekið starfsfólk á leikskólum út fyrir sviga segir Viðar. „Tilboðið sem okkur var kynnt í herberginu tók til tveggja starfsheita á leikskólum og tveggja starfsheita á öðrum sviðum, samanlagt einungis brot af þeim hópi sem við erum hér að semja fyrir. Yfirlýsingar borgarstjóra og yfirlýsingar borgarinnar sjálfrar á heimasíðu hennar gefa allt annað til kynna, að þarna sé um að ræða tilboð sem eigi að ná að minnsta kosti til allra leikskólastarfsmanna ef ekki hreinlega í einhverri mynd til alls hópsins og það er þetta sem þarf að skýrast hér í dag. Trúverðugleiki borgarinnar er í húfi.“ Efling býður til samstöðu- og baráttufundar í dag en fundurinn hófst klukkan eitt og fer fram í Iðnó. „Við hlökkum gríðarlega til að hittast enn og aftur með okkar fólki í Iðnó og styrkja raðirnar og samstöðuna. Það er mikill andi og samstaða og góður meðbyr að fara svo á samningafund af slíkum fundi“. Viðar var spurður hvernig hljóðið væri í félagsfólki Eflingar og væntingar til samningaviðræðna segir Viðar. „Ég kem aftur að þessu með yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi að auðvitað er fólk mjög áfram um að sjá árangur í þessum viðræðum og ég held að yfirlýsingar borgarinnar gefi væntingar um það að við gætum hér verið að ná jafnvel tímamóta augnabliki í þessum viðræðum. Það er bara mjög mikil spenna og eftirvænting að sjá hvort svo sé. Að sama skapi held ég að fari það svo að svo sé ekki og að í dag fáum við að heyra að þetta tilboð hafi nú verið með alls konar smáu letri hingað og þangað þá auðvitað mun fólk verða mjög tilbúið að hlaupa aftur í sinn baráttugír eins og verið hefur. Fólk er mjög tilbúið að halda aðgerðum áfram og mikill hugur er í fólki að innheimta fyrirheit borgarinnar um það að gera leiðréttingu á kjörum kvennastétta eins og borgarstjórnarmeirihlutinn lofaði sjálfur árið 2018.“Efling fékk Maskínu til að gera skoðunarkönnun um verkfallsaðgerðir Eflingar og stuðning við þær. Niðurstöðurnar má sjá að neðan.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52
Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27
Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30