Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 14:14 Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó í dag. Hér er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að fara yfir stöðuna með sínu fólki. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur svarenda í skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig segist hlynntur verkfallsaðgerðum þess í Reykjavík en um fjórðungur er þeim andvígur. Meiri stuðningur er við aðgerðirnar á meðal kvenna en karla og þær eru vinsælli utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. Ótímabundið verkfall Eflingarfólks hjá Reykjavíkurborg hefur staðið frá því á mánudag í síðustu viku en áður hafði félagið staðið fyrir tímabundnum vinnustöðvunum. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Eflingu kemur fram að um 56% svarenda séu annað hvort mjög eða fremur hlynnt aðgerðunum. Um 24,9% sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg þeim. Varðandi launadeilu Eflingar við borgina almennt sögðu 58,8% ýmis styðja félagið að öllu eða miklu leyti. Rúmur fimmtungur sagðist að litlu eða engu leyti fylgjandi Eflingu í deilunni. Samninganefnd Eflingar á fundi hjá sáttasemjara sem boðað var til klukkan 15 í dag.Vísir/JóiK Töluverður munur var á afstöðu kynjanna í könnuninni. Þannig sögðust 64,7% kvenna fylgjandi verkfallsaðgerðunum en 47,6% karla. Tæpur þriðjungur karla var aðgerðunum mótfallinn en aðeins rúm 17% kvenna. Af þeim svarendum sem búa í Reykjavík sögðust 54,8% hlynnt verkföllunum en 26,6% á móti. Fleiri voru andvígir verkföllunum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, 30,8%. Stuðningur við aðgerðirnar var almennur óháð tekjuhópum. Mestur var stuðningurinn á meðal þeirra sem voru með lægri heimilistekjur en 400.000 krónur á mánuði, 75,8%. Aðeins á meðal þeirra sem voru með 1,2 milljónir króna í heimilistekjur á mánuði var hlutfall þeirra sem voru hlynntir og andvígir aðgerðunum nánast það sama, 40,4% fylgjandi en 41,1% mótfallið. Þegar litið var til stuðnings svarenda við stjórnmálaflokka reyndust píratar eindregnustu stuðningsmenn aðgerða Eflingar. Tæpt 81% þeirra sem sögðust ætla að kjósa Pírata í næstu Alþingiskosningum sögðust einnig styðja verkfallsaðgerðirnar en aðeins 2,1% var þeim andvígt. Aðeins á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar voru fleiri á móti verkföllunum en fylgjandi. Um 30% sjálfstæðismanna eru hlynntir aðgerðunum en 49,4% andvíg og af viðreisnarfólki sögðust 37,9% fylgjandi aðgerðunum en 46,2% andvíg. Kjaramál Reykjavík Skoðanakannanir Verkföll 2020 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Ríflega helmingur svarenda í skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig segist hlynntur verkfallsaðgerðum þess í Reykjavík en um fjórðungur er þeim andvígur. Meiri stuðningur er við aðgerðirnar á meðal kvenna en karla og þær eru vinsælli utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. Ótímabundið verkfall Eflingarfólks hjá Reykjavíkurborg hefur staðið frá því á mánudag í síðustu viku en áður hafði félagið staðið fyrir tímabundnum vinnustöðvunum. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Eflingu kemur fram að um 56% svarenda séu annað hvort mjög eða fremur hlynnt aðgerðunum. Um 24,9% sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg þeim. Varðandi launadeilu Eflingar við borgina almennt sögðu 58,8% ýmis styðja félagið að öllu eða miklu leyti. Rúmur fimmtungur sagðist að litlu eða engu leyti fylgjandi Eflingu í deilunni. Samninganefnd Eflingar á fundi hjá sáttasemjara sem boðað var til klukkan 15 í dag.Vísir/JóiK Töluverður munur var á afstöðu kynjanna í könnuninni. Þannig sögðust 64,7% kvenna fylgjandi verkfallsaðgerðunum en 47,6% karla. Tæpur þriðjungur karla var aðgerðunum mótfallinn en aðeins rúm 17% kvenna. Af þeim svarendum sem búa í Reykjavík sögðust 54,8% hlynnt verkföllunum en 26,6% á móti. Fleiri voru andvígir verkföllunum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, 30,8%. Stuðningur við aðgerðirnar var almennur óháð tekjuhópum. Mestur var stuðningurinn á meðal þeirra sem voru með lægri heimilistekjur en 400.000 krónur á mánuði, 75,8%. Aðeins á meðal þeirra sem voru með 1,2 milljónir króna í heimilistekjur á mánuði var hlutfall þeirra sem voru hlynntir og andvígir aðgerðunum nánast það sama, 40,4% fylgjandi en 41,1% mótfallið. Þegar litið var til stuðnings svarenda við stjórnmálaflokka reyndust píratar eindregnustu stuðningsmenn aðgerða Eflingar. Tæpt 81% þeirra sem sögðust ætla að kjósa Pírata í næstu Alþingiskosningum sögðust einnig styðja verkfallsaðgerðirnar en aðeins 2,1% var þeim andvígt. Aðeins á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar voru fleiri á móti verkföllunum en fylgjandi. Um 30% sjálfstæðismanna eru hlynntir aðgerðunum en 49,4% andvíg og af viðreisnarfólki sögðust 37,9% fylgjandi aðgerðunum en 46,2% andvíg.
Kjaramál Reykjavík Skoðanakannanir Verkföll 2020 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira