Nám starfsmanna Isavia í björgunar- og slökkviþjónustu ekki viðurkennt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 18:45 Starfsmenn í flugvallarþjónustu Isavia hljóta ekki viðurkennda menntun á sviði slökkviliðs- og björgunarþjónustu hér á landi. Isavia telur ekki ástæðu til þess að gera breytingar á þessum kröfum en löggildum slökkviliðsmönnum hefur fækkað hjá félaginu. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna slitu í síðustu viku kjaraviðræðum við Isavia þrátt fyrir að nýr kjarasamningur, sem nær til starfsmanna í björgunar- og slökkviþjónustu, væri svo gott sem tilbúinn. Bitbeinið er 18. grein í gildandi kjarasamningi þar sem kveðið er á um til hverra samningurinn nær, en Isavia vill ekki breyta kröfu um löggildingu slökkviliðsmanna sem sinna þjónustunni. Í dag hefur fjölmörgum störfum verið bætt við eins og snjóhreinsun- og hálkuvörnum, viðhaldi véla og miðlun upplýsinga um ástand flugbrauta. Af hundrað og sextíu starfsmönnum sem sinna starfinu í Reykjavík og Keflavík í dag eru aðeins tuttugu og níu með löggildingu. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vísir/Baldur Er opinbert hlutafélagi ekki að gjaldfella störf slökkviliðsmanna með því að fækka þeim sem hafa löggildingu í starfi? „Alls ekki. Það er ekki gerð sú krafa að það sé löggilding. Þessir aðilar eru að sinna sömu störfum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Sú menntun sem flugvallarstarfsmenn fá, er rúmlega 600 klukkustunda langt og nær til allra starfssviða, ekki bara slökkvi- og björgunarþjónustu. Meðal annars eru starfsmenn sendir í Danmerkur til þjálfunar. Námið er hins vegar ekki vottað af opinberum aðilum hér á landi og staðfesti Samgöngustofa það við fréttastofu. „Við vinnum þetta samkvæmt mati sem gert var fyrir nokkrum árum og er skilgreint og þetta er yfirfarið, vottað og staðfest af Samgöngustofu sem fylgist með framkvæmdinni á þessum störfum,“ segir Guðjón. „Við erum með þrautþjálfað starfsfólk hjá okkur sem sinnir þessum verkefnum. Við verum að hafa í huga að verkefnin hvað varðar slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum, hér á Reykjavíkurflugvelli og á öðrum flugvöllum er fyrsta viðbragð,“ Upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki ástæðu til þess að gera frekari kröfur til þessa sem sinna björgunar- og slökkviþjónustu.Vísir/Baldur Ekki þörf á að gera breytingar og hafa löggilda starfsmenn í þessu starfi Miðað við svona langt nám og þær kröfur sem settar eru. Væri þá ekki hagur ykkar að þessir einstaklingar væri með löggildinu í sínu starfi? „Það var LSS sem óskaði eftir því fyrirkomulagi sem að er við lýði núna...,“ segir Guðjón.Hvað finnst þér? „Við teljum að það sé ekki ástæða til að breyta því fyrirkomulagi sem nú til staðar,“ segir Guðjóns.En eru menn ekki að ganga inni í störf lögverndaðrar starfsgreinar? „Við erum með öflugt fólk sem að vinnur mjög vel í því starfi sem það er að sinna og það fyrirkomulag...,“ segir Guðjón.Starfið er lögverndað? „Þetta fyrirkomulag er byggt á því sem að LSS óskaði eftir á sínum tíma og við teljum ekki ástæðu til þess að breyta því,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira
Starfsmenn í flugvallarþjónustu Isavia hljóta ekki viðurkennda menntun á sviði slökkviliðs- og björgunarþjónustu hér á landi. Isavia telur ekki ástæðu til þess að gera breytingar á þessum kröfum en löggildum slökkviliðsmönnum hefur fækkað hjá félaginu. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna slitu í síðustu viku kjaraviðræðum við Isavia þrátt fyrir að nýr kjarasamningur, sem nær til starfsmanna í björgunar- og slökkviþjónustu, væri svo gott sem tilbúinn. Bitbeinið er 18. grein í gildandi kjarasamningi þar sem kveðið er á um til hverra samningurinn nær, en Isavia vill ekki breyta kröfu um löggildingu slökkviliðsmanna sem sinna þjónustunni. Í dag hefur fjölmörgum störfum verið bætt við eins og snjóhreinsun- og hálkuvörnum, viðhaldi véla og miðlun upplýsinga um ástand flugbrauta. Af hundrað og sextíu starfsmönnum sem sinna starfinu í Reykjavík og Keflavík í dag eru aðeins tuttugu og níu með löggildingu. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vísir/Baldur Er opinbert hlutafélagi ekki að gjaldfella störf slökkviliðsmanna með því að fækka þeim sem hafa löggildingu í starfi? „Alls ekki. Það er ekki gerð sú krafa að það sé löggilding. Þessir aðilar eru að sinna sömu störfum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Sú menntun sem flugvallarstarfsmenn fá, er rúmlega 600 klukkustunda langt og nær til allra starfssviða, ekki bara slökkvi- og björgunarþjónustu. Meðal annars eru starfsmenn sendir í Danmerkur til þjálfunar. Námið er hins vegar ekki vottað af opinberum aðilum hér á landi og staðfesti Samgöngustofa það við fréttastofu. „Við vinnum þetta samkvæmt mati sem gert var fyrir nokkrum árum og er skilgreint og þetta er yfirfarið, vottað og staðfest af Samgöngustofu sem fylgist með framkvæmdinni á þessum störfum,“ segir Guðjón. „Við erum með þrautþjálfað starfsfólk hjá okkur sem sinnir þessum verkefnum. Við verum að hafa í huga að verkefnin hvað varðar slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum, hér á Reykjavíkurflugvelli og á öðrum flugvöllum er fyrsta viðbragð,“ Upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki ástæðu til þess að gera frekari kröfur til þessa sem sinna björgunar- og slökkviþjónustu.Vísir/Baldur Ekki þörf á að gera breytingar og hafa löggilda starfsmenn í þessu starfi Miðað við svona langt nám og þær kröfur sem settar eru. Væri þá ekki hagur ykkar að þessir einstaklingar væri með löggildinu í sínu starfi? „Það var LSS sem óskaði eftir því fyrirkomulagi sem að er við lýði núna...,“ segir Guðjón.Hvað finnst þér? „Við teljum að það sé ekki ástæða til að breyta því fyrirkomulagi sem nú til staðar,“ segir Guðjóns.En eru menn ekki að ganga inni í störf lögverndaðrar starfsgreinar? „Við erum með öflugt fólk sem að vinnur mjög vel í því starfi sem það er að sinna og það fyrirkomulag...,“ segir Guðjón.Starfið er lögverndað? „Þetta fyrirkomulag er byggt á því sem að LSS óskaði eftir á sínum tíma og við teljum ekki ástæðu til þess að breyta því,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira