Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 18:30 Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar mættu til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um miðjan dag. En ekkert hefur þokast í viðræðum og ekkert fundað síðustu sjö daga. Á fundinum ætlaði samninganefnd Eflingar að fá hreint hvert tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar væri en í tilkynningu sem stéttarfélagið sendi frá sér eftir viðtal Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, fjölmiðlum í síðustu viku segir að þar hafi komið fram að borgin sé tilbúin að koma betur á móts við starfsfólk en kynnt hefur verið á undangengnum samningafundum. Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó fyrir fundinn í dag þar sem félagsmenn í verkfalli mættu, töluvert færri en á síðustu fundi. Félagsmenn sem fréttastofa ræddi við eru orðnir óþreyjufullir og vilja komast aftur til vinnu. Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur mættu á baráttufundinn í dag.Vísir/Stöð 2 Verkfallsþreyta í félagsmönnum Nú er tíundi dagur í verkfalli. Er komin þeyta? „Já, við viljum að þetta fari að leysast,“ sögðu Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur á leikskóla sem voru staddar á baráttufundinum. „Þetta er farið að hafa áhrif á svefninn hjá mér og bara hef ekkert að gera. Það er bara málið,“ sagði Björn Sigurðsson, starfsmaður í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. „Já. Sakna barnanna, vinnunnar og vinkvennanna sem ég er að vinna með. Svolítið leiðinlegt að vera svona lengi heima,“ sagði Ewalina Angow, leiðbeinandi og deildarstjóri á leikskóla.Er þetta farið að hafa áhrif á fjárhag heimilisins? „Já, hjá mér. Já, auðvitað gerir það það ef þetta heldur áfram mikið lengur,“ sögðu Guðrún og Ásta.Ertu tilbúinn til þess að vera lengur í verkfalli? „Nei, þetta er komið gott,“ sagði Björn. „Ef við þurfum já. En það væri betra að komast í vinnuna,“ sagði Ewalina. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt félagsmönnum í kröfugöngu að loknum baráttufundi í dag.Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar tilbúin í enn lengra verkfall Formaður Eflingar var ekki bjartsýn fyrir fund samninganefndanna í dag. „Ég held að fólk sé aðallega orðið þeytt á þessu leikriti. Að vera að mæta hérna og þau, sem eru alltaf að bíða eftir jákvæðum fréttum, sem að berast svo ekki. En við skulum sjá hvað gerist núna,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Eruð þið tilbúin í enn lengra verkfall? „Að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar mættu til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um miðjan dag. En ekkert hefur þokast í viðræðum og ekkert fundað síðustu sjö daga. Á fundinum ætlaði samninganefnd Eflingar að fá hreint hvert tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar væri en í tilkynningu sem stéttarfélagið sendi frá sér eftir viðtal Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, fjölmiðlum í síðustu viku segir að þar hafi komið fram að borgin sé tilbúin að koma betur á móts við starfsfólk en kynnt hefur verið á undangengnum samningafundum. Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó fyrir fundinn í dag þar sem félagsmenn í verkfalli mættu, töluvert færri en á síðustu fundi. Félagsmenn sem fréttastofa ræddi við eru orðnir óþreyjufullir og vilja komast aftur til vinnu. Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur mættu á baráttufundinn í dag.Vísir/Stöð 2 Verkfallsþreyta í félagsmönnum Nú er tíundi dagur í verkfalli. Er komin þeyta? „Já, við viljum að þetta fari að leysast,“ sögðu Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur á leikskóla sem voru staddar á baráttufundinum. „Þetta er farið að hafa áhrif á svefninn hjá mér og bara hef ekkert að gera. Það er bara málið,“ sagði Björn Sigurðsson, starfsmaður í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. „Já. Sakna barnanna, vinnunnar og vinkvennanna sem ég er að vinna með. Svolítið leiðinlegt að vera svona lengi heima,“ sagði Ewalina Angow, leiðbeinandi og deildarstjóri á leikskóla.Er þetta farið að hafa áhrif á fjárhag heimilisins? „Já, hjá mér. Já, auðvitað gerir það það ef þetta heldur áfram mikið lengur,“ sögðu Guðrún og Ásta.Ertu tilbúinn til þess að vera lengur í verkfalli? „Nei, þetta er komið gott,“ sagði Björn. „Ef við þurfum já. En það væri betra að komast í vinnuna,“ sagði Ewalina. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt félagsmönnum í kröfugöngu að loknum baráttufundi í dag.Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar tilbúin í enn lengra verkfall Formaður Eflingar var ekki bjartsýn fyrir fund samninganefndanna í dag. „Ég held að fólk sé aðallega orðið þeytt á þessu leikriti. Að vera að mæta hérna og þau, sem eru alltaf að bíða eftir jákvæðum fréttum, sem að berast svo ekki. En við skulum sjá hvað gerist núna,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Eruð þið tilbúin í enn lengra verkfall? „Að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14
Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent