„Við skiljum varla við hvern við erum að semja“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 26. febrúar 2020 20:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn. „Við skiljum ekki hver er í brúnni. Við skiljum varla við hvern við erum að semja. Við skiljum ekki vinnubrögðin. Við skiljum ekki skilaboðin. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að afvegaleiða almenning, fjölmiðla, umræðuna, okkur félagsmenn í Eflingu með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ sagði Viðar. Hann sagði það sem kynnt var á fundinum ekki vera í nokkru samræmi við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í Kastljósi í síðustu viku. „Það sem verra er, hér fengum við ekki einu sinni efnisleg viðbrögð við yfirlýsingu sem hefur legið fyrir frá okkur síðan á mánudaginn síðastliðinn.“ Ekki er búið að boða til nýs fundar og ótímabundið verkfall Eflingar mun halda áfram. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar, segir borgina alltaf hafa lagt áherslu á að hækka lægstu laun og útfærslan sem hafi verið kynnt fyrir alllöngu síðan sé áfram á borðinu. „Það er bara mikilvægt að við höfum verið að nýta þennan dag til að ræða ýmsar útfærslur og leitt að við náðum ekki að halda þeim viðræðum áfram,“ sagði Harpa. Hún sagði leitt að segja frá því en svo virðist sem enn beri mikið í milli ennþá. Í yfirlýsingu í kjölfar fundsins slær Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á svipaða strengi og Viðar og segir saminganefnd borgarinnar og borgarstjóra tala í kross. „Okkur er einfaldlega ekki ljóst við hvern við erum að semja og hver hefur raunverulegt umboð til að leysa málið af hálfu borgarinnar. Borgarstjóri lofar öllu fögru í fjölmiðlum, en það sem gerist í samningaherberginu er í engu samræmi við það,“ sagði Sólveig í yfirlýsingunni. Þar gagnrýnir samninganefnd Eflingar „ringulreið, seinagang og ósamkvæmni í vinnubrögðum borgarinnar“ og segir þau í engu samræmi við alvarleika kjaradeilunnar. „Að mati samninganefndarinnar skynjar Reykjavíkurborg ekki hve mikið er í húfi að vinna hratt og örugglega að lausn deilunnar.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn. „Við skiljum ekki hver er í brúnni. Við skiljum varla við hvern við erum að semja. Við skiljum ekki vinnubrögðin. Við skiljum ekki skilaboðin. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að afvegaleiða almenning, fjölmiðla, umræðuna, okkur félagsmenn í Eflingu með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ sagði Viðar. Hann sagði það sem kynnt var á fundinum ekki vera í nokkru samræmi við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í Kastljósi í síðustu viku. „Það sem verra er, hér fengum við ekki einu sinni efnisleg viðbrögð við yfirlýsingu sem hefur legið fyrir frá okkur síðan á mánudaginn síðastliðinn.“ Ekki er búið að boða til nýs fundar og ótímabundið verkfall Eflingar mun halda áfram. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar, segir borgina alltaf hafa lagt áherslu á að hækka lægstu laun og útfærslan sem hafi verið kynnt fyrir alllöngu síðan sé áfram á borðinu. „Það er bara mikilvægt að við höfum verið að nýta þennan dag til að ræða ýmsar útfærslur og leitt að við náðum ekki að halda þeim viðræðum áfram,“ sagði Harpa. Hún sagði leitt að segja frá því en svo virðist sem enn beri mikið í milli ennþá. Í yfirlýsingu í kjölfar fundsins slær Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á svipaða strengi og Viðar og segir saminganefnd borgarinnar og borgarstjóra tala í kross. „Okkur er einfaldlega ekki ljóst við hvern við erum að semja og hver hefur raunverulegt umboð til að leysa málið af hálfu borgarinnar. Borgarstjóri lofar öllu fögru í fjölmiðlum, en það sem gerist í samningaherberginu er í engu samræmi við það,“ sagði Sólveig í yfirlýsingunni. Þar gagnrýnir samninganefnd Eflingar „ringulreið, seinagang og ósamkvæmni í vinnubrögðum borgarinnar“ og segir þau í engu samræmi við alvarleika kjaradeilunnar. „Að mati samninganefndarinnar skynjar Reykjavíkurborg ekki hve mikið er í húfi að vinna hratt og örugglega að lausn deilunnar.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels