Lýðræðinu ógnað með fjölþættum, leynilegum og skipulögðum aðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2020 19:30 Sérfræðingur Atlantshafsbandalagsins segir nútíma hernað í vaxandi mæli falinn á bakvið fjölþættar aðgerðir sem lýðræðisríki geti átt í erfiðleikum með að greina og bregðast við. Forsætisráðherra segir markmið slíks hernaðar að grafa undan stöðugleika. Þjóðaröryggisráð Íslands í samvinnu við fjölda stofnana, ráðuneyta og samtaka stóð í dag fyrir ráðstefnu um nýjar og fjölþættar ógnir sem samfélög nútímans þurfi að þekkja og verjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu að lýðræðisríkjum væri stöðugt ögrað með fjölþættum og skipulögðum aðferðum. „Sem miða sérstaklega að því að skapa óreiðu og grafa undan stöðugleika samfélaga og draga úr trausti á lýðræðislegum ferlum og stjórnun. Fyrir utan að gera línur milli friðar og ófriðar óskýrar geta þessar aðferðir falið í sér afskipti af kosningum, netárásir, misnotkun á veikleikum í áríðandi innviðum og efnahags- og viðskiptalegan þrýsting,“ sagði Katrín. Fjölmargir erlendir sérfræðingar fluttu erindi og tóku þátt í umræðum í bland með íslenskum sérfræðingum. Antonio Missiroli aðstoðarframkvæmdastjóri rísandi öryggis ögrana hjá Atlantshafsbandalaginu er einn þeirra sem fylgist grannt með fjölþættum ógnum og hernaði, eins og Rússar beittu til að mynda í Úkraínu árið 2014. „Þetta er samsetning leynilegra og augljósra aðgerða. Þar sem beitt er fölskum upplýsingum, tækni og þá sérstaklega starfrænni tækni til netárása. Með það að markmiði að slá vopnin úr höndum andstæðingsins til að framkvæma mjög þróaðar aðgerðir,“ segir Missiroli. Síðar hafi menn gert sér grein fyrir að fjölþættur hernaður væri í raun fjölþættar aðgerðir og ógnir sem lægju faldar undir vopnuðum átökum og hefðu áhrif á öll samfélög okkar. „Þetta er mjög ódýr aðferð til að grafa undan stöðugleika okkar. Þetta er ódýr leið til að valda truflunum hjá okkur. Þetta eru aðferðir sem er mjög erfitt að greina og verjast,“ segir Missiroli. Aðildarríki NATO þyrftu að þekkja ógnirnar og tækin sem jafnvel væru í boði á almennum markaði allir gætu notað. „Það er einnig hægt að beita samfélagsmiðlum og internetinu til að aðgerða gegn okkur. Þetta geta verið netárásir hakkara, skipulagðra hópa eða samtaka sem studd eru studd af ríkjum. Það er þetta sem gerir okkur erfitt að greina ógnirnar og bregðast við þeim. Þetta snýst ekki um skriðdreka sem fara yfir landamæri,“ segir Antonio Missiroli. NATO Varnarmál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Sérfræðingur Atlantshafsbandalagsins segir nútíma hernað í vaxandi mæli falinn á bakvið fjölþættar aðgerðir sem lýðræðisríki geti átt í erfiðleikum með að greina og bregðast við. Forsætisráðherra segir markmið slíks hernaðar að grafa undan stöðugleika. Þjóðaröryggisráð Íslands í samvinnu við fjölda stofnana, ráðuneyta og samtaka stóð í dag fyrir ráðstefnu um nýjar og fjölþættar ógnir sem samfélög nútímans þurfi að þekkja og verjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu að lýðræðisríkjum væri stöðugt ögrað með fjölþættum og skipulögðum aðferðum. „Sem miða sérstaklega að því að skapa óreiðu og grafa undan stöðugleika samfélaga og draga úr trausti á lýðræðislegum ferlum og stjórnun. Fyrir utan að gera línur milli friðar og ófriðar óskýrar geta þessar aðferðir falið í sér afskipti af kosningum, netárásir, misnotkun á veikleikum í áríðandi innviðum og efnahags- og viðskiptalegan þrýsting,“ sagði Katrín. Fjölmargir erlendir sérfræðingar fluttu erindi og tóku þátt í umræðum í bland með íslenskum sérfræðingum. Antonio Missiroli aðstoðarframkvæmdastjóri rísandi öryggis ögrana hjá Atlantshafsbandalaginu er einn þeirra sem fylgist grannt með fjölþættum ógnum og hernaði, eins og Rússar beittu til að mynda í Úkraínu árið 2014. „Þetta er samsetning leynilegra og augljósra aðgerða. Þar sem beitt er fölskum upplýsingum, tækni og þá sérstaklega starfrænni tækni til netárása. Með það að markmiði að slá vopnin úr höndum andstæðingsins til að framkvæma mjög þróaðar aðgerðir,“ segir Missiroli. Síðar hafi menn gert sér grein fyrir að fjölþættur hernaður væri í raun fjölþættar aðgerðir og ógnir sem lægju faldar undir vopnuðum átökum og hefðu áhrif á öll samfélög okkar. „Þetta er mjög ódýr aðferð til að grafa undan stöðugleika okkar. Þetta er ódýr leið til að valda truflunum hjá okkur. Þetta eru aðferðir sem er mjög erfitt að greina og verjast,“ segir Missiroli. Aðildarríki NATO þyrftu að þekkja ógnirnar og tækin sem jafnvel væru í boði á almennum markaði allir gætu notað. „Það er einnig hægt að beita samfélagsmiðlum og internetinu til að aðgerða gegn okkur. Þetta geta verið netárásir hakkara, skipulagðra hópa eða samtaka sem studd eru studd af ríkjum. Það er þetta sem gerir okkur erfitt að greina ógnirnar og bregðast við þeim. Þetta snýst ekki um skriðdreka sem fara yfir landamæri,“ segir Antonio Missiroli.
NATO Varnarmál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira