Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Andri Eysteinsson skrifar 29. febrúar 2020 10:21 Flóttafólk freistir þess nú að komast frá Tyrklandi til Grikklands. Getty/Anadolu Agency Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. Samningur milli Tyrklands og ríkja Evrópusambandsins hefur verið í gildi en tyrkir segja stuðning ESB við Tyrkland ekki nægilegan til þess að halda samningnum til streitu en BBC greinir frá. Ákvörðunin er tekin eftir árás sýrlenskra stjórnarhermanna á tyrkneska hermenn í Idlib í norðurhluta Sýrlands en 33 tyrkir létu lífið. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur staðfest ákvörðun Tyrklands.„Hvað gerðum við í gær? Við opnuðum dyrnar. Þeim verður ekki lokað vegna þess að ESB stendur ekki við loforð sín,“ sagði Erdogan. Al Jazeera greinir frá að hið minnsta 18.000 flóttamenn hafi þegar safnast saman við landamæri Tyrklands og Grikklands en þar hafa orðið átök milli grískra lögreglumanna og flóttafólks. Lögregla beitti táragasi á hópa mótmælanda sem brugðust sumir hverjir við með grjótkasti.Tæplega 3,7 milljónir Sýrlendinga dvelja nú í Tyrklandi eftir flótta frá heimalandinu og er búist við því að mikill fjöldi fólks freisti þess að komast yfir til Grikklands eða Búlgaríu.Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, hefur sagt mikinn fjölda flóttafólks hafa safnast saman við landamærin en sagði að engum yrði hleypt í landið með ólöglegum hætti.Blaðakonan Jenan Moussa greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær að flóttafólki í Istanbul væri boðið upp á rútuferðir að landamærunum. Grikkir standi þó enn í vegi fyrir því að fólk fái inngöngu í landið en tyrknesk yfirvöld hefta líka endurkomu inn í Tyrkland. Flóttamenn Grikkland Tyrkland Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. Samningur milli Tyrklands og ríkja Evrópusambandsins hefur verið í gildi en tyrkir segja stuðning ESB við Tyrkland ekki nægilegan til þess að halda samningnum til streitu en BBC greinir frá. Ákvörðunin er tekin eftir árás sýrlenskra stjórnarhermanna á tyrkneska hermenn í Idlib í norðurhluta Sýrlands en 33 tyrkir létu lífið. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur staðfest ákvörðun Tyrklands.„Hvað gerðum við í gær? Við opnuðum dyrnar. Þeim verður ekki lokað vegna þess að ESB stendur ekki við loforð sín,“ sagði Erdogan. Al Jazeera greinir frá að hið minnsta 18.000 flóttamenn hafi þegar safnast saman við landamæri Tyrklands og Grikklands en þar hafa orðið átök milli grískra lögreglumanna og flóttafólks. Lögregla beitti táragasi á hópa mótmælanda sem brugðust sumir hverjir við með grjótkasti.Tæplega 3,7 milljónir Sýrlendinga dvelja nú í Tyrklandi eftir flótta frá heimalandinu og er búist við því að mikill fjöldi fólks freisti þess að komast yfir til Grikklands eða Búlgaríu.Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, hefur sagt mikinn fjölda flóttafólks hafa safnast saman við landamærin en sagði að engum yrði hleypt í landið með ólöglegum hætti.Blaðakonan Jenan Moussa greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær að flóttafólki í Istanbul væri boðið upp á rútuferðir að landamærunum. Grikkir standi þó enn í vegi fyrir því að fólk fái inngöngu í landið en tyrknesk yfirvöld hefta líka endurkomu inn í Tyrkland.
Flóttamenn Grikkland Tyrkland Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira