Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Stefán Ó. Jónsson og Andri Eysteinsson skrifa 29. febrúar 2020 12:01 Hótelið sem um ræðir er Fosshótel Lind við Rauðarárstíg. Vísir/Frikki Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni og þurfa á sóttkví að halda. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. Um er að ræða Fosshótelið Lind við Rauðarárstíg 18, þar sem sjúkrahótel Rauða krossins var til húsa um áratugaskeið. Þar eru um 70 herbergi. Gestum hótelsins var greint frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld hafi óskað þess að húsnæðið verði nýtt sem sóttkví fyrir fólk sem grunað er um að hafa smitast af kórónuveirunni.Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka Lind á Rauðarárstíg, segir að gestir hótelsins hafi tekið skilaboðunum af miklu jafnaðargeði og að þeim hafi þegar verið komið fyrir á öðrum hótelum keðjunnar. Davíð Torfi segir að komi upp smit á meðal þeirra sem dvelja munu á hótelinu verði þeir sendir annað.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að ákvörðunin um að nýta húsnæðið sé algjört varúðarúrræði.„Við viljum hafa ákveðna aðstöðu til þess að bregðast við mögulegri útbreiðslu kórónaveirusmits og erum þarna með aðstöðu þar sem hægt er hafa einstaklinga í sóttkví vegna gruns um smit.“Aðstaðan sé hugsuð fyrir fólk sem ekki getur verið í einangrun heima hjá sér.„Þetta er nú fyrst og fremst hugsað fyrir ferðamenn, erlenda ríkisborgara og aðra sem ekki geta verið í einangrun á eigin heimili,“ sagði María.„Á þessu stigi er eingöngu um varúðarráðstöfun að ræða og við vitum ekki um neinn einstakling á þessu stigi sem þarf að nýta hana,“ segir María.Gengið er út frá því að húsnæðið standi heilbrigðisyfirvöldum til boða næstu tvo mánuðina.„Við gerum ráð fyrir því en þetta er staða sem er bara endurmetin frá degi til dags,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að hótelið yrði fyrir smitaða einstaklinga en í raun verður það einungis sóttkví fyrir þá sem á sóttkví þurfa að halda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni og þurfa á sóttkví að halda. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. Um er að ræða Fosshótelið Lind við Rauðarárstíg 18, þar sem sjúkrahótel Rauða krossins var til húsa um áratugaskeið. Þar eru um 70 herbergi. Gestum hótelsins var greint frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld hafi óskað þess að húsnæðið verði nýtt sem sóttkví fyrir fólk sem grunað er um að hafa smitast af kórónuveirunni.Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka Lind á Rauðarárstíg, segir að gestir hótelsins hafi tekið skilaboðunum af miklu jafnaðargeði og að þeim hafi þegar verið komið fyrir á öðrum hótelum keðjunnar. Davíð Torfi segir að komi upp smit á meðal þeirra sem dvelja munu á hótelinu verði þeir sendir annað.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að ákvörðunin um að nýta húsnæðið sé algjört varúðarúrræði.„Við viljum hafa ákveðna aðstöðu til þess að bregðast við mögulegri útbreiðslu kórónaveirusmits og erum þarna með aðstöðu þar sem hægt er hafa einstaklinga í sóttkví vegna gruns um smit.“Aðstaðan sé hugsuð fyrir fólk sem ekki getur verið í einangrun heima hjá sér.„Þetta er nú fyrst og fremst hugsað fyrir ferðamenn, erlenda ríkisborgara og aðra sem ekki geta verið í einangrun á eigin heimili,“ sagði María.„Á þessu stigi er eingöngu um varúðarráðstöfun að ræða og við vitum ekki um neinn einstakling á þessu stigi sem þarf að nýta hana,“ segir María.Gengið er út frá því að húsnæðið standi heilbrigðisyfirvöldum til boða næstu tvo mánuðina.„Við gerum ráð fyrir því en þetta er staða sem er bara endurmetin frá degi til dags,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að hótelið yrði fyrir smitaða einstaklinga en í raun verður það einungis sóttkví fyrir þá sem á sóttkví þurfa að halda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18
49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16