Viðskipti erlent

Hraða­met slegið í At­lants­hafs­flugi vegna ó­veðursins Ciara

Atli Ísleifsson skrifar
Vélin var af gerðinni Boeing 747-436.
Vélin var af gerðinni Boeing 747-436. Getty

Nokkuð óvænt afleiðing óveðursins Ciara sem herjaði á norðurhluta Evrópu um helgina var að hraðamet var sett í flugferðum austur yfir Atlantshaf tóku skemmri tíma en áður hefur mælst.

Flightradar24 segir frá því að vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, hafi einungis verið fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. Var flogið í Boeing 747-436 vél.

Vanalega tekur flug á þessari leið milli sex og sjö klukkustundir. Er því um met í áætlunarflugi á flugleiðinni sé að ræða, ef litið er framhjá ferðum hinna hljóðfráu Concorde-þota sem flugu leiðina á um þremur á hálfum tíma á árunum 1976 og 2003.

Nokkrar tafir urðu á flugleiðinni, frá meginlandi Evrópu og til Bandaríkjanna um helgina vegna óveðursins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×