Madoff segist við dauðans dyr og leitar lausnar Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 10:43 Madoff árið 2009 þegar hann viðurkenndi að hafa rekið stærstu Ponzi-svikamyllu í sögu Bandaríkjanna. Vísir/EPA Lögmaður Bernie Madoff, eins umsvifamesta fjársvikara sögunnar, fullyrðir að skjólstæðingur hans eigi innan við átján mánuði eftir ólifaða í bréfi til bandarísks dómstóls þar sem hann fer fram á að Madoff verði sleppt úr fangelsi. Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir að féfletta þúsundir fórnarlamba sinna. Í bréfi lögmannsins kemur fram að nýrnasjúkdómur sem hefur hrjáð Madoff sé nú á lokastigi. Hann sé í hjólastól og í bakspelku og hafi gengist undir meðferð til að lina þjáningar hans frá því í júlí, að því er segir í frétt New York Times. „Madoff þrætir hvorki fyrir alvarleika glæpa hans, né reynir hann að gera lítið úr þjáningu fórnarlamba hans. Madoff biður dóminn af auðmýkt um snefil af samúð,“ segir í bréfi Brandon Sample, lögmanns hans. Madoff gekkst við því að hafa rekið risavaxna svikamyllu og að hafa svikið milljarða dollara út úr þúsundum fjárfesta árið 2009. Margir þeirra töpuðu ævisparnaði sínum. Síðan þá hefur hann setið í alríkisfangelsi í Norður-Karólínu. Í fyrra falaðist Madoff eftir að Donald Trump forseti mildaði dóminn yfir honum. Bandaríkin Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lögmaður Bernie Madoff, eins umsvifamesta fjársvikara sögunnar, fullyrðir að skjólstæðingur hans eigi innan við átján mánuði eftir ólifaða í bréfi til bandarísks dómstóls þar sem hann fer fram á að Madoff verði sleppt úr fangelsi. Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir að féfletta þúsundir fórnarlamba sinna. Í bréfi lögmannsins kemur fram að nýrnasjúkdómur sem hefur hrjáð Madoff sé nú á lokastigi. Hann sé í hjólastól og í bakspelku og hafi gengist undir meðferð til að lina þjáningar hans frá því í júlí, að því er segir í frétt New York Times. „Madoff þrætir hvorki fyrir alvarleika glæpa hans, né reynir hann að gera lítið úr þjáningu fórnarlamba hans. Madoff biður dóminn af auðmýkt um snefil af samúð,“ segir í bréfi Brandon Sample, lögmanns hans. Madoff gekkst við því að hafa rekið risavaxna svikamyllu og að hafa svikið milljarða dollara út úr þúsundum fjárfesta árið 2009. Margir þeirra töpuðu ævisparnaði sínum. Síðan þá hefur hann setið í alríkisfangelsi í Norður-Karólínu. Í fyrra falaðist Madoff eftir að Donald Trump forseti mildaði dóminn yfir honum.
Bandaríkin Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira