Rósa segir Hildi nú frægari en Bó … erlendis Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2020 12:55 Flaggað í Firðinum vegna Óskarsverðlauna Hafnfirðingsins Hildar. Rósa bæjarstjóri segir Hafnfirðinga afar stolta af sinni konu. Flaggað hefur verið í heila stöng á Ráðhúsi Hafnfirðinga vegna Óskarsverðlaunanna sem Hafnfirðingurinn Hildur Guðnadóttir hreppti í nótt fyrir tónlistina í Joker. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri er himinlifandi vegna verðlaunanna. Hún segir þetta merkilegustu verðlaun sem fallið hefur í skaut Íslendings síðan Halldór Laxness hreppti Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1955. Og ekki var verra að þau verðlaun skyldu rata í Hafnarfjörð. Rósa er kát: „Svo sannarlega. Ég veit og finn að Hafnfirðingar eru ákaflega stoltir af henni. Þeir hafa glaðst innilega með henni vegna þeirrar velgengninni sem hún hefur notið undanfarnar vikur. Svo ánægðir eru Hafnfirðingar að á ráðhúsinu þar í bæ er nú flaggað í heila stöng. Og, nú fær hún þessa risastóru viðurkenningu,“ segir Rósa í samtali við Vísi og kann sér vart læti. Bæjarstjórinn vitnar í bæjarmiðilinn Hafnfirðing þar sem frá því er greint að Hildur hóf nám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sjö ára gömul á selló hjá kennaranum Oliver Kentish. Mun Hildur þegar orðin mikil fyrirmynd ungra nemenda þar, samkvæmt heimildum Hafnfirðings. „Í samtali við Hafnfirðing segist Oliver, sem starfaði í 25 ár við tónlistarskólann, að vonum vera afar stoltur af fyrrum nemanda sínum.“ Stórstjarnan Bó hefur nú öðlast harða samkeppni sem frægasti Hafnfirðingur í heimi. Rósa segir að í Hafnarfirði sé blómlegt tónlistarlíf og lögð mikil áhersla á tónlistarnám. „Meðal annars með okkar frábæra tónlistarskóla.“En, má þá ekki segja að þetta staðfesti það sem margir hafa lengi sagt að Hafnarfjörður sé vagga tónlistar á Íslandi?„Jú algjörlega - ekki spurning,“ segir Rósa létt í bragði. En, þá að spurningu sem brennur á mörgum Hafnfirðingnum og gæti reynst viðkvæm: Er Hildur þá orðin þekktasti tónlistarmaður Hafnarfjarðar og hefur tekið við af Bó sem slík?„Að minnsta kosti á erlendri grundu,“ segir Rósa og hlær. Þetta hlýtur að teljast afar diplómatískt svar við þessari snúnu spurningu. Hafnarfjörður Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Óskarinn Tengdar fréttir Systir Hildar með gæsahúð og kökk í hálsinum "Ekki viss um að ég losni við gæsahúðina eða kökkinn neitt á næstunni,“ skrifar Guðrún Halla Guðnadóttir, systir Hildar Guðnadóttur. 10. febrúar 2020 14:30 Stjörnunni breytt þannig að hún verði í hafnfirskum stíl Björgvin Halldórsson segir að stjarnan sem sett var í stéttina í Strandgötu við Bæjarbíó í sumar með nafninu hans, en hefur nú verið fjarlægð, verði breytt á mjög skemmtilegan hátt og í hafnfirskum stíl. 6. desember 2019 12:00 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Íslendingar missa sig yfir tíðindum næturinnar Sagan var skrifuð í nótt þegar Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun, fyrst Íslendinga, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum. 10. febrúar 2020 10:15 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Flaggað hefur verið í heila stöng á Ráðhúsi Hafnfirðinga vegna Óskarsverðlaunanna sem Hafnfirðingurinn Hildur Guðnadóttir hreppti í nótt fyrir tónlistina í Joker. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri er himinlifandi vegna verðlaunanna. Hún segir þetta merkilegustu verðlaun sem fallið hefur í skaut Íslendings síðan Halldór Laxness hreppti Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1955. Og ekki var verra að þau verðlaun skyldu rata í Hafnarfjörð. Rósa er kát: „Svo sannarlega. Ég veit og finn að Hafnfirðingar eru ákaflega stoltir af henni. Þeir hafa glaðst innilega með henni vegna þeirrar velgengninni sem hún hefur notið undanfarnar vikur. Svo ánægðir eru Hafnfirðingar að á ráðhúsinu þar í bæ er nú flaggað í heila stöng. Og, nú fær hún þessa risastóru viðurkenningu,“ segir Rósa í samtali við Vísi og kann sér vart læti. Bæjarstjórinn vitnar í bæjarmiðilinn Hafnfirðing þar sem frá því er greint að Hildur hóf nám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sjö ára gömul á selló hjá kennaranum Oliver Kentish. Mun Hildur þegar orðin mikil fyrirmynd ungra nemenda þar, samkvæmt heimildum Hafnfirðings. „Í samtali við Hafnfirðing segist Oliver, sem starfaði í 25 ár við tónlistarskólann, að vonum vera afar stoltur af fyrrum nemanda sínum.“ Stórstjarnan Bó hefur nú öðlast harða samkeppni sem frægasti Hafnfirðingur í heimi. Rósa segir að í Hafnarfirði sé blómlegt tónlistarlíf og lögð mikil áhersla á tónlistarnám. „Meðal annars með okkar frábæra tónlistarskóla.“En, má þá ekki segja að þetta staðfesti það sem margir hafa lengi sagt að Hafnarfjörður sé vagga tónlistar á Íslandi?„Jú algjörlega - ekki spurning,“ segir Rósa létt í bragði. En, þá að spurningu sem brennur á mörgum Hafnfirðingnum og gæti reynst viðkvæm: Er Hildur þá orðin þekktasti tónlistarmaður Hafnarfjarðar og hefur tekið við af Bó sem slík?„Að minnsta kosti á erlendri grundu,“ segir Rósa og hlær. Þetta hlýtur að teljast afar diplómatískt svar við þessari snúnu spurningu.
Hafnarfjörður Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Óskarinn Tengdar fréttir Systir Hildar með gæsahúð og kökk í hálsinum "Ekki viss um að ég losni við gæsahúðina eða kökkinn neitt á næstunni,“ skrifar Guðrún Halla Guðnadóttir, systir Hildar Guðnadóttur. 10. febrúar 2020 14:30 Stjörnunni breytt þannig að hún verði í hafnfirskum stíl Björgvin Halldórsson segir að stjarnan sem sett var í stéttina í Strandgötu við Bæjarbíó í sumar með nafninu hans, en hefur nú verið fjarlægð, verði breytt á mjög skemmtilegan hátt og í hafnfirskum stíl. 6. desember 2019 12:00 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Íslendingar missa sig yfir tíðindum næturinnar Sagan var skrifuð í nótt þegar Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun, fyrst Íslendinga, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum. 10. febrúar 2020 10:15 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Systir Hildar með gæsahúð og kökk í hálsinum "Ekki viss um að ég losni við gæsahúðina eða kökkinn neitt á næstunni,“ skrifar Guðrún Halla Guðnadóttir, systir Hildar Guðnadóttur. 10. febrúar 2020 14:30
Stjörnunni breytt þannig að hún verði í hafnfirskum stíl Björgvin Halldórsson segir að stjarnan sem sett var í stéttina í Strandgötu við Bæjarbíó í sumar með nafninu hans, en hefur nú verið fjarlægð, verði breytt á mjög skemmtilegan hátt og í hafnfirskum stíl. 6. desember 2019 12:00
Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43
Íslendingar missa sig yfir tíðindum næturinnar Sagan var skrifuð í nótt þegar Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun, fyrst Íslendinga, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum. 10. febrúar 2020 10:15