„Erum pikkfastir í búblu hérna“ - Enn óvíst hvort KR fær undanþágu Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 11:32 Allir leikmenn KR eru klárir í stórleikinn í kvöld nema Aron Bjarki Jósepsson sem er meiddur. VÍSIR/BÁRA „Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, setur strangar reglur um umgjörð vegna leikja á vegum sambandsins vegna kórónuveirufaraldursins. KR-ingar hafa því lítið séð af Glasgow og hvað þá notið nokkurs af því sem að borgin hefur upp á að bjóða, fyrir utan það að skoða Celtic Park. „Við erum í raun pikkfastir í búblu hérna. Við lentum í gær, rúta tók strax við okkur og fór með okkur beint upp á hótel þar sem við erum út af fyrir okkur á 4. hæð. Við fórum svo á æfingu í gær og það er ljóst að Skotarnir taka þessu mjög alvarlega. Það er til að mynda strangt tekið á öllum fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Í morgun snæddu menn morgunmat hér á hótelinu og svo hafa þeir verið inni á hótelherbergi eða á liðsfundum. Ég veit ekki hvort þeir fái að fara í einhvern göngutúr, en svo verður bara farið upp á völl í kvöld,“ segir Páll. Allir leikmenn og starfsmenn KR þurftu að fara í kórónuveirupróf áður en haldið var af stað til Glasgow, en ekkert sýni greindist jákvætt. „Við fórum allir í test áður en við fórum út, og svo voru allir hitamældir í gær til að fá að fara inn á Celtic-völlinn. Svo fara allir í próf við komuna aftur til Íslands, og aftur eftir fjóra daga ef engar undanþágur fást á reglum,“ segir Páll. Brunum beint upp á flugvöll KR-ingar vonast til að fá undanþágu frá sóttkví þegar þeir koma heim til Íslands, fari svo að þeir lendi hér eftir miðnætti þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi. Hins vegar er ljóst að leikurinn við Celtic klárast í fyrsta lagi kl. 20.30 að íslenskum tíma, og krafa er um að Rúnar Kristinsson þjálfari mæti á blaðamannafund eftir leik. Miðað við hefðbundinn flugtíma þyrfti KR að komast af stað frá Glasgow rétt rúmum klukkutíma eftir leik til að lenda á Íslandi fyrir miðnætti. „Við verðum bara að bruna beint upp á flugvöll og verðum í kapphlaupi við tímann að komast heim fyrir miðnætti. Við ætlum okkur að komast heim fyrir miðnætti,“ segir Páll. Takist það, og ekki verið komin nein undanþága, þyrftu KR-ingar samt að lúta reglum um heimkomusmitgát. En mættu þeir þá æfa saman, og spila stórleikinn við Val um helgina? „Ég reikna með því, því við höfum verið hérna allir saman í búblu, og við vinnum alla vega út frá því að við fengjum að spila á laugardaginn. Við erum ekkert eins og hefðbundir ferðalangar. Vonandi fáum við svör um hugsanlega undanþágu eftir hádegi. Það má ekki seinna vera.“ Leikur Celtic og KR hefst kl. 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46 „Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00 Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
„Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, setur strangar reglur um umgjörð vegna leikja á vegum sambandsins vegna kórónuveirufaraldursins. KR-ingar hafa því lítið séð af Glasgow og hvað þá notið nokkurs af því sem að borgin hefur upp á að bjóða, fyrir utan það að skoða Celtic Park. „Við erum í raun pikkfastir í búblu hérna. Við lentum í gær, rúta tók strax við okkur og fór með okkur beint upp á hótel þar sem við erum út af fyrir okkur á 4. hæð. Við fórum svo á æfingu í gær og það er ljóst að Skotarnir taka þessu mjög alvarlega. Það er til að mynda strangt tekið á öllum fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Í morgun snæddu menn morgunmat hér á hótelinu og svo hafa þeir verið inni á hótelherbergi eða á liðsfundum. Ég veit ekki hvort þeir fái að fara í einhvern göngutúr, en svo verður bara farið upp á völl í kvöld,“ segir Páll. Allir leikmenn og starfsmenn KR þurftu að fara í kórónuveirupróf áður en haldið var af stað til Glasgow, en ekkert sýni greindist jákvætt. „Við fórum allir í test áður en við fórum út, og svo voru allir hitamældir í gær til að fá að fara inn á Celtic-völlinn. Svo fara allir í próf við komuna aftur til Íslands, og aftur eftir fjóra daga ef engar undanþágur fást á reglum,“ segir Páll. Brunum beint upp á flugvöll KR-ingar vonast til að fá undanþágu frá sóttkví þegar þeir koma heim til Íslands, fari svo að þeir lendi hér eftir miðnætti þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi. Hins vegar er ljóst að leikurinn við Celtic klárast í fyrsta lagi kl. 20.30 að íslenskum tíma, og krafa er um að Rúnar Kristinsson þjálfari mæti á blaðamannafund eftir leik. Miðað við hefðbundinn flugtíma þyrfti KR að komast af stað frá Glasgow rétt rúmum klukkutíma eftir leik til að lenda á Íslandi fyrir miðnætti. „Við verðum bara að bruna beint upp á flugvöll og verðum í kapphlaupi við tímann að komast heim fyrir miðnætti. Við ætlum okkur að komast heim fyrir miðnætti,“ segir Páll. Takist það, og ekki verið komin nein undanþága, þyrftu KR-ingar samt að lúta reglum um heimkomusmitgát. En mættu þeir þá æfa saman, og spila stórleikinn við Val um helgina? „Ég reikna með því, því við höfum verið hérna allir saman í búblu, og við vinnum alla vega út frá því að við fengjum að spila á laugardaginn. Við erum ekkert eins og hefðbundir ferðalangar. Vonandi fáum við svör um hugsanlega undanþágu eftir hádegi. Það má ekki seinna vera.“ Leikur Celtic og KR hefst kl. 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46 „Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00 Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46
„Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00
Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti