Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2020 06:15 Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn. vísir/vilhelm Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í gær þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. Nærri tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Hefur áhrif á matarþjónustu í einhverjum grunnskólum Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingarfólks mest á leikskólum auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fái vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa, einn fyrir hádegi og annar eftir hádegi. „Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskist og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.Vísir/Vilhelm Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, barna, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Eftir því sem verkfallstíminn lengist mun það hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og aldraðra falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur,“ segir í tilkynningunni. Allsherjarverkfall á mánudaginn Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta en að auki er vetrarþjónustu eins og hálkuvörnum og snjóhreinsun í borginni ekki sinnt á meðan verkfall stendur yfir. Sömuleiðis er ekki hreinsað í kringum grenndarstöðvar og ruslastampar ekki tæmdir. Ef ekki nást samningar á milli borgarinnar og Eflingar nú í vikunni hefur verkalýðsfélagið Efling boðað til allsherjarverkfalls næstkomandi mánudag 17. febrúar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Þriggja daga verkfall framundan Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. 10. febrúar 2020 19:19 Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í gær þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. Nærri tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Hefur áhrif á matarþjónustu í einhverjum grunnskólum Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingarfólks mest á leikskólum auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fái vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa, einn fyrir hádegi og annar eftir hádegi. „Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskist og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.Vísir/Vilhelm Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, barna, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Eftir því sem verkfallstíminn lengist mun það hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og aldraðra falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur,“ segir í tilkynningunni. Allsherjarverkfall á mánudaginn Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta en að auki er vetrarþjónustu eins og hálkuvörnum og snjóhreinsun í borginni ekki sinnt á meðan verkfall stendur yfir. Sömuleiðis er ekki hreinsað í kringum grenndarstöðvar og ruslastampar ekki tæmdir. Ef ekki nást samningar á milli borgarinnar og Eflingar nú í vikunni hefur verkalýðsfélagið Efling boðað til allsherjarverkfalls næstkomandi mánudag 17. febrúar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Þriggja daga verkfall framundan Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. 10. febrúar 2020 19:19 Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13
Þriggja daga verkfall framundan Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. 10. febrúar 2020 19:19
Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05