Það má segja að Hildur Guðnadóttir hafi breytt sögunni hvað varðar kynjahlutföll þegar kemur að verðlaunum í tengslum við kvikmyndatónlist.
Síðastliðið ár hefur hún unnið yfir sextíu prósent allra verðlauna sem konur hafa fengið fyrir kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónlist. Hildur var aðeins fjórða konan til að vinna Óskarinn fyrir kvikmyndatónlist á þeim 92 árum sem verðlaunahátíðin hefur verið haldin.
Það hefur það verið svo sjaldgæft að konur vinni til verðlauna fyrir kvikmyndatónlist að Hildur hefur síðastliðið ár unnið til tíu verðlauna á stærstu kvikmyndahátíðum heims og þar með hækkað hlut kvenna úr sex verðlaunum í sextán í sögunni.
Þetta má sjá á myndbandi sem Pipar\TBWA gerði til glöggvunar á þessu einstæða afreki Hildar.