Sportpakkinn: HSÍ er brugðið eftir að sambandið fékk tíu milljónum lægri styrk en það bjóst við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 15:15 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur áhyggjur af stöðunni. Mynd/S2 Sport Handknattleiksamband Íslands þarf að skera niður um tíu milljónir á þessu ári eftir að hafa búist við að fá sama styrk úr Afrekssjóði í ár og í fyrra. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra sambandsins. Handknattleiksamband Íslands fékk hæsta styrkinn sem úthlutað var úr Afrekssjóði í gær eða 58,3 milljónir króna sem er tíu milljónum króna minna en sambandið fékk á síðasta ári. „Okkur er brugðið, við verðum að viðurkenna það. Þetta er ekki þar sem okkar væntingar voru á eftir samtöl okkar við sjóðinn í desember þegar umsóknarferlið var í gangi. Þá gerðum við ráð fyrir því að fá óbreytta upphæð á milli ára,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Okkur er verulega brugðið núna talandi ekki um stærsti mánuðurinn í landsliðsverkefnunum, janúar, er búinn. Við fórum inn í EM með þær væntingar að við værum með óbreyttan afreksstyrk og þess vegna setur þetta verulegt strik í reikninginn,“ sagði Róbert Geir Gíslason. „Okkar allar fjárhagsáætlanir og annað hafa miðað við óbreyttan styrk. Eins og staðan er í dag þá er erum við tíu milljónir í mínus á okkar áætlun á árinu,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Klippa: Róbert, framkvæmdastjóri HSÍ: Okkur er verulega brugðið Handknattleikssambandið þarf í framhaldinu að endurskoða allan sinn rekstur. „Við þurfum núna að setjast niður og endurskoða allar okkar áætlanir fyrir árið. Við erum að klára það að semja um landsleiki fyrir karlalandsliðið í apríl þar sem við erum að reyna að fá leiki til að undirbúa liðið fyrir HM umspilið sem er í júní. Núna þurfum við að taka allt til endurskoðunar, hvað við gerum og í hvað við eyðum peningunum okkar,“ sagði Róbert. „Eins og markaðurinn er í dag þá er erfitt að afla þessara peninga frá fyrirtækjum þar sem að atvinnulífið er frosið. Það er enginn bilbugur á okkur og við ætlum að reyna okkar besta. Það er ljóst að við þurfum væntanlega að skera niður um þessar tíu milljónir,“ sagði Róbert. Hvað þýðir það að skera niður? „Við fengum bara þessu tíðindi í gær, 10. febrúar. Við eigum eftir að setjast niður og sjá hvar við getum hagrætt. Okkar markmið samt sem áður er að koma kvennalandsliðinu okkar inn á stórmót og koma karlalandsliðinu í topp átta. Við ætlum ekki að kvika frá þeim markmiðum en það er ljóst að við getum ekki leyft okkur sömu hluti og við höfum gert. Við þurfum að skoða það hvar og hvernig við getum minnkað umfangið okkar,“ sagði Róbert Geir Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. EM 2020 í handbolta Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Handknattleiksamband Íslands þarf að skera niður um tíu milljónir á þessu ári eftir að hafa búist við að fá sama styrk úr Afrekssjóði í ár og í fyrra. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra sambandsins. Handknattleiksamband Íslands fékk hæsta styrkinn sem úthlutað var úr Afrekssjóði í gær eða 58,3 milljónir króna sem er tíu milljónum króna minna en sambandið fékk á síðasta ári. „Okkur er brugðið, við verðum að viðurkenna það. Þetta er ekki þar sem okkar væntingar voru á eftir samtöl okkar við sjóðinn í desember þegar umsóknarferlið var í gangi. Þá gerðum við ráð fyrir því að fá óbreytta upphæð á milli ára,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Okkur er verulega brugðið núna talandi ekki um stærsti mánuðurinn í landsliðsverkefnunum, janúar, er búinn. Við fórum inn í EM með þær væntingar að við værum með óbreyttan afreksstyrk og þess vegna setur þetta verulegt strik í reikninginn,“ sagði Róbert Geir Gíslason. „Okkar allar fjárhagsáætlanir og annað hafa miðað við óbreyttan styrk. Eins og staðan er í dag þá er erum við tíu milljónir í mínus á okkar áætlun á árinu,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Klippa: Róbert, framkvæmdastjóri HSÍ: Okkur er verulega brugðið Handknattleikssambandið þarf í framhaldinu að endurskoða allan sinn rekstur. „Við þurfum núna að setjast niður og endurskoða allar okkar áætlanir fyrir árið. Við erum að klára það að semja um landsleiki fyrir karlalandsliðið í apríl þar sem við erum að reyna að fá leiki til að undirbúa liðið fyrir HM umspilið sem er í júní. Núna þurfum við að taka allt til endurskoðunar, hvað við gerum og í hvað við eyðum peningunum okkar,“ sagði Róbert. „Eins og markaðurinn er í dag þá er erfitt að afla þessara peninga frá fyrirtækjum þar sem að atvinnulífið er frosið. Það er enginn bilbugur á okkur og við ætlum að reyna okkar besta. Það er ljóst að við þurfum væntanlega að skera niður um þessar tíu milljónir,“ sagði Róbert. Hvað þýðir það að skera niður? „Við fengum bara þessu tíðindi í gær, 10. febrúar. Við eigum eftir að setjast niður og sjá hvar við getum hagrætt. Okkar markmið samt sem áður er að koma kvennalandsliðinu okkar inn á stórmót og koma karlalandsliðinu í topp átta. Við ætlum ekki að kvika frá þeim markmiðum en það er ljóst að við getum ekki leyft okkur sömu hluti og við höfum gert. Við þurfum að skoða það hvar og hvernig við getum minnkað umfangið okkar,“ sagði Róbert Geir Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
EM 2020 í handbolta Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn