Ummæli Bloomberg um minnihlutahópa og glæpi vekja umtal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2020 23:30 Frambjóðandinn Michael Bloomberg er eigandi Bloomberg News. Getty/Jim Spellman Ummæli sem Michael Bloomberg, einn af forsetaframbjóðendum Demókrata og einn ríkasti maður heims, lét falla árið 2015 um að lögregla ætti að einbeita sér að hverfum þar sem minnihlutahópar búi vegna þar séu „allir glæpirnir framdir“ gætu komið honum í klandur.BBC fjallar um ummælin sem Bloomberg lét falla á fundi hugveitunnar Aspen Institute í Colorado-ríki Bandaríkjanna í febrúar 2015. Er frétt BBC byggð á hljóðupptöku af fundinum. Þar má heyra Bloomberg, sem var borgarstjóri New York borgar á árunum 2002 til 2014, segja að 95 prósent allra morða, morðingja og fórnarlamba þeirra falli í einn flokk.„Það er hægt að taka lýsinguna, ljósrita hana og láta löggurnar fá hana. Þetta eru karlar sem tilheyra minnihlutahópi á aldrinum 15 til 25. Þetta gildir um New York,“ sagði Bloomberg og bætti við að þetta mætti heimfæra á flestar borgir.Þá ræddi hann einnig af hverju algengt væri að löggur einbeittu sér að hverfum þar sem minnihlutahópar eru í meirihluta.„Af hverju gerum við það? Vegna þess að þar eru allir glæpirnir framdir,“ sagði Bloomberg.Bloomberg hefur nýtt gríðarleg auðævi sín til þess að koma sér fyrir í kosningabaráttu forsetaframbjóðenda demókrata þar sem þröngt er á þingi. Forkosningarnar demókrata eru nýhafnar og fara kosningar númer tvo á dagatalinu fram í New Hampshire í dag. Bloomberg er þó ekki á kjörskrá í New Hampshire, sem þykir óvenjulegt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Ummæli sem Michael Bloomberg, einn af forsetaframbjóðendum Demókrata og einn ríkasti maður heims, lét falla árið 2015 um að lögregla ætti að einbeita sér að hverfum þar sem minnihlutahópar búi vegna þar séu „allir glæpirnir framdir“ gætu komið honum í klandur.BBC fjallar um ummælin sem Bloomberg lét falla á fundi hugveitunnar Aspen Institute í Colorado-ríki Bandaríkjanna í febrúar 2015. Er frétt BBC byggð á hljóðupptöku af fundinum. Þar má heyra Bloomberg, sem var borgarstjóri New York borgar á árunum 2002 til 2014, segja að 95 prósent allra morða, morðingja og fórnarlamba þeirra falli í einn flokk.„Það er hægt að taka lýsinguna, ljósrita hana og láta löggurnar fá hana. Þetta eru karlar sem tilheyra minnihlutahópi á aldrinum 15 til 25. Þetta gildir um New York,“ sagði Bloomberg og bætti við að þetta mætti heimfæra á flestar borgir.Þá ræddi hann einnig af hverju algengt væri að löggur einbeittu sér að hverfum þar sem minnihlutahópar eru í meirihluta.„Af hverju gerum við það? Vegna þess að þar eru allir glæpirnir framdir,“ sagði Bloomberg.Bloomberg hefur nýtt gríðarleg auðævi sín til þess að koma sér fyrir í kosningabaráttu forsetaframbjóðenda demókrata þar sem þröngt er á þingi. Forkosningarnar demókrata eru nýhafnar og fara kosningar númer tvo á dagatalinu fram í New Hampshire í dag. Bloomberg er þó ekki á kjörskrá í New Hampshire, sem þykir óvenjulegt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
„Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18
Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00