Arjen Robben er kóngurinn í augum leikmannsins sem Liverpool reyndi að kaupa í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 16:00 Samuel Chukwueze er mjög spennandi leikmaður sem er fæddur árið 1999. Skiptir hann úr gulu í rautt í sumar? Getty/Tim Clayton Liverpool reyndi án árangurs að kaupa tvítugan Nígeríumann í janúar samkvæmt fréttum frá hinu virta franska blaði France Football. Nígeríumaðurinn Samuel Chukwueze þykir afar spennandi knattspyrnumaður og líka í augum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool liðsins. Samuel Chukwueze er aðeins tvítugur og spilar út á hægri kanti. Hann hefur heillað Klopp og aðra með frammistöðu sinni með spænska félaginu Villarreal. Villarreal ætlar sér hins vegar að fá mikið fyrir strákinn og hafnaði tilboði Liverpool í janúar. Nú er búist við því að Liverpool bjóði aftur í hann í sumar en gæti mögulega þurft að borga 60 milljónir punda fyrir hann. The player may want to keep his hero under his hat if he does make the move to Liverpool in the summer... https://t.co/KrtU5QT0FO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 11, 2020 Samuel Chukwueze er með samning við Villarreal til ársins 2023 en hann hefur þegar spilað þrettán sinnum fyrir nígeríska landsliðið. Hann spilaði fyrst með b-liði Villarreal en er á sínu öðru tímabili með aðalliðinu. Samuel Chukwueze er með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 22 leikjum með Villarreal í spænsku deildinni á þessari leiktíð. Í fyrra var hann með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 26 leikjum. Það sem vekur líka athygli með Chukwueze er að hann dýrkaði Hollendinginn Arjen Robben sem var hans átrúnaðargoð í fótboltanum. „Robben er kóngurinn í mínum augum. Hann er hinn fullkomni leikmaður. Ég hef horft á svo margar YouTube klippur með honum og það er svo margt sem ég get lært af honum. Enn í dag þá skoða ég stundum YouTube klippur á leið í leikina mína. Ég horfi á mörkin hans og hvernig hann lék með boltann. Hann er innblástur fyrir mig og einn af þeim allra bestu,“ sagði í viðtali við Goal. „Ég vil vera ég sjálfur og auðvitað verður maður að vera það. Það er samt nauðsynlegt að læra af mönnum eins og honum. Þvílíkur leikmaður,“ sagði Samuel Chukwueze. Samuel Chukwueze þykir líka gera frægustu hreyfingu Arjen Robben betur en aðrir sem er að keyra inn frá hægri kanti en hann er örvfættur leikmaður sem spilar best á hægri kantinum. Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Liverpool reyndi án árangurs að kaupa tvítugan Nígeríumann í janúar samkvæmt fréttum frá hinu virta franska blaði France Football. Nígeríumaðurinn Samuel Chukwueze þykir afar spennandi knattspyrnumaður og líka í augum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool liðsins. Samuel Chukwueze er aðeins tvítugur og spilar út á hægri kanti. Hann hefur heillað Klopp og aðra með frammistöðu sinni með spænska félaginu Villarreal. Villarreal ætlar sér hins vegar að fá mikið fyrir strákinn og hafnaði tilboði Liverpool í janúar. Nú er búist við því að Liverpool bjóði aftur í hann í sumar en gæti mögulega þurft að borga 60 milljónir punda fyrir hann. The player may want to keep his hero under his hat if he does make the move to Liverpool in the summer... https://t.co/KrtU5QT0FO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 11, 2020 Samuel Chukwueze er með samning við Villarreal til ársins 2023 en hann hefur þegar spilað þrettán sinnum fyrir nígeríska landsliðið. Hann spilaði fyrst með b-liði Villarreal en er á sínu öðru tímabili með aðalliðinu. Samuel Chukwueze er með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 22 leikjum með Villarreal í spænsku deildinni á þessari leiktíð. Í fyrra var hann með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 26 leikjum. Það sem vekur líka athygli með Chukwueze er að hann dýrkaði Hollendinginn Arjen Robben sem var hans átrúnaðargoð í fótboltanum. „Robben er kóngurinn í mínum augum. Hann er hinn fullkomni leikmaður. Ég hef horft á svo margar YouTube klippur með honum og það er svo margt sem ég get lært af honum. Enn í dag þá skoða ég stundum YouTube klippur á leið í leikina mína. Ég horfi á mörkin hans og hvernig hann lék með boltann. Hann er innblástur fyrir mig og einn af þeim allra bestu,“ sagði í viðtali við Goal. „Ég vil vera ég sjálfur og auðvitað verður maður að vera það. Það er samt nauðsynlegt að læra af mönnum eins og honum. Þvílíkur leikmaður,“ sagði Samuel Chukwueze. Samuel Chukwueze þykir líka gera frægustu hreyfingu Arjen Robben betur en aðrir sem er að keyra inn frá hægri kanti en hann er örvfættur leikmaður sem spilar best á hægri kantinum.
Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira