Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2020 15:36 Frá stofnfundi Íslendingafélagsins í byrjun janúar. Íslendingafélagið á Gran Cancaria Formaður Íslendingafélagsins á Gran Canaria segir mikil vonbrigði að geta ekki boðið upp á þorramat á fyrsta þorrablóti félagsins sem fram fer í kvöld. Ástæðan er sú að matnum, virði mörg hundruð þúsunda, var hent í ruslið á flugvellinum á Kanaríeyjum. Boðið verður upp á kjötsúpu í staðinn. Íslendingafélagið var stofnað í byrjun árs. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, segir fólk hafa gengið með þann draum í lengri tíma að stofna félagið og halda þorrablót. Líklega búi búi á þriðja hundrað Íslendingar á eyjunni og mikil eftirvænting hafi verið fyrir blótinu. „Við pöntuðum allan matinn frá Íslandi,“ segir Jóhanna Kristín. Kjarnafæði hafi séð um matinn og segir formaðurinn öll samskipti við félagið hafa verið til fyrirmyndar. Annað hafi verið uppi á teningnum hjá flutningsaðilanum, DHL. „Það klikkaði eitthvað hjá þeim.“ Sætir og brúnir Íslendinga á Spáni.Íslendingafélagið á Gran Cancaria Líklega þarf ekkert að efast um það enda ákvað tolllögreglan á flugvellinum ytra að henda öllum þorramatnum. Hvers vegna? Jóhanna Kristín hefur ekki svör við þeirri spurningu enda hafi öll orka hennar og stjórnarinnar farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu á mánudag. „Maturinn var kominn á eyjuna. Þeir tóku sig til og förguðu honum.“ Þá voru góð ráð dýr. Búið að selja 240 miða á blótið og hugur í fólki. Jóhanna Kristín segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að „face-a fólkið.“ Horfast í augu við stöðuna. „Stjórnin hefur verið á kafi í þessu með aðstoð góðs fólks og við erum að verða klár með kjötsúpu fyrir 240 manns,“ segir Jóhanna Kristín. Til viðbótar verði boðið upp á síldarrétti og brauð. Skemmtiatriðin verði svo auðvitað á sínum stað. Þorrablótið verður í kvöld en enginn þorramatur.Íslendingafélagið Gran Cancaria „Við reynum að gera gott úr þessu og keyrum þetta eins og við ætluðum. Nema það verður enginn þorramatur.“ Stjórnin ætlar að leita réttar síns í málinu og sjá hvað hægt sé að gera. Jóhanna Kristín vill ekki nefna nákvæma fjárhæð sem glataðist nema að um sé að ræða mikla peninga. Sérstaklega fyrir nýstofnað félag. Þau hafi engin svör fengið enn sem komið er nema ljóst sé að eitthvað hafi klikkað í pappírunum hjá DHL. Jóhanna Kristín, sem er eyjakona með meiru hvort sem er á Heimaey eða Gran Canaria, hefur búið í fjögur ár á Kanaríeyjum og unir hag sínum vel. Þar er í dag 30 stiga hiti en veturinn hafi verið óvenjuhlýr. „Ég er bara á Suðurhafseyjum, einni við Ísland og einni hér,“ segir Jóhanna á léttum nótum. Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Formaður Íslendingafélagsins á Gran Canaria segir mikil vonbrigði að geta ekki boðið upp á þorramat á fyrsta þorrablóti félagsins sem fram fer í kvöld. Ástæðan er sú að matnum, virði mörg hundruð þúsunda, var hent í ruslið á flugvellinum á Kanaríeyjum. Boðið verður upp á kjötsúpu í staðinn. Íslendingafélagið var stofnað í byrjun árs. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, segir fólk hafa gengið með þann draum í lengri tíma að stofna félagið og halda þorrablót. Líklega búi búi á þriðja hundrað Íslendingar á eyjunni og mikil eftirvænting hafi verið fyrir blótinu. „Við pöntuðum allan matinn frá Íslandi,“ segir Jóhanna Kristín. Kjarnafæði hafi séð um matinn og segir formaðurinn öll samskipti við félagið hafa verið til fyrirmyndar. Annað hafi verið uppi á teningnum hjá flutningsaðilanum, DHL. „Það klikkaði eitthvað hjá þeim.“ Sætir og brúnir Íslendinga á Spáni.Íslendingafélagið á Gran Cancaria Líklega þarf ekkert að efast um það enda ákvað tolllögreglan á flugvellinum ytra að henda öllum þorramatnum. Hvers vegna? Jóhanna Kristín hefur ekki svör við þeirri spurningu enda hafi öll orka hennar og stjórnarinnar farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu á mánudag. „Maturinn var kominn á eyjuna. Þeir tóku sig til og förguðu honum.“ Þá voru góð ráð dýr. Búið að selja 240 miða á blótið og hugur í fólki. Jóhanna Kristín segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að „face-a fólkið.“ Horfast í augu við stöðuna. „Stjórnin hefur verið á kafi í þessu með aðstoð góðs fólks og við erum að verða klár með kjötsúpu fyrir 240 manns,“ segir Jóhanna Kristín. Til viðbótar verði boðið upp á síldarrétti og brauð. Skemmtiatriðin verði svo auðvitað á sínum stað. Þorrablótið verður í kvöld en enginn þorramatur.Íslendingafélagið Gran Cancaria „Við reynum að gera gott úr þessu og keyrum þetta eins og við ætluðum. Nema það verður enginn þorramatur.“ Stjórnin ætlar að leita réttar síns í málinu og sjá hvað hægt sé að gera. Jóhanna Kristín vill ekki nefna nákvæma fjárhæð sem glataðist nema að um sé að ræða mikla peninga. Sérstaklega fyrir nýstofnað félag. Þau hafi engin svör fengið enn sem komið er nema ljóst sé að eitthvað hafi klikkað í pappírunum hjá DHL. Jóhanna Kristín, sem er eyjakona með meiru hvort sem er á Heimaey eða Gran Canaria, hefur búið í fjögur ár á Kanaríeyjum og unir hag sínum vel. Þar er í dag 30 stiga hiti en veturinn hafi verið óvenjuhlýr. „Ég er bara á Suðurhafseyjum, einni við Ísland og einni hér,“ segir Jóhanna á léttum nótum.
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira