Viðskipti innlent

Reynslubolti frá Arion banka í Samkaup

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heiður Björk hefur starfað hjá Arion banka frá árinu 2007 en fetar nú nýjar slóðir.
Heiður Björk hefur starfað hjá Arion banka frá árinu 2007 en fetar nú nýjar slóðir.

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa og mun taka við starfinu í mars af Brynjari Steinarssyni. 

„Ég er full tilhlökkunar að koma til starfa hjá Samkaupum, það verður gaman að takast á við ný verkefni og taka þátt í þeirri vegferð sem framundan er hjá fyrirtækinu,“ segir Heiður Björk í tilkynningu.

Heiður Björk hefur reynslu á sviðum fjármála en hún hefur starfað hjá Arion banka síðan 2007, m.a. sem fjármálaráðgjafi, sérfræðingur í fyrirtækjalánum, viðskiptastjóri fyrirtækja og síðast sem þjónustustjóri einstaklinga í aðalútibúi bankans.

Heiður Björk hefur lokið MBA námi við Háskóla Íslands, er með BS.c. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, með próf í verðbréfamiðlun og vottaður sem fjármálaráðgjafi.

Samkaup reka 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslunarmerki Samkaupa eru: Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin og Iceland.


Tengdar fréttir

Ráðnir framkvæmdastjórar hjá Samkaupum

Þeir Gunnar Egill Sigurðsson, Stefán Ragnar Guðjónsson og Brynjar Steinarsson hafa verið ráðnir í nýjar framkvæmdastjórastöður hjá Samkaupum í kjölfar skipulagsbreytinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×