Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 18:21 Sætir og brúnir Íslendingar á Spáni. Íslendingafélagið á Gran Cancaria Tollverðir sem tóku á móti sendingu af þorramat nýstofnaðs Íslendingafélags á Kanaríeyjum förguðu pökkunum á flugvellinum vegna „óvenju slæmrar lyktar“, að sögn sölu- og markaðsstjóra DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi til Kanaríeyja. Greint var frá því í dag að matnum, sem átti að vera á boðstólnum á fyrsta þorrablóti Íslendingafélagsins í kvöld, hefði verið hent beint í ruslið við komu á flugvöllinn á Kanaríeyjum í hádeginu í gær. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, sagði í samtali við Vísi að eitthvað hefði „klikkað“ hjá flutningsaðilanum DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi. Þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna tollgæslan á flugvellinum hefði ákveðið að henda matnum. Öll hennar orka hefði farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu í gær. Niðurstaðan var að bjóða upp á kjötsúpu á þorrablótinu. COVID19-veiran og ólyktin voru banabitarnir Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. DHL flytji hundruð matvælasendinga frá Íslandi til útlanda á ári hverju án vandkvæða, einkum í kringum páska og jól. „Hins vegar er tímasetningin á flutningi matvæla á milli landa með hraðsendingu ekki ákjósanleg um þessar mundir vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar og eru hertar reglur sem gilda um innflutning matvæla í flestum löndum þessa dagana,“ segir Björn Viðar. „Umrædd sending var stöðvuð af tollayfirvöldum á Kanarí þar sem óvenju slæm lykt var af innihaldi pakkanna. Þegar í ljós kom að um matvæli var að ræða þá var ákveðið að farga sendingunni strax.“ Pappírar sem fylgdu með sendingunni hefðu ekki skipt neinu máli þar sem tollgæslan á Kanaríeyjum hefði þurft að fara eftir fyrirmælum frá stjórnvöldum, sem væru skýr um hvað skuli gera í tilfellum sem þessum. Þá segir hann þeim hjá DHL að sjálfsögðu þykja mjög leitt að sendingunni hafi verið fargað og hyggst fyrirtækið endurgreiða Íslendingafélaginu flutningskostnaðinn. „Að því sögðu þá er ánægjulegt að heyra að þau ætli að gera gott úr þessu og gera sér glaðan dag, eins og Íslendingum sæmir, þótt ekki verði hákarl eða hrútspungar á borðum að þessu sinni.“ Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Tollverðir sem tóku á móti sendingu af þorramat nýstofnaðs Íslendingafélags á Kanaríeyjum förguðu pökkunum á flugvellinum vegna „óvenju slæmrar lyktar“, að sögn sölu- og markaðsstjóra DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi til Kanaríeyja. Greint var frá því í dag að matnum, sem átti að vera á boðstólnum á fyrsta þorrablóti Íslendingafélagsins í kvöld, hefði verið hent beint í ruslið við komu á flugvöllinn á Kanaríeyjum í hádeginu í gær. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, sagði í samtali við Vísi að eitthvað hefði „klikkað“ hjá flutningsaðilanum DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi. Þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna tollgæslan á flugvellinum hefði ákveðið að henda matnum. Öll hennar orka hefði farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu í gær. Niðurstaðan var að bjóða upp á kjötsúpu á þorrablótinu. COVID19-veiran og ólyktin voru banabitarnir Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. DHL flytji hundruð matvælasendinga frá Íslandi til útlanda á ári hverju án vandkvæða, einkum í kringum páska og jól. „Hins vegar er tímasetningin á flutningi matvæla á milli landa með hraðsendingu ekki ákjósanleg um þessar mundir vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar og eru hertar reglur sem gilda um innflutning matvæla í flestum löndum þessa dagana,“ segir Björn Viðar. „Umrædd sending var stöðvuð af tollayfirvöldum á Kanarí þar sem óvenju slæm lykt var af innihaldi pakkanna. Þegar í ljós kom að um matvæli var að ræða þá var ákveðið að farga sendingunni strax.“ Pappírar sem fylgdu með sendingunni hefðu ekki skipt neinu máli þar sem tollgæslan á Kanaríeyjum hefði þurft að fara eftir fyrirmælum frá stjórnvöldum, sem væru skýr um hvað skuli gera í tilfellum sem þessum. Þá segir hann þeim hjá DHL að sjálfsögðu þykja mjög leitt að sendingunni hafi verið fargað og hyggst fyrirtækið endurgreiða Íslendingafélaginu flutningskostnaðinn. „Að því sögðu þá er ánægjulegt að heyra að þau ætli að gera gott úr þessu og gera sér glaðan dag, eins og Íslendingum sæmir, þótt ekki verði hákarl eða hrútspungar á borðum að þessu sinni.“
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36