Urðu af 12,7 milljarða árangurstengdri greiðslu Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2020 06:50 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, er bjartsýnn á árið sem fraumundan er. CCP Alls hafa tvær milljónir spilara skráð sig að nýrri farsímaútgáfu tölvuleiksins EVE Online sem gengur undir nafninu EVE Echoes. Spilararnir sem um ræðir eru einungis þeir sem notast við Android-síma. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, sem birtist í dag. Segir Hilmar að áætlanir fyrirtækisins geri ráð fyrir að allt að fimm milljónir manna verði komnir með aðgang að leiknum í símanum fyrir árslok, eftir að iPhone-eigendur hafa bæst í hópinn. Urðu af árangurstengdri greiðslu Í viðtalinu segir Hilmar að ýmsir þættir hafi valdið töfum á vexti fyrirtækisins í Asíu. Hafi þær valdið því að fyrrverandi eigendur urðu af árangurstengdri greiðslu sem nam 100 milljónum Bandaríkjadala, um 12,7 milljörðum króna. Eigendurnir fyrrverandi eru Novator Partners með 27.2% hlut og einnig bandarísku sjóðirnir General Catalyst Partners og New Enterprise Associates sem fóru með stóran hlut. Þá er nokkur fjöldi minni hluthafa, Umrædd greiðsla var hluti kaupgreiðslu nýja eigandans, Pearl Abyss, en kaupgreiðslan árið 2018 nam 425 milljónum dala, að því er fram kemur í viðtalinu. Í tilkynningu frá CCP, sem send var á fjölmiðla í morgun, segir að þetta hafi komið fram í uppgjöri Pearl Abyss sem birtist í kóresku kauphöllinni rétt eftir lokun markaða í gær. Vonir standi til að það náist að uppfylla skilyrði fyrir slíkri árangurgreiðslu vegna ársins í ár. Áætlaðar tekjur af útgáfu EVE Echoes og EVE Online í Kína síðar á þessu ári muni hafa umtalsverð áhrif á arðsemi CCP, þar sem fjárfesting CCP í þróun leikjanna hafi þegar verið að fullu gjaldfærð. Starfsemi CCP á Íslandi flyst öll í Grósku í Vatnsmýrinni á þessu ári.CCP Sókn inn á kóreskan markað Tölvuleikurinn Eve Online var kynntur til leiks fyrir heilum sautján árum og segir Hilmar Veigar fyrirtækið nú vera í mikilli sókn og spennandi tíma framundan. Reikni forsvarsmenn CCP með að árið í ár verði það stærsta í 23 ára sögu fyrirtækisins. Í tilkynningunni kemur fram að fyrirtækið hafi síðustu misserin sótt inn á suður-kóreskan markað sem hafi skilað sér í miklum fjölda nýrra spilara. „Kóreskir spilarar [eru] nú þegar orðnir 15% daglegra virkra notenda leiksins. Þessi mikli árangur í Kóreu er ein ástæða fyrir því að alls 100 þúsund nýir spilarar byrjuðu að spila leikinn í nýliðnum janúarmánuði, sem var sjötti besti mánuðurinn í 17 ára sögu EVE Online og samsvarar rúmlega tvöföldun á milli ára,“ segir í tilkynningunni. Flutningur í Vatnsmýrina CCP mun í næsta mánuði flytja alla starfsemi sína á Íslandi í nýjar sérhannaðar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Vatnsmýrinni. Húsið sem mun hýsa starfsemina nefnist Gróska og er sagt hannað með þarfir skapandi iðnaðar í huga. Tölvuteiknaðar myndir úr Grósku.CCP Flutningar fyrirtækisins þangað gefi kost á sterkari tengingu CCP við háskólasamfélagið, sem og við önnur leikja- og sprotafyrirtæki sem munu starfa í húsinu. Covid19-veiran hefur áhrif Í tilkynningunni, þar sem stiklað er á stóru í starfsemi fyrirtækisins síðasta árið og hvað sé framundan, er einnig minnst á að starfsmenn CCP í Sjanghæ í Kína hafi að undanförnu þurft að vinna að heiman vegna útbreiðslu kórónaveirunnar (Covid19). „Enginn sem starfar fyrir fyrirtækið í Kína hefur veikst en starfsfólkið hefur þó ekki farið varhluta af þeim miklum röskunum sem orðið hafa á daglegu lífi á mörgum stöðum í landinu vegna faraldursins. Ekki er búist við að kórónaveiran tefji innkomu CCP á Kínamarkað svo nokkru nemi en vel er fylgst með þróuninni,“ segir í tilkynningunni.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fyrirtækið sendi tilkynningu á fjölmiðla. Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Spilarar EVE Online gáfu rúmar þrettán milljónir til Ástralíu Spilarar EVO Online, tölvuleiks CCP, hafa safnað vel á fjórtán milljónum króna sem gefið hefur verið til uppbyggingar- og hjálparstarfs í Ástralíu vegna skógareldanna sem geisað hafa þar. 7. febrúar 2020 15:05 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Alls hafa tvær milljónir spilara skráð sig að nýrri farsímaútgáfu tölvuleiksins EVE Online sem gengur undir nafninu EVE Echoes. Spilararnir sem um ræðir eru einungis þeir sem notast við Android-síma. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, sem birtist í dag. Segir Hilmar að áætlanir fyrirtækisins geri ráð fyrir að allt að fimm milljónir manna verði komnir með aðgang að leiknum í símanum fyrir árslok, eftir að iPhone-eigendur hafa bæst í hópinn. Urðu af árangurstengdri greiðslu Í viðtalinu segir Hilmar að ýmsir þættir hafi valdið töfum á vexti fyrirtækisins í Asíu. Hafi þær valdið því að fyrrverandi eigendur urðu af árangurstengdri greiðslu sem nam 100 milljónum Bandaríkjadala, um 12,7 milljörðum króna. Eigendurnir fyrrverandi eru Novator Partners með 27.2% hlut og einnig bandarísku sjóðirnir General Catalyst Partners og New Enterprise Associates sem fóru með stóran hlut. Þá er nokkur fjöldi minni hluthafa, Umrædd greiðsla var hluti kaupgreiðslu nýja eigandans, Pearl Abyss, en kaupgreiðslan árið 2018 nam 425 milljónum dala, að því er fram kemur í viðtalinu. Í tilkynningu frá CCP, sem send var á fjölmiðla í morgun, segir að þetta hafi komið fram í uppgjöri Pearl Abyss sem birtist í kóresku kauphöllinni rétt eftir lokun markaða í gær. Vonir standi til að það náist að uppfylla skilyrði fyrir slíkri árangurgreiðslu vegna ársins í ár. Áætlaðar tekjur af útgáfu EVE Echoes og EVE Online í Kína síðar á þessu ári muni hafa umtalsverð áhrif á arðsemi CCP, þar sem fjárfesting CCP í þróun leikjanna hafi þegar verið að fullu gjaldfærð. Starfsemi CCP á Íslandi flyst öll í Grósku í Vatnsmýrinni á þessu ári.CCP Sókn inn á kóreskan markað Tölvuleikurinn Eve Online var kynntur til leiks fyrir heilum sautján árum og segir Hilmar Veigar fyrirtækið nú vera í mikilli sókn og spennandi tíma framundan. Reikni forsvarsmenn CCP með að árið í ár verði það stærsta í 23 ára sögu fyrirtækisins. Í tilkynningunni kemur fram að fyrirtækið hafi síðustu misserin sótt inn á suður-kóreskan markað sem hafi skilað sér í miklum fjölda nýrra spilara. „Kóreskir spilarar [eru] nú þegar orðnir 15% daglegra virkra notenda leiksins. Þessi mikli árangur í Kóreu er ein ástæða fyrir því að alls 100 þúsund nýir spilarar byrjuðu að spila leikinn í nýliðnum janúarmánuði, sem var sjötti besti mánuðurinn í 17 ára sögu EVE Online og samsvarar rúmlega tvöföldun á milli ára,“ segir í tilkynningunni. Flutningur í Vatnsmýrina CCP mun í næsta mánuði flytja alla starfsemi sína á Íslandi í nýjar sérhannaðar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Vatnsmýrinni. Húsið sem mun hýsa starfsemina nefnist Gróska og er sagt hannað með þarfir skapandi iðnaðar í huga. Tölvuteiknaðar myndir úr Grósku.CCP Flutningar fyrirtækisins þangað gefi kost á sterkari tengingu CCP við háskólasamfélagið, sem og við önnur leikja- og sprotafyrirtæki sem munu starfa í húsinu. Covid19-veiran hefur áhrif Í tilkynningunni, þar sem stiklað er á stóru í starfsemi fyrirtækisins síðasta árið og hvað sé framundan, er einnig minnst á að starfsmenn CCP í Sjanghæ í Kína hafi að undanförnu þurft að vinna að heiman vegna útbreiðslu kórónaveirunnar (Covid19). „Enginn sem starfar fyrir fyrirtækið í Kína hefur veikst en starfsfólkið hefur þó ekki farið varhluta af þeim miklum röskunum sem orðið hafa á daglegu lífi á mörgum stöðum í landinu vegna faraldursins. Ekki er búist við að kórónaveiran tefji innkomu CCP á Kínamarkað svo nokkru nemi en vel er fylgst með þróuninni,“ segir í tilkynningunni.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fyrirtækið sendi tilkynningu á fjölmiðla.
Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Spilarar EVE Online gáfu rúmar þrettán milljónir til Ástralíu Spilarar EVO Online, tölvuleiks CCP, hafa safnað vel á fjórtán milljónum króna sem gefið hefur verið til uppbyggingar- og hjálparstarfs í Ástralíu vegna skógareldanna sem geisað hafa þar. 7. febrúar 2020 15:05 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Spilarar EVE Online gáfu rúmar þrettán milljónir til Ástralíu Spilarar EVO Online, tölvuleiks CCP, hafa safnað vel á fjórtán milljónum króna sem gefið hefur verið til uppbyggingar- og hjálparstarfs í Ástralíu vegna skógareldanna sem geisað hafa þar. 7. febrúar 2020 15:05