Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 07:04 Það er ekki ofsögum sagt að það verði snælduvitlaus veður í fyrramálið klukkan 8 þegar fólk verður á leið til vinnu og í skóla. Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands er þrýstingur í miðju hennar áætlaður 952 hPa en lægðin dýpkar ört og nálgast landið. Skammt norður af Scoresbysundi er síðan 1014 mb hæð. Spár gera ráð fyrir að hæðin standi kyrr þótt lægðin nálgist og má segja, í grófum dráttum, að þrýstimunurinn á milli þessara tveggja veðrakerfa valdi þeim aftakavindi sem í vændum er. Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið vegna óveðursins. Annars var kalt á landinu í nótt og mældist frostið mest 23,5 stig við Mývatn og 22,9 stig á Grímsstöðum á fjöllum. Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Hægt vaxandi austanátt í dag og skýjað með köflum, 10-23 m/s í kvöld, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Frost 1 til 7 stig. Hægari vindur og kaldara norðaustanlands.Hvessir meira í nótt, snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða slydda eða snjókoma, úrkomumest sunnan- og austanlands.Snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu seinnipartinn á morgun með rigningu á láglendi og hita 1 til 5 stig, en þá áfram rok og ofankoma um landið norðanvert. Lægir talsvert á landinu annað kvöld og dregur úr úrkomu.Á laugardag:Gengur í austan og norðaustan hvassviðri eða storm með rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins, úrkomumest austanlands. Hiti 0 til 6 stig.Á sunnudag:Norðaustan 5-13 og dálítil rigning eða slydda austan til á landinu, annars úrkomulítið. Norðan 10-18 um kvöldið með snjókomu norðanlands. Kólnar heldur í veðri.Á mánudag:Norðanátt og él, en bjartviðri sunnan- og vestan lands. Víða vægt frost. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands er þrýstingur í miðju hennar áætlaður 952 hPa en lægðin dýpkar ört og nálgast landið. Skammt norður af Scoresbysundi er síðan 1014 mb hæð. Spár gera ráð fyrir að hæðin standi kyrr þótt lægðin nálgist og má segja, í grófum dráttum, að þrýstimunurinn á milli þessara tveggja veðrakerfa valdi þeim aftakavindi sem í vændum er. Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið vegna óveðursins. Annars var kalt á landinu í nótt og mældist frostið mest 23,5 stig við Mývatn og 22,9 stig á Grímsstöðum á fjöllum. Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Hægt vaxandi austanátt í dag og skýjað með köflum, 10-23 m/s í kvöld, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Frost 1 til 7 stig. Hægari vindur og kaldara norðaustanlands.Hvessir meira í nótt, snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða slydda eða snjókoma, úrkomumest sunnan- og austanlands.Snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu seinnipartinn á morgun með rigningu á láglendi og hita 1 til 5 stig, en þá áfram rok og ofankoma um landið norðanvert. Lægir talsvert á landinu annað kvöld og dregur úr úrkomu.Á laugardag:Gengur í austan og norðaustan hvassviðri eða storm með rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins, úrkomumest austanlands. Hiti 0 til 6 stig.Á sunnudag:Norðaustan 5-13 og dálítil rigning eða slydda austan til á landinu, annars úrkomulítið. Norðan 10-18 um kvöldið með snjókomu norðanlands. Kólnar heldur í veðri.Á mánudag:Norðanátt og él, en bjartviðri sunnan- og vestan lands. Víða vægt frost.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira