Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 07:04 Það er ekki ofsögum sagt að það verði snælduvitlaus veður í fyrramálið klukkan 8 þegar fólk verður á leið til vinnu og í skóla. Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands er þrýstingur í miðju hennar áætlaður 952 hPa en lægðin dýpkar ört og nálgast landið. Skammt norður af Scoresbysundi er síðan 1014 mb hæð. Spár gera ráð fyrir að hæðin standi kyrr þótt lægðin nálgist og má segja, í grófum dráttum, að þrýstimunurinn á milli þessara tveggja veðrakerfa valdi þeim aftakavindi sem í vændum er. Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið vegna óveðursins. Annars var kalt á landinu í nótt og mældist frostið mest 23,5 stig við Mývatn og 22,9 stig á Grímsstöðum á fjöllum. Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Hægt vaxandi austanátt í dag og skýjað með köflum, 10-23 m/s í kvöld, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Frost 1 til 7 stig. Hægari vindur og kaldara norðaustanlands.Hvessir meira í nótt, snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða slydda eða snjókoma, úrkomumest sunnan- og austanlands.Snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu seinnipartinn á morgun með rigningu á láglendi og hita 1 til 5 stig, en þá áfram rok og ofankoma um landið norðanvert. Lægir talsvert á landinu annað kvöld og dregur úr úrkomu.Á laugardag:Gengur í austan og norðaustan hvassviðri eða storm með rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins, úrkomumest austanlands. Hiti 0 til 6 stig.Á sunnudag:Norðaustan 5-13 og dálítil rigning eða slydda austan til á landinu, annars úrkomulítið. Norðan 10-18 um kvöldið með snjókomu norðanlands. Kólnar heldur í veðri.Á mánudag:Norðanátt og él, en bjartviðri sunnan- og vestan lands. Víða vægt frost. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands er þrýstingur í miðju hennar áætlaður 952 hPa en lægðin dýpkar ört og nálgast landið. Skammt norður af Scoresbysundi er síðan 1014 mb hæð. Spár gera ráð fyrir að hæðin standi kyrr þótt lægðin nálgist og má segja, í grófum dráttum, að þrýstimunurinn á milli þessara tveggja veðrakerfa valdi þeim aftakavindi sem í vændum er. Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið vegna óveðursins. Annars var kalt á landinu í nótt og mældist frostið mest 23,5 stig við Mývatn og 22,9 stig á Grímsstöðum á fjöllum. Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Hægt vaxandi austanátt í dag og skýjað með köflum, 10-23 m/s í kvöld, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Frost 1 til 7 stig. Hægari vindur og kaldara norðaustanlands.Hvessir meira í nótt, snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða slydda eða snjókoma, úrkomumest sunnan- og austanlands.Snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu seinnipartinn á morgun með rigningu á láglendi og hita 1 til 5 stig, en þá áfram rok og ofankoma um landið norðanvert. Lægir talsvert á landinu annað kvöld og dregur úr úrkomu.Á laugardag:Gengur í austan og norðaustan hvassviðri eða storm með rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins, úrkomumest austanlands. Hiti 0 til 6 stig.Á sunnudag:Norðaustan 5-13 og dálítil rigning eða slydda austan til á landinu, annars úrkomulítið. Norðan 10-18 um kvöldið með snjókomu norðanlands. Kólnar heldur í veðri.Á mánudag:Norðanátt og él, en bjartviðri sunnan- og vestan lands. Víða vægt frost.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira