Ofurtölvan spáir því að Liverpool rústi stigameti Man. City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 10:30 Sadio Mane og Andrew Robertson fagna marki Liverpool í fyrri leiknum á móti Manchester City. Getty/Andrew Powell/ Liverpool vinnur ensku úrvalsdeildina með 28 stigum og Manchester City nær ekki einu sinni öðru sætinu. Ofurtölvan hefur skilað af sér sínum útreikningum um það hvernig enska úrvalsdeildin spilast til enda á þessu tímabili. Það þarf enga ofurtölvu til að finna út hver verður enskur meistari. Liverpool er með 22 stiga forskot á toppnum og á sigurinn vísann. Það er aftur á móti spenna í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni og um hvaða lið halda sér í sætinni. Liverpool er búið að vinna 24 af 25 leikjum sínum og hefur enn ekki tapað deildarleik. Ofurtölvan hefur reiknað út úrslitin í síðustu þrettán umferðunum og spáir því að Liverpool vinni alla þessa þrettán leiki. Það þýðir ekki aðeins að Liverpool jafni met Arsenal yfir að klára tímabilið taplaust en Liverpool myndir einnig rústa stigameti Mancehster City sem er hundrað stig frá tímabilinu 2017-18. Liverpool myndi enda með 112 stig og með 28 stigum meira en næsta lið. Næsta lið í töflunni verður hins vegar ekki Manchester City heldur lið Leicester City. Samkvæmt niðurstöðu ofurtölvunnar þá enda Leicester menn með sjö stigum meira en City liðið. Manchester City heldur þó þriðja sætinu en fjórða og síðasta liðið inn í Meistaradeildina verður síðan lið Chelsea. Í sætum fimm og sex sem ættu að gefa bæði sæti í Evrópudeildinni enda síðan óvænt Sheffield United og Wolves. Þetta þýðir að það verður enginn Evrópufótbolti hjá Tottenham (7. sæti), Manchester United (8. sæti) eða Arsenal (9. sæti) á næstu leiktíð. Aston Villa og Watford ná ekki að bjarga sér frá falli og fara niður ásamt Norwich en lið West Ham og Bournemouth og bjarga sér. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton halda líka áfram að klífa töfluna og enda í efri hlutanum eða í tíunda sætinu samkvæmt spá ofurtölvunnar. Það verður að sjálfsögðu að taka þessum spám Ofurtölvunnar með fyrirvara. Það er eitt það besta við fótboltann að það er oft mikið um óvænt úrslit. Liverpool á því mikið verk fyrir höndum ætli liðið að jafna afrek Arsenal ekki síst þar sem leikir í Meistaradeildinni og ensku bikarkeppninni munu einnig vera á dagskrá á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá lokastöðuna sem komu út úr Ofurtölvunni eftir 25 fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.Lokastaðan í ensku úrvalsdeildinni verður svona samkvæmt ofurtölvunni: 1. Liverpool - 112 stig 2. Leicester - 84 3. Man City - 77 4. Chelsea - 69 5. Sheffield United - 61 6. Wolves - 58 7. Tottenham - 56 8. Man Utd - 55 9. Arsenal - 48 10. Everton - 48 11. Crystal Palace - 45 12. Newcastle - 45 13. Brighton - 44 14. Burnley - 43 15. Southampton - 40 16. West Ham - 37 17. Bournemouth - 34 18. Aston Villa - 31 19. Watford - 30 20. Norwich - 27 Enski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Liverpool vinnur ensku úrvalsdeildina með 28 stigum og Manchester City nær ekki einu sinni öðru sætinu. Ofurtölvan hefur skilað af sér sínum útreikningum um það hvernig enska úrvalsdeildin spilast til enda á þessu tímabili. Það þarf enga ofurtölvu til að finna út hver verður enskur meistari. Liverpool er með 22 stiga forskot á toppnum og á sigurinn vísann. Það er aftur á móti spenna í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni og um hvaða lið halda sér í sætinni. Liverpool er búið að vinna 24 af 25 leikjum sínum og hefur enn ekki tapað deildarleik. Ofurtölvan hefur reiknað út úrslitin í síðustu þrettán umferðunum og spáir því að Liverpool vinni alla þessa þrettán leiki. Það þýðir ekki aðeins að Liverpool jafni met Arsenal yfir að klára tímabilið taplaust en Liverpool myndir einnig rústa stigameti Mancehster City sem er hundrað stig frá tímabilinu 2017-18. Liverpool myndi enda með 112 stig og með 28 stigum meira en næsta lið. Næsta lið í töflunni verður hins vegar ekki Manchester City heldur lið Leicester City. Samkvæmt niðurstöðu ofurtölvunnar þá enda Leicester menn með sjö stigum meira en City liðið. Manchester City heldur þó þriðja sætinu en fjórða og síðasta liðið inn í Meistaradeildina verður síðan lið Chelsea. Í sætum fimm og sex sem ættu að gefa bæði sæti í Evrópudeildinni enda síðan óvænt Sheffield United og Wolves. Þetta þýðir að það verður enginn Evrópufótbolti hjá Tottenham (7. sæti), Manchester United (8. sæti) eða Arsenal (9. sæti) á næstu leiktíð. Aston Villa og Watford ná ekki að bjarga sér frá falli og fara niður ásamt Norwich en lið West Ham og Bournemouth og bjarga sér. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton halda líka áfram að klífa töfluna og enda í efri hlutanum eða í tíunda sætinu samkvæmt spá ofurtölvunnar. Það verður að sjálfsögðu að taka þessum spám Ofurtölvunnar með fyrirvara. Það er eitt það besta við fótboltann að það er oft mikið um óvænt úrslit. Liverpool á því mikið verk fyrir höndum ætli liðið að jafna afrek Arsenal ekki síst þar sem leikir í Meistaradeildinni og ensku bikarkeppninni munu einnig vera á dagskrá á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá lokastöðuna sem komu út úr Ofurtölvunni eftir 25 fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.Lokastaðan í ensku úrvalsdeildinni verður svona samkvæmt ofurtölvunni: 1. Liverpool - 112 stig 2. Leicester - 84 3. Man City - 77 4. Chelsea - 69 5. Sheffield United - 61 6. Wolves - 58 7. Tottenham - 56 8. Man Utd - 55 9. Arsenal - 48 10. Everton - 48 11. Crystal Palace - 45 12. Newcastle - 45 13. Brighton - 44 14. Burnley - 43 15. Southampton - 40 16. West Ham - 37 17. Bournemouth - 34 18. Aston Villa - 31 19. Watford - 30 20. Norwich - 27
Enski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira