Formaður SI segir ruðningsáhrif af lokun Isal verða gríðarleg Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2020 13:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir stöðuna hjá Isal grafalvarlega og óttast um hag starfsmannanna. Það yrði mikið högg fyrir þá og bæjarfélagið hætti fyrirtækið starfsemi. Formaður Samtaka iðnaðarins segir að lokun Isal myndi hafa gríðarleg áhrif á fjölmörg önnur fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Drög að kjarasamningi við starfsfólk Isal hafa legið fyrir tilbúin til undirritunar frá því hinn 24. janúar. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að stjórn Isal hafi yfirleitt gengið frá kjarasamningi við félögin í Straumsvík. Það hafi hins vegar ekki gerst núna. „Þá þurfti að fá heimild frá Rio Tinto. Okkur fannst það svolítið skrýtið. Við höfum aldrei lent í slíkri samningagerð áður, að upplifa að menn sem sitja á móti okkur og eru að semja eru svo samningslausir, eða hafa ekki umboð til að ganga frá kjarasamningi þegar kemur að enda,“ segir Kolbeinn. Samningsdrögin séu í samræmi við lífskjarasamningana og ekki komi til greina að semja um minni launalækkanir en þar sé kveðið á um. „Ég held að það sé engin staða til þess. Vegna þess að við sátum raunverulega eftir í síðustu samningum, eftir miðlunartillöguna sem var lögð fram árið 2015. Ég held að það væri enginn vilji til að fara að gefa eitthvað meira eftir en almennt er samið um í samfélaginu,“ segir formaður Hlífar. Ef verksmiðjan loki yrði það mikið högg fyrir um 500 starfsmenn og Hafnarfjarðarbæ. Undir þetta tekur Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins. „Það er ekki bara það að Isal sé eitt af okkar stærstu og öflugustu félögum innan Samtaka iðnaðarins. Heldur er einnig gríðarlegur fjöldi annarra félagsmanna okkar sem hefur lifibrauð sitt af fyrirtækinu og hefur haft í áratugi,“ segir Guðrún. Ruðningsáhrifin yrðu gríðarleg en áætla megi að rúmlega 1.200 manns hafi atvinnu utan veggja álversins af starfsemi sem tengist því. Þá sé útflutningsverðmæti Isal um 60 milljarðar króna á ári. „Það yrði einnig gríðarlegt högg fyrir Landsvirkjun í raforkusölu. Þeir myndu ekki koma því rafmagni svo auðveldlega í vinnslu aftur,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Eftir hrun hafi erlend fjárfesting forðast Ísland eins og heitan eldinn. „Þá var það Isal sem hafði trú á Íslandi og kom hér inn með fjárfestingu upp á 60 milljarða. Þeir stóðu þá með Íslandi og ég spyr ætlar Ísland þá að standa með Isal þegar gefur ár bátinn hjá þeim,“ spyr Guðrún Hafsteinsdóttir. Hafnarfjörður Kjaramál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir stöðuna hjá Isal grafalvarlega og óttast um hag starfsmannanna. Það yrði mikið högg fyrir þá og bæjarfélagið hætti fyrirtækið starfsemi. Formaður Samtaka iðnaðarins segir að lokun Isal myndi hafa gríðarleg áhrif á fjölmörg önnur fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Drög að kjarasamningi við starfsfólk Isal hafa legið fyrir tilbúin til undirritunar frá því hinn 24. janúar. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að stjórn Isal hafi yfirleitt gengið frá kjarasamningi við félögin í Straumsvík. Það hafi hins vegar ekki gerst núna. „Þá þurfti að fá heimild frá Rio Tinto. Okkur fannst það svolítið skrýtið. Við höfum aldrei lent í slíkri samningagerð áður, að upplifa að menn sem sitja á móti okkur og eru að semja eru svo samningslausir, eða hafa ekki umboð til að ganga frá kjarasamningi þegar kemur að enda,“ segir Kolbeinn. Samningsdrögin séu í samræmi við lífskjarasamningana og ekki komi til greina að semja um minni launalækkanir en þar sé kveðið á um. „Ég held að það sé engin staða til þess. Vegna þess að við sátum raunverulega eftir í síðustu samningum, eftir miðlunartillöguna sem var lögð fram árið 2015. Ég held að það væri enginn vilji til að fara að gefa eitthvað meira eftir en almennt er samið um í samfélaginu,“ segir formaður Hlífar. Ef verksmiðjan loki yrði það mikið högg fyrir um 500 starfsmenn og Hafnarfjarðarbæ. Undir þetta tekur Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins. „Það er ekki bara það að Isal sé eitt af okkar stærstu og öflugustu félögum innan Samtaka iðnaðarins. Heldur er einnig gríðarlegur fjöldi annarra félagsmanna okkar sem hefur lifibrauð sitt af fyrirtækinu og hefur haft í áratugi,“ segir Guðrún. Ruðningsáhrifin yrðu gríðarleg en áætla megi að rúmlega 1.200 manns hafi atvinnu utan veggja álversins af starfsemi sem tengist því. Þá sé útflutningsverðmæti Isal um 60 milljarðar króna á ári. „Það yrði einnig gríðarlegt högg fyrir Landsvirkjun í raforkusölu. Þeir myndu ekki koma því rafmagni svo auðveldlega í vinnslu aftur,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Eftir hrun hafi erlend fjárfesting forðast Ísland eins og heitan eldinn. „Þá var það Isal sem hafði trú á Íslandi og kom hér inn með fjárfestingu upp á 60 milljarða. Þeir stóðu þá með Íslandi og ég spyr ætlar Ísland þá að standa með Isal þegar gefur ár bátinn hjá þeim,“ spyr Guðrún Hafsteinsdóttir.
Hafnarfjörður Kjaramál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira