„Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 14:00 Neymar og Kylian Mbappe eru frábærir leikmenn og lykilmenn ætli Paris Saint-Germain að vinna langþráðan sigur í Meistaradeildinni. Getty/David Ramos Fyrri undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld þegar franska stórliðið Paris Saint-Germain mætir spútnikliði RB Leipzig í Lissabon. Það ræðst í kvöld hvort þessara liða spila til úrslita í Meistaradeildinni í ár. Paris Saint-Germain hefur ekki komist lengra í Meistaradeildinni síðan moldríku Katararnir eignuðust félagið fyrir níu árum síðan. Draumurinn um að vinna loksins Meistaradeildarinnar er nú ansi nálægur í Parísarborg. Mótherjarnir hjá RB Leipzig hafa komið öllum á óvart allt þetta tímabil og náð lengra en nokkurn tímann áður í stuttri sögu félagsins. Fyrir aðeins ellefu árum var Leipzig liðið að keppa í fimmtu deild í Þýskalandi en kvöld geta þeir komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hinn 33 ára gamli knattspyrnustjóri Julian Nagelsmann hefur gert magnaða hluti á sínu fyrsta tímabilið með liðið en í kvöld þarf hann að finna leið til að stoppa eitt allra öflugasta sóknartvíeyki heimsins. watch on YouTube Kylian Mbappe og Neymar eru tveir af allra bestu leikmönnum heims og leikmenn sem enginn einn getur stöðvað. Þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint-Germain þá verður fyrst erfitt að stöðva þá. Þetta sýndi sig síðustu 30 mínúturnar í átta liða úrslitunum á móti Atalanta. Það gekk lítið upp hjá Neymar og félögum fram að því en ítalska liðið réð engan veginn við sóknarþunga PSG eftir að Kylian Mbappe kom inn á völlinn. Mbappe endaði á því að leggja upp seinna markið en Neymar lagði upp það fyrra. Kylian Mbappe hefur verið að glíma við ökklameiðsli eftir fljót brot í franska bikarúrslitaleiknum og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel var ánægður með stöðuna á stráknum eftir innkomuna á móti Atalanta. „Hann spilaði í 30 mínútur á móti Atalanta og það voru engin vandræði eftir þann leik. Hann hefur síðan fengið sex daga til að vinna í forminu snu og auðvitað getur hann byrjað þennan leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri PSG, á blaðamannafundi fyrir leikinn. watch on YouTube Kylian Mbappe hefur skorað 30 mörk og gefið 19 stoðsendingar í 35 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu þar af fimm mörk og sex stoðsendingar í átta leikjum í Meistaradeildinni. Neymar er með 19 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum þar af þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Auðvitað var Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, spurður út í tvíeykið á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera. Þeir eru toppleikmenn. Við verðum að verjast þeim sem eitt lið. Það verður erfitt en við verðum að láta þá hafa fyrir hlutunum og setja pressu á þá,“ sagði Julian Nagelsmann. Leikur RB Leipzig og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Sjá meira
Fyrri undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld þegar franska stórliðið Paris Saint-Germain mætir spútnikliði RB Leipzig í Lissabon. Það ræðst í kvöld hvort þessara liða spila til úrslita í Meistaradeildinni í ár. Paris Saint-Germain hefur ekki komist lengra í Meistaradeildinni síðan moldríku Katararnir eignuðust félagið fyrir níu árum síðan. Draumurinn um að vinna loksins Meistaradeildarinnar er nú ansi nálægur í Parísarborg. Mótherjarnir hjá RB Leipzig hafa komið öllum á óvart allt þetta tímabil og náð lengra en nokkurn tímann áður í stuttri sögu félagsins. Fyrir aðeins ellefu árum var Leipzig liðið að keppa í fimmtu deild í Þýskalandi en kvöld geta þeir komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hinn 33 ára gamli knattspyrnustjóri Julian Nagelsmann hefur gert magnaða hluti á sínu fyrsta tímabilið með liðið en í kvöld þarf hann að finna leið til að stoppa eitt allra öflugasta sóknartvíeyki heimsins. watch on YouTube Kylian Mbappe og Neymar eru tveir af allra bestu leikmönnum heims og leikmenn sem enginn einn getur stöðvað. Þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint-Germain þá verður fyrst erfitt að stöðva þá. Þetta sýndi sig síðustu 30 mínúturnar í átta liða úrslitunum á móti Atalanta. Það gekk lítið upp hjá Neymar og félögum fram að því en ítalska liðið réð engan veginn við sóknarþunga PSG eftir að Kylian Mbappe kom inn á völlinn. Mbappe endaði á því að leggja upp seinna markið en Neymar lagði upp það fyrra. Kylian Mbappe hefur verið að glíma við ökklameiðsli eftir fljót brot í franska bikarúrslitaleiknum og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel var ánægður með stöðuna á stráknum eftir innkomuna á móti Atalanta. „Hann spilaði í 30 mínútur á móti Atalanta og það voru engin vandræði eftir þann leik. Hann hefur síðan fengið sex daga til að vinna í forminu snu og auðvitað getur hann byrjað þennan leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri PSG, á blaðamannafundi fyrir leikinn. watch on YouTube Kylian Mbappe hefur skorað 30 mörk og gefið 19 stoðsendingar í 35 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu þar af fimm mörk og sex stoðsendingar í átta leikjum í Meistaradeildinni. Neymar er með 19 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum þar af þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Auðvitað var Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, spurður út í tvíeykið á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera. Þeir eru toppleikmenn. Við verðum að verjast þeim sem eitt lið. Það verður erfitt en við verðum að láta þá hafa fyrir hlutunum og setja pressu á þá,“ sagði Julian Nagelsmann. Leikur RB Leipzig og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Sjá meira