Fundu fjöldagrafir með fleiri en sex þúsund líkum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 14:13 Frá mótmælum gegn ofbeldisverkum í Búrúndí sem voru haldin í Kenía árið 2015. Vísir/EPA Sannleiks- og sáttanefnd Sameinuðu þjóðanna í Búrúndí segist hafa fundið sex fjöldagrafir með fleiri en sex þúsund líkum í Karusi-héraði. Líkfundurinn er sá stærsti frá því að yfirvöld hófu marvisst að opna fjöldagrafir í janúar. Auk 6.032 líka fundust þúsundir byssukúlna í gröfunum sex. Föt, gleraugu og talnabönd voru notuð til að bera kennsl á sum líkanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pierre Claver Ndayicariye, formaður nefndarinnar, tengdi fjöldagrafirnar við fjöldamorð á Hútum. Um þrjú hundruð þúsund íbúar Búrúndí féllu í borgarastríði sem bar keim af kynþáttastríði á milli Hútúmanna annars vegar og Tútsímanna hins vegar. Sannleiksnefndin var stofnuð til að rannsaka voðaverk sem áttu sér stað frá 1885, þegar Evrópumenn komu fyrst til Austur-Afríkulandsins, fram til 2008 þegar friðarsamningur batt endi á borgarastríðið tók gildi. Alls hafa um fjögur þúsund fjöldagrafir fundist um allt landið og hafa kennsl verið borin á fleiri en 142.000 manns sem voru grafnir í þeim. Rannsókn nefndarinnar nær aðeins að litlu leyti til valdatíðar Pierre Nkurunziza, núverandi forseta, sem tók við völdum árið 2005. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að mannréttindabrotum gæti fjölgað í Búrúndí í aðdraganda kosninga í maí. Hundruð landsmanna hafa fallið í átökum við öryggissveitir frá því að Nkurunziza bauð sig fram til forseta í þriðja skipti. Búrúndí Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Sannleiks- og sáttanefnd Sameinuðu þjóðanna í Búrúndí segist hafa fundið sex fjöldagrafir með fleiri en sex þúsund líkum í Karusi-héraði. Líkfundurinn er sá stærsti frá því að yfirvöld hófu marvisst að opna fjöldagrafir í janúar. Auk 6.032 líka fundust þúsundir byssukúlna í gröfunum sex. Föt, gleraugu og talnabönd voru notuð til að bera kennsl á sum líkanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pierre Claver Ndayicariye, formaður nefndarinnar, tengdi fjöldagrafirnar við fjöldamorð á Hútum. Um þrjú hundruð þúsund íbúar Búrúndí féllu í borgarastríði sem bar keim af kynþáttastríði á milli Hútúmanna annars vegar og Tútsímanna hins vegar. Sannleiksnefndin var stofnuð til að rannsaka voðaverk sem áttu sér stað frá 1885, þegar Evrópumenn komu fyrst til Austur-Afríkulandsins, fram til 2008 þegar friðarsamningur batt endi á borgarastríðið tók gildi. Alls hafa um fjögur þúsund fjöldagrafir fundist um allt landið og hafa kennsl verið borin á fleiri en 142.000 manns sem voru grafnir í þeim. Rannsókn nefndarinnar nær aðeins að litlu leyti til valdatíðar Pierre Nkurunziza, núverandi forseta, sem tók við völdum árið 2005. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að mannréttindabrotum gæti fjölgað í Búrúndí í aðdraganda kosninga í maí. Hundruð landsmanna hafa fallið í átökum við öryggissveitir frá því að Nkurunziza bauð sig fram til forseta í þriðja skipti.
Búrúndí Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira