Óttast um lífskjarasamninginn verði farið að ítrustu kröfum Eflingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2020 19:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að lífskjarasamningurinn gæti farið í uppnám verði farið að ítrustu kröfum Eflingar um launahækkanir. Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. Um 1850 manns í Eflingu sem starfa hjá borginni á 129 starfsstöðvum hafa boðað verkfall á miðnætti . Engin fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hittust þar síðast 7. febrúar. „Ég hef sagt það áður að ég hef áhyggjur af þessu staðan er erfið og að það verði erfitt að leysa kjaradeiluna. Áhrifin verða víðtæk en einna mest á leikskóla auk matarþjónustu í grunnskólum og það mun reyna á í velferðaþjónustu þrátt fyrir undanþágur á viðkvæmustu stöðunum. Þetta mun jafnframt hafa veruleg áhrif á umhirðu borgarinnar ,“ segir Dagur. Borgarstjóri segir erfitt að mæta kröfum Eflingar um hærri greiðslur til láglaunafólks en kveðið er á um í lífkjarasamningnum. „Þessar kröfur bætast ofaná lífskjarasamninginn en hann tryggir mestu hækkunina til þeirra sem hafa lægstu launin. Við höfum lýst þeirri skoðun að ef þeim kröfum yrði mætt gengi það yfir aðra hópa og þar með væru forsendur lífkjarasamningsins brostnar,“ segir Dagur. Drífa Snædal segir að lífskjarasamningurinn hafi ekki átt að læsa ákveðnar stéttir inni þegar kemur að launahækkunum.ASÍ Drífa Snædal forseti ASÍ lýsti annarri skoðun á lífskjarasamningum í Víglínunni í dag. „Það var engin að framselja réttindi sín á frekari kjarabaráttu í lífskjarasamningum. Við skulum alveg hafa það á hreinu að það var ekki skrifað inní þá eins og oft er að ef það verða hækkanir annars staðar þá læsist aðrir hópar inni,“ segir Drífa. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða fagnar því að starfsfólk Eflingar í umönnun hafi fengið undanþágu til að starfa í verkfallinu. Það hafi verið nauðsynlegt. Hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir og Seljahlíð fengu undanþágur fyrir starfsmenn Eflingar sem sinna umönnun. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða segir að það hafi verið nauðsyn. „Við auðvitað getum ekki annað en haldið þessari nauðsynlegu þjónustu uppi. Full mönnun á hjúkrunarheimili er í raun og veru bara lágmarksmönnun. Við bara rétt náum að sinna því sem við eigum að sinna. Það er mikilvægt að baða fólk, þrífa, við þurfum að passa uppá sýkingar. Þessi umönnun er nauðsynleg og því fengum við þessar undanþágur í gegn,“ segir Jórunn. Það fengust hins vegar ekki undanþágur fyrir fólk í uppvaski þannig að það þarf að kaupa mikið magn af einnota matarílátum. „Það eru þúsundir af matarílátum, diskum glösum og hnífapörum sem við munum þurfum að kaupa og farga því miður,“ segir Jórunn. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. Um 1850 manns í Eflingu sem starfa hjá borginni á 129 starfsstöðvum hafa boðað verkfall á miðnætti . Engin fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hittust þar síðast 7. febrúar. „Ég hef sagt það áður að ég hef áhyggjur af þessu staðan er erfið og að það verði erfitt að leysa kjaradeiluna. Áhrifin verða víðtæk en einna mest á leikskóla auk matarþjónustu í grunnskólum og það mun reyna á í velferðaþjónustu þrátt fyrir undanþágur á viðkvæmustu stöðunum. Þetta mun jafnframt hafa veruleg áhrif á umhirðu borgarinnar ,“ segir Dagur. Borgarstjóri segir erfitt að mæta kröfum Eflingar um hærri greiðslur til láglaunafólks en kveðið er á um í lífkjarasamningnum. „Þessar kröfur bætast ofaná lífskjarasamninginn en hann tryggir mestu hækkunina til þeirra sem hafa lægstu launin. Við höfum lýst þeirri skoðun að ef þeim kröfum yrði mætt gengi það yfir aðra hópa og þar með væru forsendur lífkjarasamningsins brostnar,“ segir Dagur. Drífa Snædal segir að lífskjarasamningurinn hafi ekki átt að læsa ákveðnar stéttir inni þegar kemur að launahækkunum.ASÍ Drífa Snædal forseti ASÍ lýsti annarri skoðun á lífskjarasamningum í Víglínunni í dag. „Það var engin að framselja réttindi sín á frekari kjarabaráttu í lífskjarasamningum. Við skulum alveg hafa það á hreinu að það var ekki skrifað inní þá eins og oft er að ef það verða hækkanir annars staðar þá læsist aðrir hópar inni,“ segir Drífa. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða fagnar því að starfsfólk Eflingar í umönnun hafi fengið undanþágu til að starfa í verkfallinu. Það hafi verið nauðsynlegt. Hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir og Seljahlíð fengu undanþágur fyrir starfsmenn Eflingar sem sinna umönnun. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða segir að það hafi verið nauðsyn. „Við auðvitað getum ekki annað en haldið þessari nauðsynlegu þjónustu uppi. Full mönnun á hjúkrunarheimili er í raun og veru bara lágmarksmönnun. Við bara rétt náum að sinna því sem við eigum að sinna. Það er mikilvægt að baða fólk, þrífa, við þurfum að passa uppá sýkingar. Þessi umönnun er nauðsynleg og því fengum við þessar undanþágur í gegn,“ segir Jórunn. Það fengust hins vegar ekki undanþágur fyrir fólk í uppvaski þannig að það þarf að kaupa mikið magn af einnota matarílátum. „Það eru þúsundir af matarílátum, diskum glösum og hnífapörum sem við munum þurfum að kaupa og farga því miður,“ segir Jórunn.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira