Mjög margar kröfur útgerðarmanna ekki til umræðu hjá sjómönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2020 11:02 Valmundur Valmundsson segir ljóst að mjög margar af kröfum SFS yrðu aldrei samþykktar. Vísir/Vilhelm „Við höfum séð þetta allt áður,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands um kröfur útgerðarmanna í yfirvofandi samningaviðræðum. Kjarasamningar sjómanna við útgerðirnar hafa verið lausir síðan 1. desember sem er kannski stuttur tími miðað við þá staðreynd að samningar sjómanna voru lausir í rúm sex ár, þar til tókst að semja árið 2016. Sjómannasambandið, sem telur á milli 1400 og 1500 sjómenn, lögðu fram kröfugerð sína á fundi með fulltrúum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðinn þriðjudag. Kröfurnar voru í fimmtán liðum. Á sama tíma lagði samninganefnd útgerðarmanna fram kröfur sínar í nítján liðum. „Við höfum séð þær allar áður. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur. Þetta er eiginlega bara sami kröfupakki og við fengum á okkur síðast, fyrir tæpum fjórum árum. Þeir eru svo sem ekki óvanir okkar heldur ef út í það er farið,“ segir Valmundur. Mjög margar kröfur ekki í myndinni Hann lýsir fundinum á þriðjudaginn sem formlegum gagnafundi. Kröfur lagðar fram og fundi slitið. Ekkert hafi verið ákveðið um næstu skref. Stjórnarfundur sé hjá Sjómannasambandinu á fimmtudag og í framhaldinu mun samninganefnd sambandsins hittast og fara yfir kröfur útgerðarmanna. Jens Garðar Helgason er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Vísir/Arnar „Sumt þarna er ekki til umræðu af okkar hálfu, mjög margir hlutir en ég ætla ekki að fara út í það,“ segir Valmundur. „Þeir fengu ekkert af þessu framfylgt síðast,“ segir Valmundur en nefnir þó eina kröfu er varðaði heimild til sektar vegna brota á kjarasamningi. „Þeir vilja náttúrulega ekki hafa þær, hvers vegna veit ég ekki, en við gáfum eftir. Nú fá þeir gula spjaldið fyrst. En næsta brot þýðir sekt. Annað gáfum við ekki eftir.“ Auk sjómanna í Sjómannasambandi Íslands eiga skipstjórar og vélstjórar í samningaviðræðum við SFS. Sömuleiðis sjómannafélögin í Grindavík og Reykjavík. Fjöldi sjómanna, skiptstjóra og vélstjóra með lausa samninga er því umtalsvert meiri en þeir 1400-1500 innan SÍ. Að neðan má sjá kröfur Sjómannasambandsins annars vegar og SFS hins vegar: Kröfur sjómanna Kauptrygging og aðrir kaupliðir hækki. Fiskverð verði endurskoðað. Ákvörðun á verði upsjávarafla sett í eðlilegt horf. Útgerðin greiði 3,5% mótframlag í lífeyrissjóð. Útgerðin greiði 0,3% í Sjómennt. Útflutningur í gámum. Vinna skipverja við ísun ekki leyfileg þegar aflinn hefur þegar veið seldur erlendum aðila. Slysavarnarskóli sjómanna. Nánar verði skilgreint hvaða kostnað útgerð á að bera varðandi uppihald og ferðir. Ráðningarsamningar og lausráðningar. Þessum málum komið í betra horf. Frí um Jól, áramót og sjómannadag verði aukin. Trúnaðarmaður skipverja við uppgjör geti verið utanaðkomandi aðili að vali skipverja og stéttarfélags. Vinna matsveina á uppsjávarskipum verði römmuð inn með tilliti til hvíldartíma og í höfn utan heimahafnar. Laun aðstoðarmanns matsveins á frystiskipum hækki verulega. Ávinnsla orlofs verði samræmd við almenna markaðinn. Vinnslustjórar og matsmenn á frystiskipum fái 1/8 aukahlut í stað fastrar krónutölu. Bætur frá útgerð vegna afnáms sjómannaafsláttar. Skipverjar hafi frí við löndun á öllum veiðum, þar með talið á dagróðrum. Þar að auki áskilur samninganefnd Sjómannasambands Íslands sér rétt til að bæta við eða breyta kröfum í komandi samningaviðræðum. Kröfur útgerðarmanna Sjómenn greiði hlut í sköttum útgerða, s.s. veiðigjaldi, tryggingagjaldi og kolefnisgjaldi. Sjómenn greiði þriðjung kostnaðar útgerðar við að slysatryggja sjómenn. Sjómenn í skiptimannakerfum gefi eftir veikindarétt sinn þannig að þeir fái aðeins greitt fyrir þá túra sem þeir hefðu verið um borð samkvæmt plani. Nýsmíðaákvæði breytist þannig að togararall Hafró verði undanskilið í útreikningi úthaldsdaga. Samið verði um nýsmíðaálag varðandi næstu kynslóð fiskiskipa. Helgar- og hafnarfrí falli út en skipverjum verði tryggðir frídagar eftir nánara samkomulagi við útgerð. Sérákvæði um frí um Páska falli niður og Jólafrí á uppsjávarskipum verði stytt. Kauptryggingartímabil verði lengt í þrjá mánuði. Uppgjöri á frystitogurum verði breytt þannig að 90% uppgjör af aflaverðmæti til sjómanna falli út og lengri tími verði veittur til fullnaðaruppgjörs. Heimilt verði að ráða sjómenn til útgerðar í stað þess að ráða á tilgreind skip. Endurskoðaðar verði greiðslur útgerðar í styrktar- og sjúkrasjóði. Skiptakjör og uppgjörsaðferðir verði endurskoðaðar varðandi einstakar veiðigreinar. Heimilt verði að ráða áhafnarmeðlimi á öðrum kjörum en aflahlut. Heimilt verði að ráða fleiri en einn skipverja í eina stöðu, þ.e. tvo eða fleiri um eitt hásetapláss. Sektir fyrir brot á kjarasamningum verði felldar niður. Sömu kjarasamningar gildi á öllu landinu. (Verk Vest og ASA renni inn í SSÍ). Kostnaður við geymslu afurða verði dreginn af óskiptu gegn hlut áhafnar í hærra söluverði. Fiskur sem meðafli á rækjuveiðum verði gerður upp samkvæmt ákvæðum um fiskveiðar. Ákvæði kjarasamninga um löndun verði tekin til endurskoðunar. Kvótakaup frá erlendum aðilum verði dregin frá óskiptu. Enginn matsveinn verði á minni bátum og ákvæði um aðstoðarmann matsveins falli brott. Þar að auki áskilur samninganefnd SFS sér rétt til að bæta við eða breyta kröfum í komandi samningaviðræðum. Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
„Við höfum séð þetta allt áður,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands um kröfur útgerðarmanna í yfirvofandi samningaviðræðum. Kjarasamningar sjómanna við útgerðirnar hafa verið lausir síðan 1. desember sem er kannski stuttur tími miðað við þá staðreynd að samningar sjómanna voru lausir í rúm sex ár, þar til tókst að semja árið 2016. Sjómannasambandið, sem telur á milli 1400 og 1500 sjómenn, lögðu fram kröfugerð sína á fundi með fulltrúum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðinn þriðjudag. Kröfurnar voru í fimmtán liðum. Á sama tíma lagði samninganefnd útgerðarmanna fram kröfur sínar í nítján liðum. „Við höfum séð þær allar áður. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur. Þetta er eiginlega bara sami kröfupakki og við fengum á okkur síðast, fyrir tæpum fjórum árum. Þeir eru svo sem ekki óvanir okkar heldur ef út í það er farið,“ segir Valmundur. Mjög margar kröfur ekki í myndinni Hann lýsir fundinum á þriðjudaginn sem formlegum gagnafundi. Kröfur lagðar fram og fundi slitið. Ekkert hafi verið ákveðið um næstu skref. Stjórnarfundur sé hjá Sjómannasambandinu á fimmtudag og í framhaldinu mun samninganefnd sambandsins hittast og fara yfir kröfur útgerðarmanna. Jens Garðar Helgason er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Vísir/Arnar „Sumt þarna er ekki til umræðu af okkar hálfu, mjög margir hlutir en ég ætla ekki að fara út í það,“ segir Valmundur. „Þeir fengu ekkert af þessu framfylgt síðast,“ segir Valmundur en nefnir þó eina kröfu er varðaði heimild til sektar vegna brota á kjarasamningi. „Þeir vilja náttúrulega ekki hafa þær, hvers vegna veit ég ekki, en við gáfum eftir. Nú fá þeir gula spjaldið fyrst. En næsta brot þýðir sekt. Annað gáfum við ekki eftir.“ Auk sjómanna í Sjómannasambandi Íslands eiga skipstjórar og vélstjórar í samningaviðræðum við SFS. Sömuleiðis sjómannafélögin í Grindavík og Reykjavík. Fjöldi sjómanna, skiptstjóra og vélstjóra með lausa samninga er því umtalsvert meiri en þeir 1400-1500 innan SÍ. Að neðan má sjá kröfur Sjómannasambandsins annars vegar og SFS hins vegar: Kröfur sjómanna Kauptrygging og aðrir kaupliðir hækki. Fiskverð verði endurskoðað. Ákvörðun á verði upsjávarafla sett í eðlilegt horf. Útgerðin greiði 3,5% mótframlag í lífeyrissjóð. Útgerðin greiði 0,3% í Sjómennt. Útflutningur í gámum. Vinna skipverja við ísun ekki leyfileg þegar aflinn hefur þegar veið seldur erlendum aðila. Slysavarnarskóli sjómanna. Nánar verði skilgreint hvaða kostnað útgerð á að bera varðandi uppihald og ferðir. Ráðningarsamningar og lausráðningar. Þessum málum komið í betra horf. Frí um Jól, áramót og sjómannadag verði aukin. Trúnaðarmaður skipverja við uppgjör geti verið utanaðkomandi aðili að vali skipverja og stéttarfélags. Vinna matsveina á uppsjávarskipum verði römmuð inn með tilliti til hvíldartíma og í höfn utan heimahafnar. Laun aðstoðarmanns matsveins á frystiskipum hækki verulega. Ávinnsla orlofs verði samræmd við almenna markaðinn. Vinnslustjórar og matsmenn á frystiskipum fái 1/8 aukahlut í stað fastrar krónutölu. Bætur frá útgerð vegna afnáms sjómannaafsláttar. Skipverjar hafi frí við löndun á öllum veiðum, þar með talið á dagróðrum. Þar að auki áskilur samninganefnd Sjómannasambands Íslands sér rétt til að bæta við eða breyta kröfum í komandi samningaviðræðum. Kröfur útgerðarmanna Sjómenn greiði hlut í sköttum útgerða, s.s. veiðigjaldi, tryggingagjaldi og kolefnisgjaldi. Sjómenn greiði þriðjung kostnaðar útgerðar við að slysatryggja sjómenn. Sjómenn í skiptimannakerfum gefi eftir veikindarétt sinn þannig að þeir fái aðeins greitt fyrir þá túra sem þeir hefðu verið um borð samkvæmt plani. Nýsmíðaákvæði breytist þannig að togararall Hafró verði undanskilið í útreikningi úthaldsdaga. Samið verði um nýsmíðaálag varðandi næstu kynslóð fiskiskipa. Helgar- og hafnarfrí falli út en skipverjum verði tryggðir frídagar eftir nánara samkomulagi við útgerð. Sérákvæði um frí um Páska falli niður og Jólafrí á uppsjávarskipum verði stytt. Kauptryggingartímabil verði lengt í þrjá mánuði. Uppgjöri á frystitogurum verði breytt þannig að 90% uppgjör af aflaverðmæti til sjómanna falli út og lengri tími verði veittur til fullnaðaruppgjörs. Heimilt verði að ráða sjómenn til útgerðar í stað þess að ráða á tilgreind skip. Endurskoðaðar verði greiðslur útgerðar í styrktar- og sjúkrasjóði. Skiptakjör og uppgjörsaðferðir verði endurskoðaðar varðandi einstakar veiðigreinar. Heimilt verði að ráða áhafnarmeðlimi á öðrum kjörum en aflahlut. Heimilt verði að ráða fleiri en einn skipverja í eina stöðu, þ.e. tvo eða fleiri um eitt hásetapláss. Sektir fyrir brot á kjarasamningum verði felldar niður. Sömu kjarasamningar gildi á öllu landinu. (Verk Vest og ASA renni inn í SSÍ). Kostnaður við geymslu afurða verði dreginn af óskiptu gegn hlut áhafnar í hærra söluverði. Fiskur sem meðafli á rækjuveiðum verði gerður upp samkvæmt ákvæðum um fiskveiðar. Ákvæði kjarasamninga um löndun verði tekin til endurskoðunar. Kvótakaup frá erlendum aðilum verði dregin frá óskiptu. Enginn matsveinn verði á minni bátum og ákvæði um aðstoðarmann matsveins falli brott. Þar að auki áskilur samninganefnd SFS sér rétt til að bæta við eða breyta kröfum í komandi samningaviðræðum.
Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira